Verndum íslenskuna! (Nema það kosti pening) Vilhelm Þór Neto skrifar 11. september 2024 07:33 Notkun gervigreindar á Íslandi hefur aukist heilmikið upp á síðkastið. Nemendur nota hana til að skrifa ritgerðir, grafískir hönnuðir nota hana sem hjálpartól, einmanna menn nota hana sem rafræna kærustu, og svo framvegis. Mér hefur þótt bagalegt að sjá gervigreindina notaða í auknum mæli til að koma í staðinn fyrir listræna vinnu, sem hefði verið falin fólki með sértæka listræna reynslu. Listin umlykur okkur, ekki bara í formi mynda og tónlistar heldur líka í byggingunum sem við heimsækjum eða virðum fyrir okkur, í textum og bókunum sem við lesum og svo mætti lengi telja. Nýlega hefur útgáfufyrirtæki, sem er starfrækt meðal annars á Íslandi, tekið upp á að losa sig við einn slíkan miðjumann, þýðandann, og láta gervigreind þýða heilu bækurnar. Það þykir mér afar sorgleg þróun. Mér finnst ekki galið að giska á að það sé gert til þess að spara pening, en hversu mikil aukavinna leggst þá á prófarkalesara og jafnvel manneskjuna sem les inn á hljóðbókina? Þessi svokallaði ‘óþarfa’ miðjumaður, sem þýðandinn er, er ekki bara manneskja sem kann að leggja skilning í ákveðin orð á mismunandi tungumálum. Þýðandinn er manneskjan sem rýnir í heim og menningu verksins á sínu upprunalega máli og sér til þess að öll blæbrigði orða og frásagnar í menningarlegum heimi sögunnar komist til skila yfir í allt annan menningarheim, okkar eigin, lesandans. Íslensk listsköpun er einstök, hlaðin menningu okkar og sögu, og skyldi einhver utan okkar menningarheims vilja upplifa hana treysti ég manneskju með reynslu, með sál, sögu og sköpunargleði, til verksins frekar en verkfæri sem skilar af sér verkinu á ofurhraða með útreikningi þannig að útkoman verður skiljanleg, en boðskapurinn kemst kannski ekki til skila. Gleðin í að skapa og að búa til list er ekki til bara hjá listamönnum, hún er til hjá börnum sem vilja segja foreldrum sínum sögur sem þau fundu upp, hún er til hjá mönnum sem dettur í hug að blanda malt við appelsín, hún er til hjá ömmum sem eru einstaklega góðar í að rifja upp minningar, hún er til hjá okkur öllum. Viljum við virkilega skipta út innsæi og sköpunargleði fyrir meiri peninga? Ég spurði gervigreindina, hún sagði nei. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Notkun gervigreindar á Íslandi hefur aukist heilmikið upp á síðkastið. Nemendur nota hana til að skrifa ritgerðir, grafískir hönnuðir nota hana sem hjálpartól, einmanna menn nota hana sem rafræna kærustu, og svo framvegis. Mér hefur þótt bagalegt að sjá gervigreindina notaða í auknum mæli til að koma í staðinn fyrir listræna vinnu, sem hefði verið falin fólki með sértæka listræna reynslu. Listin umlykur okkur, ekki bara í formi mynda og tónlistar heldur líka í byggingunum sem við heimsækjum eða virðum fyrir okkur, í textum og bókunum sem við lesum og svo mætti lengi telja. Nýlega hefur útgáfufyrirtæki, sem er starfrækt meðal annars á Íslandi, tekið upp á að losa sig við einn slíkan miðjumann, þýðandann, og láta gervigreind þýða heilu bækurnar. Það þykir mér afar sorgleg þróun. Mér finnst ekki galið að giska á að það sé gert til þess að spara pening, en hversu mikil aukavinna leggst þá á prófarkalesara og jafnvel manneskjuna sem les inn á hljóðbókina? Þessi svokallaði ‘óþarfa’ miðjumaður, sem þýðandinn er, er ekki bara manneskja sem kann að leggja skilning í ákveðin orð á mismunandi tungumálum. Þýðandinn er manneskjan sem rýnir í heim og menningu verksins á sínu upprunalega máli og sér til þess að öll blæbrigði orða og frásagnar í menningarlegum heimi sögunnar komist til skila yfir í allt annan menningarheim, okkar eigin, lesandans. Íslensk listsköpun er einstök, hlaðin menningu okkar og sögu, og skyldi einhver utan okkar menningarheims vilja upplifa hana treysti ég manneskju með reynslu, með sál, sögu og sköpunargleði, til verksins frekar en verkfæri sem skilar af sér verkinu á ofurhraða með útreikningi þannig að útkoman verður skiljanleg, en boðskapurinn kemst kannski ekki til skila. Gleðin í að skapa og að búa til list er ekki til bara hjá listamönnum, hún er til hjá börnum sem vilja segja foreldrum sínum sögur sem þau fundu upp, hún er til hjá mönnum sem dettur í hug að blanda malt við appelsín, hún er til hjá ömmum sem eru einstaklega góðar í að rifja upp minningar, hún er til hjá okkur öllum. Viljum við virkilega skipta út innsæi og sköpunargleði fyrir meiri peninga? Ég spurði gervigreindina, hún sagði nei. Höfundur er leikari.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun