Í skólabyrjun Dagbjört Harðardóttir og Sigurjón Már Fox skrifa 19. ágúst 2024 10:01 Nú þegar skólabyrjun nálgast er í ýmsu að snúast bæði hjá börnum og fullorðnum. Oft á tíðum er skólabyrjun tími mikilla breytinga hjá börnum og allskyns tilfinningar sem geta fylgt því. Sum eru spennt yfir því að byrja í skólanum og hitta skólafélaga og kennara. Sum alls ekkert spennt og eru kvíðin fyrir skólabyrjun. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og höfum við öll mismunandi þarfir, þrár og langanir. Börn eru sterk á mismunandi sviðum og eru með mismunandi bakgrunn og áhugasvið. Hlutverk foreldra og starfsfólks skóla í lífi barna er því flókið og margþætt. Þegar huga á að farsæld barna er mikilvægt að öll þau sem koma að lífi barnanna standi saman og vinni að sömu markmiðunum. Það þurfa öll að róa í sömu átt. Lykilatriði er að leggja sig fram við að kynnast og vera tilbúin að vinna náið saman til þess að stuðla að því að börnunum líði sem best. Mikilvægt er að í skólanum geti öll börn tekið þátt og upplifað sig sem mikilvægan part af skólanum og bekknum. Þetta er stór partur af því að bæta námsumhverfið og stuðla að því að öll börn nái að auka hæfni sína og ná að vinna að sínum markmiðum. Starfsfólk skóla, foreldrar og börn skapa sína eigin skólamenningu. Án okkar er skóli ekkert annað en bygging,en með okkur er þessi bygging svo miklu meira. Við þurfum því að standa saman og byggja upp skólasamfélag þar sem öll eiga kost á því að finna og eltast við það sem gerir þau hamingjusöm. Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægt í þessu ferli. Rannsóknir sýna að uppbyggilegsamskipti foreldra hafa jákvæð áhrif á skólastarf.Samstarf milli heimilis og skóla hefur ýmsan ávinning. Til dæmis betri líðan barnanna í skólanum, áhugi þeirra á náminu eykst sem skilar sér í bættum námsárangri. Sjálfstraust eykst og almennt verður viðhorf barnanna til skólans jákvæðara.Við hjá Heimili og Skóla, landsamtökum foreldra hvetjum alla foreldra til þess að staldra við og íhuga hvernig skilaboð er verið að senda til barnsins, hvert er viðhorfið gagnvart skólanum og skoða hvort jafnvel sé hægt að gera betur? Eins og sagt hefur verið í áranna rás, þá þarf þorp til þess að ala upp barn. Öll þau sem koma að degi barnsins þurfa að taka höndum saman og ganga í takt til þess að barnið upplifi sem mest öryggi og gleði. Höfundar eru sérfræðingar hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar skólabyrjun nálgast er í ýmsu að snúast bæði hjá börnum og fullorðnum. Oft á tíðum er skólabyrjun tími mikilla breytinga hjá börnum og allskyns tilfinningar sem geta fylgt því. Sum eru spennt yfir því að byrja í skólanum og hitta skólafélaga og kennara. Sum alls ekkert spennt og eru kvíðin fyrir skólabyrjun. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og höfum við öll mismunandi þarfir, þrár og langanir. Börn eru sterk á mismunandi sviðum og eru með mismunandi bakgrunn og áhugasvið. Hlutverk foreldra og starfsfólks skóla í lífi barna er því flókið og margþætt. Þegar huga á að farsæld barna er mikilvægt að öll þau sem koma að lífi barnanna standi saman og vinni að sömu markmiðunum. Það þurfa öll að róa í sömu átt. Lykilatriði er að leggja sig fram við að kynnast og vera tilbúin að vinna náið saman til þess að stuðla að því að börnunum líði sem best. Mikilvægt er að í skólanum geti öll börn tekið þátt og upplifað sig sem mikilvægan part af skólanum og bekknum. Þetta er stór partur af því að bæta námsumhverfið og stuðla að því að öll börn nái að auka hæfni sína og ná að vinna að sínum markmiðum. Starfsfólk skóla, foreldrar og börn skapa sína eigin skólamenningu. Án okkar er skóli ekkert annað en bygging,en með okkur er þessi bygging svo miklu meira. Við þurfum því að standa saman og byggja upp skólasamfélag þar sem öll eiga kost á því að finna og eltast við það sem gerir þau hamingjusöm. Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægt í þessu ferli. Rannsóknir sýna að uppbyggilegsamskipti foreldra hafa jákvæð áhrif á skólastarf.Samstarf milli heimilis og skóla hefur ýmsan ávinning. Til dæmis betri líðan barnanna í skólanum, áhugi þeirra á náminu eykst sem skilar sér í bættum námsárangri. Sjálfstraust eykst og almennt verður viðhorf barnanna til skólans jákvæðara.Við hjá Heimili og Skóla, landsamtökum foreldra hvetjum alla foreldra til þess að staldra við og íhuga hvernig skilaboð er verið að senda til barnsins, hvert er viðhorfið gagnvart skólanum og skoða hvort jafnvel sé hægt að gera betur? Eins og sagt hefur verið í áranna rás, þá þarf þorp til þess að ala upp barn. Öll þau sem koma að degi barnsins þurfa að taka höndum saman og ganga í takt til þess að barnið upplifi sem mest öryggi og gleði. Höfundar eru sérfræðingar hjá Heimili og skóla.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar