Hrokafull afstaða utanríkisráðherra Björn B Björnsson skrifar 7. júní 2024 09:30 Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa.Um þessa stefnu hefur ríkt þverpólitísk sátt á Íslandi alla tíð og bandalagsþjóðir okkar hafa sýnt þessari stefnu okkar fullan skilning. Til þessa dags hafa allir utanríkisráðherrar okkar talað fyrir þessari stefnu Íslands á vettvangi bandalagsins og gert það vel og vandræðalaust. Þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson (eldri), Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Já og ekki má gleyma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem gengdi embættinu frá 2021 til 2023 - og fylgdi þesssari stefnu. En eftir að Bjarni Benediktsson hraktist úr stóli fjármálaráðherra vegna spillingarmála og tók við embætti utanríkisráðherra breytti hann þessari stefnu - án nokkurrar umræðu eða kynningar á að þetta stæði til. Bjarni ákvað einfaldlega upp á sitt eindæmi að breyta 75 ára gamalli stefnu Íslands án nokkurs samráðs eða samtals við þjóðina. Við Íslendingar fréttum eftir á að við værum búin að að kaupa vopn til að drepa rússnesk ungmenni sem eru skikkuð á vígvöllinn í Úkraínu. Ekki vörur til að hlúa að og lækna Úkraínumenn - sem mikil þörf er á - nei vopn til manndrápa. Þórdís sem er aftur sest í stól utanríkisráðherra tekur til varna fyrir þessa stefnubreytingu í blaðagrein og gerir það með þeim orðum að sú óumdeilda afstaða sem Ísland hefur fylgt í 75 ár sé hrokafull. Afstaða allra Alþingismanna og ráðherra Íslands undanfarna áratugi er að hennar sögn byggð á hroka gagnvart bandalagsþjóðum okkar! Eigum við að hlæja eða gráta? Hroki er samkvæmt orðabókinni sú afstaða að þykjast vera yfir aðra hafinn. Ekki verður betur séð en að með orðum sínum tali Þórdís niður þá stefnu sem allir utanríkisráðherrar Íslands hafa fylgt frá árinu 1949 - þar á meðal hún sjálf - og telji sig nú yfir hana hafin. Rök Þórdísar fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að Ísland þurfi að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar að við séum verðugir bandamenn þeirra og að við eigum ekki reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum bandalagsins. Það er afar sérstakt svo ekki sé meira sagt að utanríkisráðherra Íslands skuli gefa stefnu okkar til 75 ára þá einkunn að með henni höfum við verið að reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum NATO. Bandalagsþjóðir okkar sperra örugglega eyrun við að heyra þessi orð. Enginn, hvorki innan lands né utan, hefur nokkru sinni efast um að Ísland sé verðugur aðili að NATO. Við höfum verið virkir meðlimir bandalagsins frá fyrsta degi, hýst ratsjár- og herstöðvar víða um land og hér væri ennþá Bandarískur her ef þörf væri talin á. Við höfum uppfyllt allar þær kröfur sem til okkar hafa verið gerðar og bandalagsþjóðir okkar hafa alla tíð virt sérstöðu Íslands sem vopnlausrar þjóðar sem ekki vill kaupa vopn. Nú hefur þessari stefnu Íslands verið hent í ruslið, án nokkurs samráðs, með þeim orðum að hún hafi byggst á hroka! Þurfa ekki sumir að fara að komast í gott frí svo við getum farið að taka til? Höfundur er áhugamaður um tiltekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa.Um þessa stefnu hefur ríkt þverpólitísk sátt á Íslandi alla tíð og bandalagsþjóðir okkar hafa sýnt þessari stefnu okkar fullan skilning. Til þessa dags hafa allir utanríkisráðherrar okkar talað fyrir þessari stefnu Íslands á vettvangi bandalagsins og gert það vel og vandræðalaust. Þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson (eldri), Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Já og ekki má gleyma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem gengdi embættinu frá 2021 til 2023 - og fylgdi þesssari stefnu. En eftir að Bjarni Benediktsson hraktist úr stóli fjármálaráðherra vegna spillingarmála og tók við embætti utanríkisráðherra breytti hann þessari stefnu - án nokkurrar umræðu eða kynningar á að þetta stæði til. Bjarni ákvað einfaldlega upp á sitt eindæmi að breyta 75 ára gamalli stefnu Íslands án nokkurs samráðs eða samtals við þjóðina. Við Íslendingar fréttum eftir á að við værum búin að að kaupa vopn til að drepa rússnesk ungmenni sem eru skikkuð á vígvöllinn í Úkraínu. Ekki vörur til að hlúa að og lækna Úkraínumenn - sem mikil þörf er á - nei vopn til manndrápa. Þórdís sem er aftur sest í stól utanríkisráðherra tekur til varna fyrir þessa stefnubreytingu í blaðagrein og gerir það með þeim orðum að sú óumdeilda afstaða sem Ísland hefur fylgt í 75 ár sé hrokafull. Afstaða allra Alþingismanna og ráðherra Íslands undanfarna áratugi er að hennar sögn byggð á hroka gagnvart bandalagsþjóðum okkar! Eigum við að hlæja eða gráta? Hroki er samkvæmt orðabókinni sú afstaða að þykjast vera yfir aðra hafinn. Ekki verður betur séð en að með orðum sínum tali Þórdís niður þá stefnu sem allir utanríkisráðherrar Íslands hafa fylgt frá árinu 1949 - þar á meðal hún sjálf - og telji sig nú yfir hana hafin. Rök Þórdísar fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að Ísland þurfi að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar að við séum verðugir bandamenn þeirra og að við eigum ekki reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum bandalagsins. Það er afar sérstakt svo ekki sé meira sagt að utanríkisráðherra Íslands skuli gefa stefnu okkar til 75 ára þá einkunn að með henni höfum við verið að reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum NATO. Bandalagsþjóðir okkar sperra örugglega eyrun við að heyra þessi orð. Enginn, hvorki innan lands né utan, hefur nokkru sinni efast um að Ísland sé verðugur aðili að NATO. Við höfum verið virkir meðlimir bandalagsins frá fyrsta degi, hýst ratsjár- og herstöðvar víða um land og hér væri ennþá Bandarískur her ef þörf væri talin á. Við höfum uppfyllt allar þær kröfur sem til okkar hafa verið gerðar og bandalagsþjóðir okkar hafa alla tíð virt sérstöðu Íslands sem vopnlausrar þjóðar sem ekki vill kaupa vopn. Nú hefur þessari stefnu Íslands verið hent í ruslið, án nokkurs samráðs, með þeim orðum að hún hafi byggst á hroka! Þurfa ekki sumir að fara að komast í gott frí svo við getum farið að taka til? Höfundur er áhugamaður um tiltekt.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar