Mannúð Þorsteinn Siglaugsson skrifar 7. ágúst 2024 12:01 "There is a crack, a crack in everything. That's how the light gets in." Leonard Cohen, Anthem "Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." Matt. 25:40 Fyrir fáeinum dögum réðist Ísraelsher á barnaskóla á Gaza og myrti á á fjórða tug kvenna og barna. Í skólanum höfðu þúsundir komið sér fyrir í von um að halda lífi, enda barnaskólar og spítalar ekki lögmæt skotmörk í stríði. En lögmæti flækist ekki fyrir innrásarliðinu sem ítrekað hefur lýst tiltekin svæði örugg fyrir almenna borgara og svo varpað á þau sprengjum fyrirvaralaust. Tilgangurinn er að vega hermenn andstæðinganna, sem stundum dyljast meðal almennra borgara, og engu skiptir hversu mörgum saklausum lífum er fórnað til þess. Tilgangurinn helgar meðalið og virka innihaldsefnið í því meðali er takmarkalaus heift. En blessunarlega þurfa ekki öll palestínsk börn að lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Fáeinum hefur tekist að komast úr landi, sumum jafnvel alla leið til Íslands. Þar á meðal er Yazan, ellefu ára alvarlega veikur drengur. Hér hefur hann fengið aðhlynningu og þá læknishjálp sem honum er nauðsynleg. Hann er á "öruggu" svæði, í landi þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur og er virtur. Eða hvað? Nei, örugga svæðið er ekki öruggt eftir allt saman. Lögfesting Barnasáttmálans er þýðingarlaus, hún er orðin tóm. Drenginn á að senda úr landi, út í óvissuna, og samkvæmt nýjasta úrskurðinum eru ein helstu rökin gegn því að fylgja þekktu fordæmi í svipuðu máli einmitt þau að óvissa er um afdrif hans - hann á ekki vísan dauðdaga! Að baki liggur svo krafan um að hanga á þeirri heimild sem Dyflinnarreglugerðin veitir til að senda flóttafólk til baka til þess lands sem það ferðaðist í gegnum, sú heimild virðist túlkuð eins vítt og mögulegt er. Þegar horft er á þetta mál heildstætt er bersýnilegt að það snýst um siðferðilegt val, valið milli þess að sýna mannúð eða sýna ekki mannúð. En hvað er mannúð? Mannúð er að staldra við og rétta hungruðum betlara ölmusu - jafnvel þótt hann sé bara einn þúsundanna sem hungrar, að bjarga særðu dýri - vitandi að kvalafullur dauðdagi bíður hundruða annarra særðra dýra, að taka á móti veiku barni - einu af milljónum veikra barna. Mannúð snýst um undantekninguna, hún snýst um einstaklinginn. Mannúð snýst um að hafna þeirri kröfu að kröftunum eigi einungis að verja til að berjast fyrir draumaríkinu, draumaríki öreiganna, þjóðarinnar eða kynþáttarins - hinu fullkomna samfélagi. Mannúðin hafnar þeirri kenningu að fátækir geti sjálfum sér um kennt, að aðstoð við hina þurfandi trufli gangverk markaðarins eða hvetji til óábyrgrar hegðunar. Mannúð snýst líka stundum um að fylgja ekki lögum, að sjá í gegnum fingur sér, að láta sára þörf annarrar manneskju hafa forgang fram yfir blinda reglufestu. Hún snýst um að hafna þeirri hugmynd að undantekningin sé hættuleg. Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja. Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það bíður enginn tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið - andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn. Viljum við það? Eða höfum við hugrekki til að hafna miskunnarleysinu og sýna mannúð? Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
"There is a crack, a crack in everything. That's how the light gets in." Leonard Cohen, Anthem "Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." Matt. 25:40 Fyrir fáeinum dögum réðist Ísraelsher á barnaskóla á Gaza og myrti á á fjórða tug kvenna og barna. Í skólanum höfðu þúsundir komið sér fyrir í von um að halda lífi, enda barnaskólar og spítalar ekki lögmæt skotmörk í stríði. En lögmæti flækist ekki fyrir innrásarliðinu sem ítrekað hefur lýst tiltekin svæði örugg fyrir almenna borgara og svo varpað á þau sprengjum fyrirvaralaust. Tilgangurinn er að vega hermenn andstæðinganna, sem stundum dyljast meðal almennra borgara, og engu skiptir hversu mörgum saklausum lífum er fórnað til þess. Tilgangurinn helgar meðalið og virka innihaldsefnið í því meðali er takmarkalaus heift. En blessunarlega þurfa ekki öll palestínsk börn að lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Fáeinum hefur tekist að komast úr landi, sumum jafnvel alla leið til Íslands. Þar á meðal er Yazan, ellefu ára alvarlega veikur drengur. Hér hefur hann fengið aðhlynningu og þá læknishjálp sem honum er nauðsynleg. Hann er á "öruggu" svæði, í landi þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur og er virtur. Eða hvað? Nei, örugga svæðið er ekki öruggt eftir allt saman. Lögfesting Barnasáttmálans er þýðingarlaus, hún er orðin tóm. Drenginn á að senda úr landi, út í óvissuna, og samkvæmt nýjasta úrskurðinum eru ein helstu rökin gegn því að fylgja þekktu fordæmi í svipuðu máli einmitt þau að óvissa er um afdrif hans - hann á ekki vísan dauðdaga! Að baki liggur svo krafan um að hanga á þeirri heimild sem Dyflinnarreglugerðin veitir til að senda flóttafólk til baka til þess lands sem það ferðaðist í gegnum, sú heimild virðist túlkuð eins vítt og mögulegt er. Þegar horft er á þetta mál heildstætt er bersýnilegt að það snýst um siðferðilegt val, valið milli þess að sýna mannúð eða sýna ekki mannúð. En hvað er mannúð? Mannúð er að staldra við og rétta hungruðum betlara ölmusu - jafnvel þótt hann sé bara einn þúsundanna sem hungrar, að bjarga særðu dýri - vitandi að kvalafullur dauðdagi bíður hundruða annarra særðra dýra, að taka á móti veiku barni - einu af milljónum veikra barna. Mannúð snýst um undantekninguna, hún snýst um einstaklinginn. Mannúð snýst um að hafna þeirri kröfu að kröftunum eigi einungis að verja til að berjast fyrir draumaríkinu, draumaríki öreiganna, þjóðarinnar eða kynþáttarins - hinu fullkomna samfélagi. Mannúðin hafnar þeirri kenningu að fátækir geti sjálfum sér um kennt, að aðstoð við hina þurfandi trufli gangverk markaðarins eða hvetji til óábyrgrar hegðunar. Mannúð snýst líka stundum um að fylgja ekki lögum, að sjá í gegnum fingur sér, að láta sára þörf annarrar manneskju hafa forgang fram yfir blinda reglufestu. Hún snýst um að hafna þeirri hugmynd að undantekningin sé hættuleg. Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja. Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það bíður enginn tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið - andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn. Viljum við það? Eða höfum við hugrekki til að hafna miskunnarleysinu og sýna mannúð? Höfundur er ráðgjafi.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun