Nokkrar staðreyndir um Ísland, Katrínu og Gaza Álfheiður Ingadóttir skrifar 31. maí 2024 11:32 Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna. Flest er aðeins til þess fallið að hella úr eyrunum og er alls ekki svara vert. Þó er ástæða til að rifja upp nokkrar staðreyndir vegna áróðursins um Palestínu og Gaza. Ein ástæða þess að ég treysti Katrínu best fyrir embætti forseta Íslands er nefnilega að hún hefur sem almennur borgari, formaður VG, þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra ávallt talað fyrir friði, beitt sér af alefli fyrir málstað Palestínumanna, haldið fram tveggja ríkja lausn sem leið til friðar, fundað með ráðamönnum Palestínu og þetta síðasta hálfa hörmungarár margoft krafist tafarlauss vopnahlés og óhindraðs flutnings hjálpargagna til stríðshrjáðra og innilokaðra íbúa á Gaza. Hún hefur opinberlega sem forsætisráðherra Íslands fordæmt harðlega árásir Ísraelshers á saklausa íbúa Gaza og krafist þess að alþjóðalög verði virt. Og ef menn rengja þetta þá er einfalt að fletta upp á netinu og á Alþingisvefnum sem mun staðfesta þetta allt og meira til: Staðreyndirnar í málinu 1. Katrín Jakobsdóttir beitti sér sem ráðherra menntamála og varaformaður annars tveggja stjórnarflokka þegar Ísland, fyrst ríkja Vestur-Evrópu, viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki 2011. 2. Katrín var forsætisráðherra þegar framlag Íslands til Palestínsku flóttamannahjálparinnar UNRWA, var tvöfaldað á síðasta ári, framlag sem síðan var greitt í apríl sl eins og alltaf stóð til. Það er óskiljanlegt að gagnrýnendur minnist aldrei á þetta. 3. Katrín var forsætisráðherra þegar Ísland um miðjan október sl, eitt Norðurlandanna, setti í forgang víðtæka fjölskyldusameiningu Palestínumanna sem búsettir eru hér á landi sem leiddi til þess að 160 slík leyfi voru veitt. 4. Katrín var forsætisráðherra þegar Alþingi gekk í byrjun nóvember sl einróma þvert gegn umdeildri hjásetu Íslands á þingi SÞ og krafðist vopnahlés á Gaza. En eins og fram hefur komið var hjásetan án samráðs eða vitneskju Katrínar. Af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað ræða síðari atkvæðagreiðslur þar sem Ísland hefur verið í hópi þeirra sem lengst hafa gengið og reynt að ná samstöðu með Norðurlöndum þar um. Hafa skal það... Embætti forseta snýst sannarlega um svo margt annað en utanríkispólitík og þar er einnig af nógu að taka þegar mannkostir og reynsla Katrínar Jakobsdóttur er vegin og metin. Hins vegar tel ég ástæðu til að draga hér fram nokkrar staðreyndir þessa mikilvæga máls, vegna þess að rangfærslurnar eru svo margar og margítrekaðar að þær þarfnast einfaldlega leiðréttingar. Göngum svo glöð til kosninga á morgun og veljum okkur góðan forseta. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna. Flest er aðeins til þess fallið að hella úr eyrunum og er alls ekki svara vert. Þó er ástæða til að rifja upp nokkrar staðreyndir vegna áróðursins um Palestínu og Gaza. Ein ástæða þess að ég treysti Katrínu best fyrir embætti forseta Íslands er nefnilega að hún hefur sem almennur borgari, formaður VG, þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra ávallt talað fyrir friði, beitt sér af alefli fyrir málstað Palestínumanna, haldið fram tveggja ríkja lausn sem leið til friðar, fundað með ráðamönnum Palestínu og þetta síðasta hálfa hörmungarár margoft krafist tafarlauss vopnahlés og óhindraðs flutnings hjálpargagna til stríðshrjáðra og innilokaðra íbúa á Gaza. Hún hefur opinberlega sem forsætisráðherra Íslands fordæmt harðlega árásir Ísraelshers á saklausa íbúa Gaza og krafist þess að alþjóðalög verði virt. Og ef menn rengja þetta þá er einfalt að fletta upp á netinu og á Alþingisvefnum sem mun staðfesta þetta allt og meira til: Staðreyndirnar í málinu 1. Katrín Jakobsdóttir beitti sér sem ráðherra menntamála og varaformaður annars tveggja stjórnarflokka þegar Ísland, fyrst ríkja Vestur-Evrópu, viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki 2011. 2. Katrín var forsætisráðherra þegar framlag Íslands til Palestínsku flóttamannahjálparinnar UNRWA, var tvöfaldað á síðasta ári, framlag sem síðan var greitt í apríl sl eins og alltaf stóð til. Það er óskiljanlegt að gagnrýnendur minnist aldrei á þetta. 3. Katrín var forsætisráðherra þegar Ísland um miðjan október sl, eitt Norðurlandanna, setti í forgang víðtæka fjölskyldusameiningu Palestínumanna sem búsettir eru hér á landi sem leiddi til þess að 160 slík leyfi voru veitt. 4. Katrín var forsætisráðherra þegar Alþingi gekk í byrjun nóvember sl einróma þvert gegn umdeildri hjásetu Íslands á þingi SÞ og krafðist vopnahlés á Gaza. En eins og fram hefur komið var hjásetan án samráðs eða vitneskju Katrínar. Af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað ræða síðari atkvæðagreiðslur þar sem Ísland hefur verið í hópi þeirra sem lengst hafa gengið og reynt að ná samstöðu með Norðurlöndum þar um. Hafa skal það... Embætti forseta snýst sannarlega um svo margt annað en utanríkispólitík og þar er einnig af nógu að taka þegar mannkostir og reynsla Katrínar Jakobsdóttur er vegin og metin. Hins vegar tel ég ástæðu til að draga hér fram nokkrar staðreyndir þessa mikilvæga máls, vegna þess að rangfærslurnar eru svo margar og margítrekaðar að þær þarfnast einfaldlega leiðréttingar. Göngum svo glöð til kosninga á morgun og veljum okkur góðan forseta. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og ráðherra.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar