Aðstoð eftir afplánun hjálpar fyrrverandi föngum að fóta sig á ný Jakob Smári Magnússon skrifar 30. ágúst 2024 11:03 Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Upphaflega var þetta hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára en fljótlega kom í ljós að þörfin er mikil og því er verkefnið enn í gangi. Áfall að fara í fangelsi og að koma út Það er áfall að fara í fangelsi og það er líka áfall að koma þaðan út. Það eru fá úrræði sem bíða þeirra sem eru að koma úr afplánun og það getur reynst erfitt að fóta sig í lífinu á ný. Það er erfitt að fá atvinnu og húsnæði og margir þeirra sem koma úr afplánun glíma við félagslega einangrun. Þar af leiðandi fer fólk gjarnan aftur þangað sem það finnur sig velkomið og þekkir best til, þ.e.a.s aftur í afbrot og svo aftur í fangelsi. Þarna stígur Rauði krossinn inn með hjálp sjálfboðaliða, því eins og öll verkefni Rauða krossins byggir Aðstoð eftir afplánun á sjálfboðnu starfi. Sjálfboðaliðar sækja um í gegnum vefsíðu Rauða krossins og koma í viðtal í framhaldinu. Að því búnu fara þau á undirbúningsnámskeið sem eru sérútbúin fyrir þetta verkefni, auk þess að sækja almennt skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænni skyndihjálp sér að kostnaðarlausu. Einnig er boðið uppá handleiðslu með sálfræðingi. Sjálfboðaliðar skuldbinda sig svo til að hitta þátttakanda einu sinni í viku, klukkustund í senn, í eitt ár og byrja að hitta þátttakanda um það bil 3 mánuðum áður en viðkomandi losnar úr fangelsi. Félagslegur og praktískur stuðningur Þátttaka í verkefninu stendur öllum sem eru að koma úr afplánun til boða og líkt og hjá sjálfboðaliðunum hefst þátttakan með viðtali þar sem þörfin á aðstoð er metin. Upplýsingarnar sem fást með þessum viðtölum hjálpa til við að para hvern þátttakanda saman við réttan sjálfboðaliða. Eitt af mörgu sem er fallegt við þetta verkefni er að þarna eru einstaklingar sem koma úr afplánun að hitta manneskju sem er ekki hluti af „kerfinu“ og ekki ættingi, heldur bara manneskja með hjartað á réttum stað sem hefur sóst eftir að taka þátt í verkefninu og hjálpa fyrrum föngum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar þátttakandann svo með ýmis praktísk mál eins og t.d. að finna atvinnu eða húsnæði, en oft er þetta fyrst og fremst félagslegur stuðningur. Verkefnið hefur gengið vel og það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hversu vel gengur að halda þessu sambandi, sem stundum hefur orðið að vináttu tveggja einstaklinga sem lifir áfram eftir að verkefninu lýkur formlega. Langar þig að taka þátt og gerast sjálfboðaliði í verkefninu? Þá getur þú sótt um á heimasíðu Rauða krossins: Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Höfundur er verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Félagsmál Fangelsismál Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Upphaflega var þetta hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára en fljótlega kom í ljós að þörfin er mikil og því er verkefnið enn í gangi. Áfall að fara í fangelsi og að koma út Það er áfall að fara í fangelsi og það er líka áfall að koma þaðan út. Það eru fá úrræði sem bíða þeirra sem eru að koma úr afplánun og það getur reynst erfitt að fóta sig í lífinu á ný. Það er erfitt að fá atvinnu og húsnæði og margir þeirra sem koma úr afplánun glíma við félagslega einangrun. Þar af leiðandi fer fólk gjarnan aftur þangað sem það finnur sig velkomið og þekkir best til, þ.e.a.s aftur í afbrot og svo aftur í fangelsi. Þarna stígur Rauði krossinn inn með hjálp sjálfboðaliða, því eins og öll verkefni Rauða krossins byggir Aðstoð eftir afplánun á sjálfboðnu starfi. Sjálfboðaliðar sækja um í gegnum vefsíðu Rauða krossins og koma í viðtal í framhaldinu. Að því búnu fara þau á undirbúningsnámskeið sem eru sérútbúin fyrir þetta verkefni, auk þess að sækja almennt skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænni skyndihjálp sér að kostnaðarlausu. Einnig er boðið uppá handleiðslu með sálfræðingi. Sjálfboðaliðar skuldbinda sig svo til að hitta þátttakanda einu sinni í viku, klukkustund í senn, í eitt ár og byrja að hitta þátttakanda um það bil 3 mánuðum áður en viðkomandi losnar úr fangelsi. Félagslegur og praktískur stuðningur Þátttaka í verkefninu stendur öllum sem eru að koma úr afplánun til boða og líkt og hjá sjálfboðaliðunum hefst þátttakan með viðtali þar sem þörfin á aðstoð er metin. Upplýsingarnar sem fást með þessum viðtölum hjálpa til við að para hvern þátttakanda saman við réttan sjálfboðaliða. Eitt af mörgu sem er fallegt við þetta verkefni er að þarna eru einstaklingar sem koma úr afplánun að hitta manneskju sem er ekki hluti af „kerfinu“ og ekki ættingi, heldur bara manneskja með hjartað á réttum stað sem hefur sóst eftir að taka þátt í verkefninu og hjálpa fyrrum föngum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar þátttakandann svo með ýmis praktísk mál eins og t.d. að finna atvinnu eða húsnæði, en oft er þetta fyrst og fremst félagslegur stuðningur. Verkefnið hefur gengið vel og það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hversu vel gengur að halda þessu sambandi, sem stundum hefur orðið að vináttu tveggja einstaklinga sem lifir áfram eftir að verkefninu lýkur formlega. Langar þig að taka þátt og gerast sjálfboðaliði í verkefninu? Þá getur þú sótt um á heimasíðu Rauða krossins: Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Höfundur er verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun