Erum við að gleyma okkur? Yousef Ingi Tamimi skrifar 8. ágúst 2024 10:30 En það er auðvelt að sofna á verðinum þegar ástandið er langvarandi. Ísrael hefur beitt gegndarlausum árásum geg Palestínu í 10 mánuði, árásir sem virðast engan endi ætla að taka. Þrátt fyrir þessar stöðugu og daglegu árásir, þá er staðreyndin sú að vestræni heimurinn, þar með talið Ísland, er að gleyma sér. Við viljum halda í okkar daglega, einfalda og þægilega líf og ekki horfa upp á þær hörmulegu aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. Við sem höfum verið framarlega í baráttunni höfum tekið eftir fækkun á mótmælum, minnkandi áhuga landsmanna, en einnig hvernig fréttamiðlar hafa dregið úr umfjöllun af svæðinu. Þegar litið er yfir fjölda frétta frá Palestínu síðan í október þá hafa þær farið fækkandi. Yfirleitt fækkar fréttum þar sem ekkert fréttnæmt á sér stað á svæðinu en aðrar ástæður liggja á bak við fækkun frétta frá Gaza. Í fyrsta lagi hafa Ísraelsmenn drepið yfir 113 fréttamenn á svæðinu sem hefðu getað veitt okkur innsýn í árásirnar frá fyrstu hendi. Í öðru lagi hefur Ísrael bannað fjölmiðlum aðgang að svæðinu nema í einstaka tilfellum, og þá á ferð með ísraelskum hermönnum undir mikilli ritskoðun. Í þriðja lagi hafa fjölmiðlar misst áhugann á málefninu. Í skjóli skertrar fjölmiðlaumfjöllunar og þar af leiðandi skerðingar fjórða valdsins, hefur Ísrael haldið áfram árásum sínum á Palestínu í skjóli fjölmiðlamyrkurs. Það veldur því að Ísrael getur haldið áfram að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, drepið börn og fullorðna, og eyðilagt innviði án þess að það sé skrásett eða að hægt sé að draga gerendur til ábyrgðar. Ísrael líður nefnilega best í myrkrinu, enda hefur Ísrael staðið í stórræðum við að drepa blaðamenn. Ísrael hefur að jafnaði drepið um 1 blaðamann á ári undanfarin ár, þar til nú síðustu 10 mánuði þegar Ísrael hefur drepið að minnsta kosti 113 fréttamenn. Það er augljóst að þeirra markmið eru skýr. Palestína á ekki að vera til. Ísrael hefur einbeitt sér að uppbyggingu landránsbyggða í Palestínu án neinna afleiðinga frá vestrænum ríkjum, og með því stolið landi af Palestínu. Ísrael hefur samþykkt lög sem neita tilvist Palestínu og Ísrael stundar nú virkar þjóðernishreinsanir á Gaza. Ísrael hefur engan áhuga á friði við Palestínu – Ísrael vill reyna að endurheimta gamlan draum um Stór-Ísrael; Palestínu og sögulega Palestínu (núverandi Ísrael) án Palestínufólksins. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í að upplýsa almenning og því er mikilvægt að gleyma ekki að fjalla um ástandið í Palestínu. Ef umfjöllun dregst saman, getur það leitt til minnkandi meðvitundar og skorts á aðgerðum frá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þetta skapar hættu á að glæpir séu ekki rannsakaðir og afbrotamenn verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Regluleg umfjöllun er einnig nauðsynleg til að vinna gegn rangfærslum og falsfréttum sem geta auðveldlega breiðst út í skorti á nákvæmri og áreiðanlegri umfjöllun. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram fréttaflutningi og rannsóknarblaðamennsku á svæðinu og reyni að fylla upp í það fréttagap sem myndast hefur vegna útrýmingu Ísraels á fréttafólki. Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverk við að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og stuðningi við friðarviðræður, auk þess að varðveita sögulegt samhengi og minnast fórnarlamba. Þegar fjölmiðlar viðhalda umfjöllun sinni, aukast líkurnar á að pólitískir leiðtogar bregðist við og leiti lausna. Með því að halda áfram að fjalla um og veita innsýn í ástandið, stuðla fjölmiðlar að meiri menningarlegum og félagslegum skilningi, sem er grundvöllur fyrir aukna samkennd og mannúðarstefnu í alþjóðasamskiptum. Við verðum að sameinast um að halda áfram að birta sögur og sannleikann frá Palestínu. Þetta er ekki aðeins spurning um að upplýsa heldur einnig að tryggja að mannréttindi séu virt og að réttlæti verði sótt fyrir þá sem hafa þjáðst vegna átaka. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og við verðum að hvetja þá til að halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Aðeins með áframhaldandi umfjöllun getum við sett þrýsting á ríkisstjórnir til að taka ábyrgð og tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
En það er auðvelt að sofna á verðinum þegar ástandið er langvarandi. Ísrael hefur beitt gegndarlausum árásum geg Palestínu í 10 mánuði, árásir sem virðast engan endi ætla að taka. Þrátt fyrir þessar stöðugu og daglegu árásir, þá er staðreyndin sú að vestræni heimurinn, þar með talið Ísland, er að gleyma sér. Við viljum halda í okkar daglega, einfalda og þægilega líf og ekki horfa upp á þær hörmulegu aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. Við sem höfum verið framarlega í baráttunni höfum tekið eftir fækkun á mótmælum, minnkandi áhuga landsmanna, en einnig hvernig fréttamiðlar hafa dregið úr umfjöllun af svæðinu. Þegar litið er yfir fjölda frétta frá Palestínu síðan í október þá hafa þær farið fækkandi. Yfirleitt fækkar fréttum þar sem ekkert fréttnæmt á sér stað á svæðinu en aðrar ástæður liggja á bak við fækkun frétta frá Gaza. Í fyrsta lagi hafa Ísraelsmenn drepið yfir 113 fréttamenn á svæðinu sem hefðu getað veitt okkur innsýn í árásirnar frá fyrstu hendi. Í öðru lagi hefur Ísrael bannað fjölmiðlum aðgang að svæðinu nema í einstaka tilfellum, og þá á ferð með ísraelskum hermönnum undir mikilli ritskoðun. Í þriðja lagi hafa fjölmiðlar misst áhugann á málefninu. Í skjóli skertrar fjölmiðlaumfjöllunar og þar af leiðandi skerðingar fjórða valdsins, hefur Ísrael haldið áfram árásum sínum á Palestínu í skjóli fjölmiðlamyrkurs. Það veldur því að Ísrael getur haldið áfram að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, drepið börn og fullorðna, og eyðilagt innviði án þess að það sé skrásett eða að hægt sé að draga gerendur til ábyrgðar. Ísrael líður nefnilega best í myrkrinu, enda hefur Ísrael staðið í stórræðum við að drepa blaðamenn. Ísrael hefur að jafnaði drepið um 1 blaðamann á ári undanfarin ár, þar til nú síðustu 10 mánuði þegar Ísrael hefur drepið að minnsta kosti 113 fréttamenn. Það er augljóst að þeirra markmið eru skýr. Palestína á ekki að vera til. Ísrael hefur einbeitt sér að uppbyggingu landránsbyggða í Palestínu án neinna afleiðinga frá vestrænum ríkjum, og með því stolið landi af Palestínu. Ísrael hefur samþykkt lög sem neita tilvist Palestínu og Ísrael stundar nú virkar þjóðernishreinsanir á Gaza. Ísrael hefur engan áhuga á friði við Palestínu – Ísrael vill reyna að endurheimta gamlan draum um Stór-Ísrael; Palestínu og sögulega Palestínu (núverandi Ísrael) án Palestínufólksins. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í að upplýsa almenning og því er mikilvægt að gleyma ekki að fjalla um ástandið í Palestínu. Ef umfjöllun dregst saman, getur það leitt til minnkandi meðvitundar og skorts á aðgerðum frá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þetta skapar hættu á að glæpir séu ekki rannsakaðir og afbrotamenn verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Regluleg umfjöllun er einnig nauðsynleg til að vinna gegn rangfærslum og falsfréttum sem geta auðveldlega breiðst út í skorti á nákvæmri og áreiðanlegri umfjöllun. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram fréttaflutningi og rannsóknarblaðamennsku á svæðinu og reyni að fylla upp í það fréttagap sem myndast hefur vegna útrýmingu Ísraels á fréttafólki. Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverk við að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og stuðningi við friðarviðræður, auk þess að varðveita sögulegt samhengi og minnast fórnarlamba. Þegar fjölmiðlar viðhalda umfjöllun sinni, aukast líkurnar á að pólitískir leiðtogar bregðist við og leiti lausna. Með því að halda áfram að fjalla um og veita innsýn í ástandið, stuðla fjölmiðlar að meiri menningarlegum og félagslegum skilningi, sem er grundvöllur fyrir aukna samkennd og mannúðarstefnu í alþjóðasamskiptum. Við verðum að sameinast um að halda áfram að birta sögur og sannleikann frá Palestínu. Þetta er ekki aðeins spurning um að upplýsa heldur einnig að tryggja að mannréttindi séu virt og að réttlæti verði sótt fyrir þá sem hafa þjáðst vegna átaka. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og við verðum að hvetja þá til að halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Aðeins með áframhaldandi umfjöllun getum við sett þrýsting á ríkisstjórnir til að taka ábyrgð og tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun