Stórnotendur eru kjölfestan í íslenska raforkukerfinu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 4. júlí 2024 17:31 Ein af þremur megin stoðum í tekjuöflun Íslands er álframleiðsla. Hinar tvær eru fiskveiðar og ferðamennska. Á árinu 2023 skiluðu íslensku álverin þjóðinni umtalsverðum tekjum. Þau vörðu 57,3 milljörðum í kaup á vörum og þjónustu. Þau greiddu 9,4 milljarða í opinber gjöld. Þau greiddu 25,3 milljarða í laun og launatengd gjöld. Um 2000 einstaklingar vinna hjá álverunum á Íslandi, ýmist sem launþegar eða verktakar. Þetta eru tölur sem skipta íslenskt hagkerfi verulegu máli. En stærsti hluti rekstrar íslensku álveranna fer til kaupa á raforku. Áætlað keyptu álverin raforku af íslenskum orkuframleiðendum fyrir 68,3 milljarða á síðasta ári. Stærsti söluaðili raforku er Landsvirkjun. Stórnotendur raforku mynda grunninn að íslenska raforkukerfinu og álverin kaupa um ¾ hluta seldrar raforku á Íslandi. Langtímasamningar við stórnotendur hafa gert Íslendingum kleift að byggja upp stórar og hagkvæmar virkjanir sem og öflugt flutningskerfi til að flytja orkuna landshluta á milli. Einmitt þess vegna búa Íslendingar við einstakt orkuöruggi og greiða lágt verð fyrir raforkuna. Ef orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun hefðu ekki þessa traustu kaupendur, gætu þau ekki boðið almenningi þau góðu kjör og afhendingaröryggi sem raunin er í dag. Sveiflur í orkunotkun almennings og fyrirtækja annarra en stórnotenda skapa ákveðna óvissu í viðskiptalíkani orkufyrirtækjanna. Slík óvissa ætti samkvæmt viðskiptalíkani að skila sér í hærra verði til kaupenda. En þá er gott að eiga bakland í álverunum, sem semja til lengri tíma um kaup á miklu magni. Og ef illa árar í orkuframleiðslu eru samningarnir við álverin að hluta til skerðanlegir. Almennir notendur (fyrir utan fiskimjölsbræðslur og fjarvarmaveitur sem eru með varaafl) geta ekki tekið á sig skerðingar líkt og álverin gera. Ef samningar við álverin yrðu endurskoðaðir og sú raforka sem þau kaupa í dag yrði seld annað, myndi það veikja stoðir orkufyrirtækjanna eins og Landsvirkjunar sem yrði að verðleggja orkuna hærra á grundvelli þeirrar óvissu sem felst í almennri eftirspurn eftir raforku og þeirrar óvissu sem á við ef framleiðslugeta orkufyrirtækjanna minnkar. Ef kjölfestunni er rutt í burtu er næsta víst að skútan leggst á hliðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Orkumál Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ein af þremur megin stoðum í tekjuöflun Íslands er álframleiðsla. Hinar tvær eru fiskveiðar og ferðamennska. Á árinu 2023 skiluðu íslensku álverin þjóðinni umtalsverðum tekjum. Þau vörðu 57,3 milljörðum í kaup á vörum og þjónustu. Þau greiddu 9,4 milljarða í opinber gjöld. Þau greiddu 25,3 milljarða í laun og launatengd gjöld. Um 2000 einstaklingar vinna hjá álverunum á Íslandi, ýmist sem launþegar eða verktakar. Þetta eru tölur sem skipta íslenskt hagkerfi verulegu máli. En stærsti hluti rekstrar íslensku álveranna fer til kaupa á raforku. Áætlað keyptu álverin raforku af íslenskum orkuframleiðendum fyrir 68,3 milljarða á síðasta ári. Stærsti söluaðili raforku er Landsvirkjun. Stórnotendur raforku mynda grunninn að íslenska raforkukerfinu og álverin kaupa um ¾ hluta seldrar raforku á Íslandi. Langtímasamningar við stórnotendur hafa gert Íslendingum kleift að byggja upp stórar og hagkvæmar virkjanir sem og öflugt flutningskerfi til að flytja orkuna landshluta á milli. Einmitt þess vegna búa Íslendingar við einstakt orkuöruggi og greiða lágt verð fyrir raforkuna. Ef orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun hefðu ekki þessa traustu kaupendur, gætu þau ekki boðið almenningi þau góðu kjör og afhendingaröryggi sem raunin er í dag. Sveiflur í orkunotkun almennings og fyrirtækja annarra en stórnotenda skapa ákveðna óvissu í viðskiptalíkani orkufyrirtækjanna. Slík óvissa ætti samkvæmt viðskiptalíkani að skila sér í hærra verði til kaupenda. En þá er gott að eiga bakland í álverunum, sem semja til lengri tíma um kaup á miklu magni. Og ef illa árar í orkuframleiðslu eru samningarnir við álverin að hluta til skerðanlegir. Almennir notendur (fyrir utan fiskimjölsbræðslur og fjarvarmaveitur sem eru með varaafl) geta ekki tekið á sig skerðingar líkt og álverin gera. Ef samningar við álverin yrðu endurskoðaðir og sú raforka sem þau kaupa í dag yrði seld annað, myndi það veikja stoðir orkufyrirtækjanna eins og Landsvirkjunar sem yrði að verðleggja orkuna hærra á grundvelli þeirrar óvissu sem felst í almennri eftirspurn eftir raforku og þeirrar óvissu sem á við ef framleiðslugeta orkufyrirtækjanna minnkar. Ef kjölfestunni er rutt í burtu er næsta víst að skútan leggst á hliðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun