Menningarlegur og sáttfús forseti Aldís Aðalbjarnardóttir skrifar 8. maí 2024 14:01 Fyrir tæpum 30 árum var viðtal tekið við frú Vigdísi Finnbogadóttur í austurríska dagblaðinu Der Standard. Fyrirsögnin var Móðurmálið og menning eru okkar sterkustu vopn. Blaðamaður spurði Vigdísi hvort svo fámenn þjóð norður við heimskautsbaug gæti haldið sjálfstæði sínu. Vigdís svaraði að hún væri sannfærð um það, svo lengi sem við ættum okkar eigið tungumál sæi hún enga hættu: ,,Móðurmálið heldur þjóð minni saman, það skilgreinir sjálfsmynd okkar og sjálfsþekkingu, ef við töpum því missum við einnig sjálfstæði okkar“. Mér varð hugsað til þessara orða þegar eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var að veita fjármunum í nýja áætlun um máltækni sem var í fyrsta sinn sem verulegum fjármunum er eytt í þjóðtungu okkar utan við hið hefðbundna skólastarf og liststyrki. Annað verkefni þessarar sömu stjórnar var að styðja við bókaútgáfu og ekki þarf það heldur að koma á óvart. Katrín Jakobsdóttir er með MA-próf í íslenskum bókmenntum og allir sem hafa hitt hana vita að hún ann íslenskri menningu. Katrín var áður menntamálaráðherra kornung að árum og átti sem slík stóran þátt í þeirri umdeildu ákvörðun að Harpa skyldi rísa, ákvörðun sem hefur orðið okkur sem menningarþjóð til mikilla heilla.Hún hefur einnig verið mikill vinur Árnastofnunar og ýmiss konar bókmennta árum saman, ekki aðeins í vinnunni heldur líka í frístundum. Mér finnst mikilvægt að forseti Íslands þekki íslenska menningu vel, hafi sýnt áhuga á henni löngu fyrir eigið framboð og kunni að tala máli hennar. Það gerði Katrín sem ráðherra og forsætisráðherra og í forsetaembætti fær hún enn betra færi á að sinna þessum þáttum. Í mörgum ræðum sínum hefur Katrín rætt um heiminn frá sjónarhorni barna en það hafa fáir aðrir stjórnmálamenn gert. Mér finnst gott að vita til þess að æðsti maður þjóðarinnar hafi hæfileika til að horfa á heiminn barnsaugum, sérstaklega þegar í hlut á manneskja sem hefur ítrekað sýnt mjög mikinn styrk í sínum orðum og gerðum. Hún sýnir hverjum þeim sem hún mætir virðingu og hlýju; er traust, staðföst og hefur fallega útgeislun. Katrín hefur verið stjórnmálamaður í áratugi en hún á sér enga óvini í stjórnmálum og ég hef aldrei heyrt hana hallmæla öðrum stjórnmálamanni, hvorki í ræðu né riti. Hversu margir aðrir hafa verið þessu brenndir? Þetta mun ráða mínu atkvæði þann 1. júní næstkomandi. Það fer til Katrínar. Höfundur er með BA-próf í íslensku, kennari og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 30 árum var viðtal tekið við frú Vigdísi Finnbogadóttur í austurríska dagblaðinu Der Standard. Fyrirsögnin var Móðurmálið og menning eru okkar sterkustu vopn. Blaðamaður spurði Vigdísi hvort svo fámenn þjóð norður við heimskautsbaug gæti haldið sjálfstæði sínu. Vigdís svaraði að hún væri sannfærð um það, svo lengi sem við ættum okkar eigið tungumál sæi hún enga hættu: ,,Móðurmálið heldur þjóð minni saman, það skilgreinir sjálfsmynd okkar og sjálfsþekkingu, ef við töpum því missum við einnig sjálfstæði okkar“. Mér varð hugsað til þessara orða þegar eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var að veita fjármunum í nýja áætlun um máltækni sem var í fyrsta sinn sem verulegum fjármunum er eytt í þjóðtungu okkar utan við hið hefðbundna skólastarf og liststyrki. Annað verkefni þessarar sömu stjórnar var að styðja við bókaútgáfu og ekki þarf það heldur að koma á óvart. Katrín Jakobsdóttir er með MA-próf í íslenskum bókmenntum og allir sem hafa hitt hana vita að hún ann íslenskri menningu. Katrín var áður menntamálaráðherra kornung að árum og átti sem slík stóran þátt í þeirri umdeildu ákvörðun að Harpa skyldi rísa, ákvörðun sem hefur orðið okkur sem menningarþjóð til mikilla heilla.Hún hefur einnig verið mikill vinur Árnastofnunar og ýmiss konar bókmennta árum saman, ekki aðeins í vinnunni heldur líka í frístundum. Mér finnst mikilvægt að forseti Íslands þekki íslenska menningu vel, hafi sýnt áhuga á henni löngu fyrir eigið framboð og kunni að tala máli hennar. Það gerði Katrín sem ráðherra og forsætisráðherra og í forsetaembætti fær hún enn betra færi á að sinna þessum þáttum. Í mörgum ræðum sínum hefur Katrín rætt um heiminn frá sjónarhorni barna en það hafa fáir aðrir stjórnmálamenn gert. Mér finnst gott að vita til þess að æðsti maður þjóðarinnar hafi hæfileika til að horfa á heiminn barnsaugum, sérstaklega þegar í hlut á manneskja sem hefur ítrekað sýnt mjög mikinn styrk í sínum orðum og gerðum. Hún sýnir hverjum þeim sem hún mætir virðingu og hlýju; er traust, staðföst og hefur fallega útgeislun. Katrín hefur verið stjórnmálamaður í áratugi en hún á sér enga óvini í stjórnmálum og ég hef aldrei heyrt hana hallmæla öðrum stjórnmálamanni, hvorki í ræðu né riti. Hversu margir aðrir hafa verið þessu brenndir? Þetta mun ráða mínu atkvæði þann 1. júní næstkomandi. Það fer til Katrínar. Höfundur er með BA-próf í íslensku, kennari og leiðsögumaður.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun