VG er týnd Kjartan Valgarðsson skrifar 28. ágúst 2024 11:00 Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá viðurkenningu frá formanni flokksins um að flokkinn hafi borið af leið. VG liðar hafa hingað til ekki viljað viðurkenna að neitt hafi verið gagrýnisvert við samstarfið við frjálshyggjuna, þrátt fyrir mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum. Orð Drífu Snædal, á leíðinni út um dyrnar, hafa orðið að áhrínisorðum, spádómi sem rættist. En það er ekki aðalatriðið. Ég staldra við tvennt í orðum formannsins: „róttækni“ og „rætur“. Guðmundur Ingi telur, skv. viðtölum við hann í fjölmiðlum, að róttækni flokksins felist í feminisma, umhverfisstefnu, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu jafnrétti. Það er venja að skilgreina VG sem flokk sem er róttækari en t.d. Samfylkingin. En er það svo? Verða flokkar og forystufólk ekki meir dæmd af verkum en orðum? Hvar er róttæknin í þeim leiðangri sem VG hefur verið í með frjálshyggjunni á Íslandi undanfarin 7 ár? Róttæknin verður hvorki skoðuð né skilgreind án samhengis við „ræturnar.“ Guðmundur Ingi telur, að því best verður séð, að rætur flokksins liggi í fyrrnefndum áherslumálum, feminisma, umhverfisstefnu, friði og félagshyggju (hvað þýðir það nákvæmlega?). Það sem vekur athygli er að formaðurinn nefnir ekki verkalýðshreyfinguna einu orði, eða verkafólk, launafólk, verkalýðsbaráttu, kjarabaráttu, eða annað sem ég tel að rími betur við „róttækni“. Ekkert verkalýðsmálaráð er í VG. Ef maður skoðar heimasíður „systurflokkanna“ á Norðurlöndum, þessara venjulegu 5% flokka sem oftast eru taldir vinstra megin við sósialdemókratana, þá velkjast þeir ekki í neinum vafa um hvar rætur þeirra liggja: Í verkalýðshreyfingunni. Ef við leggjum þessa skilgreiningu til grundvallar þá er Samfylkingin róttækari en VG. Samfylkingin vinnur þétt með verkalýðshreyfingunni, við störfum saman á vettvangi SAMAK, samstarfsvettvangi jafnaðarflokka og alþýðusambanda Norðurlanda, þar á Ísland tvo fulltrúa: Samfylkinguna og ASÍ. Án þess að hér sé verið að efna til keppni í hver er róttækastur. Ef að líkum lætur mun Samfylkingin stilla forystufólki úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, í örugg sæti. Og þar með praktísera það sem hún predikar. Sheri Berman er stjórnmálafræðiprófessor við Bernard háskólann í New York. Hún hefur m.a. sérhæft sig í sögu og eðli jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hún dvaldi í Þýskalandi og Svíþjóð til að skoða jafnaðarmannaflokkana þar sérstaklega. Í stuttu máli þá taldi hún að flokkarnir hefðu yfirgefið venjulegt vinnandi fólk og lagt í staðinn áherslu á alls konar menningarbundna hluti, alþjóðahyggju, friðarstefnu, umhverfisstefnu, feminisma en gleymt verkafólki. Orð hennar ber ekki að skoða svo að þessi stefnumál eða hugmyndir séu óverðug á neinn hátt, heldur bendir hún á að rætur jafnaðarmanna liggi í verkalýðshreyfingunni og að barátta jafnaðarmanna eigi að snúast um kjör og lífsaðstæður vinnandi fólks. Hún nefnir sem dæmi baráttu portúgalskra sósíalista í „grísku kreppunni“, þar börðust þeir af hörku gegn niðurskurðinum og veikingu velferðarkerfisins, unnu kosningar, gerðu meira og minna sem þeir sögðu og unnu svo næstu kosningar einnig. Þessa grein má skoða sem vinsamlegar ábendingar til VG í aðdraganda flokksþings þeirra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Vinstri græn Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá viðurkenningu frá formanni flokksins um að flokkinn hafi borið af leið. VG liðar hafa hingað til ekki viljað viðurkenna að neitt hafi verið gagrýnisvert við samstarfið við frjálshyggjuna, þrátt fyrir mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum. Orð Drífu Snædal, á leíðinni út um dyrnar, hafa orðið að áhrínisorðum, spádómi sem rættist. En það er ekki aðalatriðið. Ég staldra við tvennt í orðum formannsins: „róttækni“ og „rætur“. Guðmundur Ingi telur, skv. viðtölum við hann í fjölmiðlum, að róttækni flokksins felist í feminisma, umhverfisstefnu, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu jafnrétti. Það er venja að skilgreina VG sem flokk sem er róttækari en t.d. Samfylkingin. En er það svo? Verða flokkar og forystufólk ekki meir dæmd af verkum en orðum? Hvar er róttæknin í þeim leiðangri sem VG hefur verið í með frjálshyggjunni á Íslandi undanfarin 7 ár? Róttæknin verður hvorki skoðuð né skilgreind án samhengis við „ræturnar.“ Guðmundur Ingi telur, að því best verður séð, að rætur flokksins liggi í fyrrnefndum áherslumálum, feminisma, umhverfisstefnu, friði og félagshyggju (hvað þýðir það nákvæmlega?). Það sem vekur athygli er að formaðurinn nefnir ekki verkalýðshreyfinguna einu orði, eða verkafólk, launafólk, verkalýðsbaráttu, kjarabaráttu, eða annað sem ég tel að rími betur við „róttækni“. Ekkert verkalýðsmálaráð er í VG. Ef maður skoðar heimasíður „systurflokkanna“ á Norðurlöndum, þessara venjulegu 5% flokka sem oftast eru taldir vinstra megin við sósialdemókratana, þá velkjast þeir ekki í neinum vafa um hvar rætur þeirra liggja: Í verkalýðshreyfingunni. Ef við leggjum þessa skilgreiningu til grundvallar þá er Samfylkingin róttækari en VG. Samfylkingin vinnur þétt með verkalýðshreyfingunni, við störfum saman á vettvangi SAMAK, samstarfsvettvangi jafnaðarflokka og alþýðusambanda Norðurlanda, þar á Ísland tvo fulltrúa: Samfylkinguna og ASÍ. Án þess að hér sé verið að efna til keppni í hver er róttækastur. Ef að líkum lætur mun Samfylkingin stilla forystufólki úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, í örugg sæti. Og þar með praktísera það sem hún predikar. Sheri Berman er stjórnmálafræðiprófessor við Bernard háskólann í New York. Hún hefur m.a. sérhæft sig í sögu og eðli jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hún dvaldi í Þýskalandi og Svíþjóð til að skoða jafnaðarmannaflokkana þar sérstaklega. Í stuttu máli þá taldi hún að flokkarnir hefðu yfirgefið venjulegt vinnandi fólk og lagt í staðinn áherslu á alls konar menningarbundna hluti, alþjóðahyggju, friðarstefnu, umhverfisstefnu, feminisma en gleymt verkafólki. Orð hennar ber ekki að skoða svo að þessi stefnumál eða hugmyndir séu óverðug á neinn hátt, heldur bendir hún á að rætur jafnaðarmanna liggi í verkalýðshreyfingunni og að barátta jafnaðarmanna eigi að snúast um kjör og lífsaðstæður vinnandi fólks. Hún nefnir sem dæmi baráttu portúgalskra sósíalista í „grísku kreppunni“, þar börðust þeir af hörku gegn niðurskurðinum og veikingu velferðarkerfisins, unnu kosningar, gerðu meira og minna sem þeir sögðu og unnu svo næstu kosningar einnig. Þessa grein má skoða sem vinsamlegar ábendingar til VG í aðdraganda flokksþings þeirra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun