Miðaldra á hjúkrunarheimili! Jóhanna Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 12:01 Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru. Á hjúkrunarheimilum, þar sem fólk stoppar að meðaltali í tvö ár og mikil endurnýjun er á heimilisfólki, finnst mér ólíkegt að góðar félagslegar sé aðstæður fyrir þá sem eru yngri en 67 ára. Hvernig virkar þetta umhverfi fyrir einstaklinga sem þurfa að dvelja langtímum saman á hjúkrunarheimilum, t.d. einhvern sem er 52 ára og sér fram á 15 ár þar til hann nær réttu aldursskilyrði hjúkrunarheimilisins? Er verið að tryggja að þessir einstaklingar geti sótt sér þær félagslegar aðstæður, t.d. fá þeir þá ferðaþjónustu sem þeir þurfa til að nálgast félagslegar aðstæður sem eru æskilegar fyrir þennan aldur? Er þeim tryggt að þeir geti sótt atvinnuúrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp, eins og t.d. atvinna með stuðningi eða hæfingarstöðvar sem þeir geta sótt sér þjónustu hjá? Mig grunar að þarna rekist á alls konar kerfi sem tala ekki saman og vísa á hvort annað, á meðan þessi einstaklingur fær að dúsa inni og fær aðeins grunnþjónustu, hjúkrunarþjónustu, á meðan félagslega þættinum er ekki sinnt eins og um einstakling undir 67 ára væri að ræða. Einstaklingur sem er 51 árs gamall á sennilega lítið sameiginlegt með einstaklingi sem er 94 ára, áhugamál og aldursmunur spila þar inn í. Þessir einstaklingar eru í enn meiri hættu á að einangrast, þeir eru líklegri til að sækja ekki í félagskap með öðrum heimilismönnum, og eru líklegri til að sækja ekki í þá afþreyingu sem er í boði fyrir aldraða inni á hjúkrunarheimilum, og enda á að einangra sig enn frekar og halda sig frekar til í einkaherbergjum og eiga minni samskipti en ella. Ég veit þó að starfsfólk reynir sitt allra besta í þessum aðstæðum. En hvað veldur því að kerfin tala ekki saman? Af hverju eru fá hjúkrunarheimili ætluð þessum aldurshópi? Þörfin er klárlega fyrir hendi. Af hverju fellur þessi hópur undir lög um aldraða og fær þjónustu ætlaða öldruðum? Af hverju fellur þessi hópur ekki undir lög um fatlaða? Réttur fatlaðs fólks er að lifa sjálfstæðu lífi og hafa fulla stjórn á sínu lífi, þar með talið eigin ákvörðunarrétt, búseturétt og samfélagsþátttöku. Réttur fatlaðra ætti að vera sá sami og allra annarra til að lifa eðlilegu lífi. Markmið laga um aldraða er að þeir eigi kost á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda miðað við ástand hins aldraða. Samkvæmt lögum telst aldraður vera sá sem hefur náð 67 ára aldri. Breyting var þó gerð á þessum lögum 2018 sem heimilar dvöl yngri en 67 ára á hjúkrunarrými, háð því skilyrði að mat liggi fyrir um þörf þeirra fyrir slíka dvöl. Þetta eru þær spurningar sem brenna á mér núna. Hvert á ég að beina þeim veit ég ekki alveg. Ég veit líka að ég er ekki að fara að breyta heiminum, en ég get spurt: Hvað get ég gert? Hvað getur þú gert? Vinaverkefni Rauða krossins miðast við að styrkja og efla félagslega þátttöku og vinna út frá þörfum notenda hverju sinni. Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Þannig getum við sem sjálfboðaliðar veitt félagsskap hjá einstaklingum undir 67 ára í búsetu fyrir aldraða. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vantar þig félagsskap? Veistu um einhvern sem vantar félagsskap? Viltu veita félagsskap? Hægt er að sækja um að taka þátt í félagsverkefninu okkar á heimasíðunni okkar www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri vinaverkefna Rauða krossins í Árnessýslu og er heimsóknavinur einstaklings sem er 52 ára og þar af leiðandi yngri en 67 ára í þjónustuúrræði fyrir aldraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru. Á hjúkrunarheimilum, þar sem fólk stoppar að meðaltali í tvö ár og mikil endurnýjun er á heimilisfólki, finnst mér ólíkegt að góðar félagslegar sé aðstæður fyrir þá sem eru yngri en 67 ára. Hvernig virkar þetta umhverfi fyrir einstaklinga sem þurfa að dvelja langtímum saman á hjúkrunarheimilum, t.d. einhvern sem er 52 ára og sér fram á 15 ár þar til hann nær réttu aldursskilyrði hjúkrunarheimilisins? Er verið að tryggja að þessir einstaklingar geti sótt sér þær félagslegar aðstæður, t.d. fá þeir þá ferðaþjónustu sem þeir þurfa til að nálgast félagslegar aðstæður sem eru æskilegar fyrir þennan aldur? Er þeim tryggt að þeir geti sótt atvinnuúrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp, eins og t.d. atvinna með stuðningi eða hæfingarstöðvar sem þeir geta sótt sér þjónustu hjá? Mig grunar að þarna rekist á alls konar kerfi sem tala ekki saman og vísa á hvort annað, á meðan þessi einstaklingur fær að dúsa inni og fær aðeins grunnþjónustu, hjúkrunarþjónustu, á meðan félagslega þættinum er ekki sinnt eins og um einstakling undir 67 ára væri að ræða. Einstaklingur sem er 51 árs gamall á sennilega lítið sameiginlegt með einstaklingi sem er 94 ára, áhugamál og aldursmunur spila þar inn í. Þessir einstaklingar eru í enn meiri hættu á að einangrast, þeir eru líklegri til að sækja ekki í félagskap með öðrum heimilismönnum, og eru líklegri til að sækja ekki í þá afþreyingu sem er í boði fyrir aldraða inni á hjúkrunarheimilum, og enda á að einangra sig enn frekar og halda sig frekar til í einkaherbergjum og eiga minni samskipti en ella. Ég veit þó að starfsfólk reynir sitt allra besta í þessum aðstæðum. En hvað veldur því að kerfin tala ekki saman? Af hverju eru fá hjúkrunarheimili ætluð þessum aldurshópi? Þörfin er klárlega fyrir hendi. Af hverju fellur þessi hópur undir lög um aldraða og fær þjónustu ætlaða öldruðum? Af hverju fellur þessi hópur ekki undir lög um fatlaða? Réttur fatlaðs fólks er að lifa sjálfstæðu lífi og hafa fulla stjórn á sínu lífi, þar með talið eigin ákvörðunarrétt, búseturétt og samfélagsþátttöku. Réttur fatlaðra ætti að vera sá sami og allra annarra til að lifa eðlilegu lífi. Markmið laga um aldraða er að þeir eigi kost á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda miðað við ástand hins aldraða. Samkvæmt lögum telst aldraður vera sá sem hefur náð 67 ára aldri. Breyting var þó gerð á þessum lögum 2018 sem heimilar dvöl yngri en 67 ára á hjúkrunarrými, háð því skilyrði að mat liggi fyrir um þörf þeirra fyrir slíka dvöl. Þetta eru þær spurningar sem brenna á mér núna. Hvert á ég að beina þeim veit ég ekki alveg. Ég veit líka að ég er ekki að fara að breyta heiminum, en ég get spurt: Hvað get ég gert? Hvað getur þú gert? Vinaverkefni Rauða krossins miðast við að styrkja og efla félagslega þátttöku og vinna út frá þörfum notenda hverju sinni. Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Þannig getum við sem sjálfboðaliðar veitt félagsskap hjá einstaklingum undir 67 ára í búsetu fyrir aldraða. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vantar þig félagsskap? Veistu um einhvern sem vantar félagsskap? Viltu veita félagsskap? Hægt er að sækja um að taka þátt í félagsverkefninu okkar á heimasíðunni okkar www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri vinaverkefna Rauða krossins í Árnessýslu og er heimsóknavinur einstaklings sem er 52 ára og þar af leiðandi yngri en 67 ára í þjónustuúrræði fyrir aldraða.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun