Ber endurhæfing ávöxt? Berglind Gunnarsdóttir og skrifa 13. júlí 2024 08:00 Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins. Til endurhæfingar á Reykjalundi koma einstaklingar eftir margs konar veikindi, slys og áföll og þar er veitt sérhæfð endurhæfingarþjónusta óháð búsetu. Þverfagleg þjónusta er veitt gegnum ólík meðferðarteymi. Á Reykjalundi eru átta meðferðarteymi: Efnaskipta-og offituteymi, geðheilsuteymi, gigtarteymi, hjartateymi, lungnateymi, taugateymi og verkjateymi. Auk þessa er starfrækt legudeild, Miðgarður, sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum og tekur m.a. við sjúklingum frá Landspítala með það að sjónarmiði að geta, með öflugri endurhæfingarmeðferð, útskrifað þá heim. Á Reykjalund koma einstaklingar með flókinn og margþættan vanda þar sem stök úrræði í nærsamfélagi duga ekki til. Reykjalundur leggur áherslu á að vernda atvinnutengingu og stuðla að samfélagslegri þátttöku á meðan á endurhæfingu stendur. Sé þess nokkur kostur, er leitast við að hefja inngrip meðan virk atvinnutenging er til staðar eða einstaklingur er virkur í námi. Einnig er áhersla lögð á snemmbæra íhlutun í tilvikum foreldra með forsjá yfir börnum. Markmið endurhæfingarinnar snúa fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði, rjúfa einangrun og auka færni í daglegu lífi. Tölurnar tala sínu máli Nýlega voru tekin saman á Reykjalundi gögn sem beina sjónum að þeim árangri sem þverfagleg endurhæfing skilaði árið 2023. Stuðst var við margs konar mælikvarða, mælingar á andlegum þáttum, svefni og lífsgæðum auk þess sem beinar líkamlegar mælingar eru framkvæmdar við innskrift og útskrift. Hér má sjá örfá dæmi um þann árangur sem skapast þegar þverfaglegri nálgun er beitt. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á þunglyndiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á kvíðakvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á svefnleysiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á gönguprófi á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á sjálfsmati þegar einstaklingar eru beðnir um að meta heilsu sína í dag á kvarða 0-100. Róttæk breyting verður á meðaltölum á öllum teymum Reykjalundar. Matið er hluti af alþjóðlegum lífsgæðakvarða EuroQol EQ-5D-5L sem víða er nýttur í rannsóknum og mati á fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi í heilbrigðisþjónustu. Sláandi er hversu árangur þverfaglegrar endurhæfingar er bersýnilegur, hvert sem litið er. Ef nýskráð lyf á markaði sýndi sama árangur værum við líklega snögg til að kaupa hlutabréf. Endurhæfing er jú fjárfesting, ein sú ábatasamasta sem völ er á. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Þá er einnig gríðarlegur samfélagslegur ávinningur af öllum þeim sem öðlast aukna getu til atvinnuþátttöku, eru betur í stakk búnir að sinna foreldrahlutverki, þurfa í minna mæli að nýta sér heilbrigðisþjónustu eða geta útskrifast heim í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Árangur endurhæfingarmeðferðar skapar einstaklingnum grunn til þess að vinna áfram í átt að sínum markmiðum en framhaldið ræðst af mörgum þáttum. Búast má við bakslögum og betri dögum og ljóst er að margir þurfa áframhaldandi stuðning. Því eru tengsl við nærþjónustu einstaklings mikilvæg til eftirfylgdar. Stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi Við á Reykjalundi njótum þeirra forréttinda að fylgja okkar fólki gegnum tímabil vaxta og uppskeru. Suma daga eru skrefin þung, aðra daga léttari en þegar allt kemur til alls eru það markmið hvers einstaklings sem skipta mestu máli. Hvort sem markmiðin felast í því að geta haldið á börnunum, farið í göngu, sinnt félagsstörfum eða eldað kvöldverð skiptir öllu að við spyrjum út í, berum virðingu fyrir og lyftum því upp sem skiptir einstaklinginn mestu máli hverju sinni. Margir koma til endurhæfingar uppfullir vonleysis en með von að láni frá meðferðaraðilum geta þeir smátt og smátt farið að feta sína braut upp á við. Öll getum við þurft að standa frammi fyrir því að þurfa á endurhæfingarþjónustu að halda eftir áföll, veikindi eða slys. Ávinningur endurhæfingar er augljós hvort sem litið er til einstaklings eða samfélags. Fjárfestum í fólki og stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi. Það margborgar sig. Höfundur er gæðastjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins. Til endurhæfingar á Reykjalundi koma einstaklingar eftir margs konar veikindi, slys og áföll og þar er veitt sérhæfð endurhæfingarþjónusta óháð búsetu. Þverfagleg þjónusta er veitt gegnum ólík meðferðarteymi. Á Reykjalundi eru átta meðferðarteymi: Efnaskipta-og offituteymi, geðheilsuteymi, gigtarteymi, hjartateymi, lungnateymi, taugateymi og verkjateymi. Auk þessa er starfrækt legudeild, Miðgarður, sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum og tekur m.a. við sjúklingum frá Landspítala með það að sjónarmiði að geta, með öflugri endurhæfingarmeðferð, útskrifað þá heim. Á Reykjalund koma einstaklingar með flókinn og margþættan vanda þar sem stök úrræði í nærsamfélagi duga ekki til. Reykjalundur leggur áherslu á að vernda atvinnutengingu og stuðla að samfélagslegri þátttöku á meðan á endurhæfingu stendur. Sé þess nokkur kostur, er leitast við að hefja inngrip meðan virk atvinnutenging er til staðar eða einstaklingur er virkur í námi. Einnig er áhersla lögð á snemmbæra íhlutun í tilvikum foreldra með forsjá yfir börnum. Markmið endurhæfingarinnar snúa fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði, rjúfa einangrun og auka færni í daglegu lífi. Tölurnar tala sínu máli Nýlega voru tekin saman á Reykjalundi gögn sem beina sjónum að þeim árangri sem þverfagleg endurhæfing skilaði árið 2023. Stuðst var við margs konar mælikvarða, mælingar á andlegum þáttum, svefni og lífsgæðum auk þess sem beinar líkamlegar mælingar eru framkvæmdar við innskrift og útskrift. Hér má sjá örfá dæmi um þann árangur sem skapast þegar þverfaglegri nálgun er beitt. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á þunglyndiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á kvíðakvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á svefnleysiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á gönguprófi á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á sjálfsmati þegar einstaklingar eru beðnir um að meta heilsu sína í dag á kvarða 0-100. Róttæk breyting verður á meðaltölum á öllum teymum Reykjalundar. Matið er hluti af alþjóðlegum lífsgæðakvarða EuroQol EQ-5D-5L sem víða er nýttur í rannsóknum og mati á fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi í heilbrigðisþjónustu. Sláandi er hversu árangur þverfaglegrar endurhæfingar er bersýnilegur, hvert sem litið er. Ef nýskráð lyf á markaði sýndi sama árangur værum við líklega snögg til að kaupa hlutabréf. Endurhæfing er jú fjárfesting, ein sú ábatasamasta sem völ er á. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Þá er einnig gríðarlegur samfélagslegur ávinningur af öllum þeim sem öðlast aukna getu til atvinnuþátttöku, eru betur í stakk búnir að sinna foreldrahlutverki, þurfa í minna mæli að nýta sér heilbrigðisþjónustu eða geta útskrifast heim í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Árangur endurhæfingarmeðferðar skapar einstaklingnum grunn til þess að vinna áfram í átt að sínum markmiðum en framhaldið ræðst af mörgum þáttum. Búast má við bakslögum og betri dögum og ljóst er að margir þurfa áframhaldandi stuðning. Því eru tengsl við nærþjónustu einstaklings mikilvæg til eftirfylgdar. Stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi Við á Reykjalundi njótum þeirra forréttinda að fylgja okkar fólki gegnum tímabil vaxta og uppskeru. Suma daga eru skrefin þung, aðra daga léttari en þegar allt kemur til alls eru það markmið hvers einstaklings sem skipta mestu máli. Hvort sem markmiðin felast í því að geta haldið á börnunum, farið í göngu, sinnt félagsstörfum eða eldað kvöldverð skiptir öllu að við spyrjum út í, berum virðingu fyrir og lyftum því upp sem skiptir einstaklinginn mestu máli hverju sinni. Margir koma til endurhæfingar uppfullir vonleysis en með von að láni frá meðferðaraðilum geta þeir smátt og smátt farið að feta sína braut upp á við. Öll getum við þurft að standa frammi fyrir því að þurfa á endurhæfingarþjónustu að halda eftir áföll, veikindi eða slys. Ávinningur endurhæfingar er augljós hvort sem litið er til einstaklings eða samfélags. Fjárfestum í fólki og stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi. Það margborgar sig. Höfundur er gæðastjóri Reykjalundar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun