Um sjálfstæði þjóðar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 19. apríl 2024 13:36 Forsetakosningar á Íslandi eru nú pólitískari en áður hefur þekkst. Forsætisráðherra í óvinsælli ríkisstjórn hefur gefið kost á sér í embætti forseta Íslands. Einhverjir undrast, öðrum finnst þetta gott og blessað, aðrir fagna. Nú er sestur í valdamesta embætti landsins sá stjórnmálamaður sem minnst trausts nýtur samkvæmt skoðanakönnunum og sem tæplega 42.000 manns hafa lýst vanþóknun sinni á. Að þekkja sinn vitjunartíma reynist mörgum ómöulegt. Á Alþingi var í vikunni lögð fram vantrauststillaga á nýja ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan gengdi þar sjálfsagðri skyldu sinni fyrir hönd almennings en hafði ekki meirihluta þingsins fyrir og uppskar í kaupbæti vanþóknun margra fyrir það eitt að sinna skyldu sinni. Öfugsnúið er nú allt. Þingmenn okkar þjóðkjörnir, of margir, sýna of sjaldan sjálfstæði, kjósa einungis með flokkshjartanu og ekki í takt við hjörtu fólksins. Þetta er vandinn. Ísland er fjöregg okkar. Áherslur núverandi forsætisráðherra sem hann hefur ítarlega kynnt fyrir þjóðinni, snúast svo ekki er um að villast, ekki um að vernda kjör og líf landsmanna, ekki um að tryggja lífríki og náttúru Íslands og ekki um að axla sammannlega ábyrgð þá sem allar ríkar þjóðir bera. Hann talar opinskátt um áherslur sínar. Það má hann eiga. Hann á líka stuðning fyrrum forsætisráðherra vísann nái hún kjöri í embætti forseta Íslands. Sveinn Björnsson okkar fyrsti forseti, krafðist þess að þjóðin fengi að kjósa forseta í beinni kosningu. Málsvari þjóðarinnar yrði að vera óháður aðili sem gæti veitt þinginu aðhald fyrir fólkið í landinu. Um sjálfstæði og velferð þjóðar gegn ofríki stjórnvalda snúast forsetakosningar 2024. Höfundur er leikkona og forsetaefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar á Íslandi eru nú pólitískari en áður hefur þekkst. Forsætisráðherra í óvinsælli ríkisstjórn hefur gefið kost á sér í embætti forseta Íslands. Einhverjir undrast, öðrum finnst þetta gott og blessað, aðrir fagna. Nú er sestur í valdamesta embætti landsins sá stjórnmálamaður sem minnst trausts nýtur samkvæmt skoðanakönnunum og sem tæplega 42.000 manns hafa lýst vanþóknun sinni á. Að þekkja sinn vitjunartíma reynist mörgum ómöulegt. Á Alþingi var í vikunni lögð fram vantrauststillaga á nýja ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan gengdi þar sjálfsagðri skyldu sinni fyrir hönd almennings en hafði ekki meirihluta þingsins fyrir og uppskar í kaupbæti vanþóknun margra fyrir það eitt að sinna skyldu sinni. Öfugsnúið er nú allt. Þingmenn okkar þjóðkjörnir, of margir, sýna of sjaldan sjálfstæði, kjósa einungis með flokkshjartanu og ekki í takt við hjörtu fólksins. Þetta er vandinn. Ísland er fjöregg okkar. Áherslur núverandi forsætisráðherra sem hann hefur ítarlega kynnt fyrir þjóðinni, snúast svo ekki er um að villast, ekki um að vernda kjör og líf landsmanna, ekki um að tryggja lífríki og náttúru Íslands og ekki um að axla sammannlega ábyrgð þá sem allar ríkar þjóðir bera. Hann talar opinskátt um áherslur sínar. Það má hann eiga. Hann á líka stuðning fyrrum forsætisráðherra vísann nái hún kjöri í embætti forseta Íslands. Sveinn Björnsson okkar fyrsti forseti, krafðist þess að þjóðin fengi að kjósa forseta í beinni kosningu. Málsvari þjóðarinnar yrði að vera óháður aðili sem gæti veitt þinginu aðhald fyrir fólkið í landinu. Um sjálfstæði og velferð þjóðar gegn ofríki stjórnvalda snúast forsetakosningar 2024. Höfundur er leikkona og forsetaefni.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun