Að taka stjórn á eigin stefnu Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. september 2024 13:30 Það er auðvelt að verða fyrir áhrifum umhverfisins, sérstaklega í ljósi þess að umfang áreitisins hefur stóraukist í gegnum árin með framförum í tækni og notkun snjallsíma. Þessi þróun býður upp á fullt af tækifærum og möguleikum sem auðvelda okkur lífið og ótal margar lausnir sem gefa lífinu lit. Á sama tíma kallar þetta á aukna ábyrgð að taka stjórn á eigin athygli og viðbrögðum, til að ná tökum á eigin lífi og stefnu. Hættan er að við færumst með straumum áreitanna í kringum okkur og bregðumst meira við heldur en að ákveða og velja svörun og viðbrögð við upplifunum okkur. Góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á eigin lífi og stefnu með verkfærum og tólum sem hafa verið til í mörg ár, þ.e. með því að vita hvaða sýn við höfum í eigin lífi og kortleggja út frá henni markmið sem hjálpa okkur að ná sýninni. Í framhaldi er síðan hægt að skipuleggja vikulega og mánaðarlega smærri markmið og aðgerðir sem hjálpa okkur að ná þessum stærri markmiðum í átt að sýn okkar. Það er svo mikilvægt að taka stjórnvölinn á því hvert við erum að stefna í lífinu, annars er hættan að við lendum í því að vera strengjabrúður áreitanna í kringum okkur og dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða án þess að við höfum stigið skref í áttina að draumum okkar sem dvelja innra með okkur og bíða eftir því að fá að raungerast. Dæmi um áhrifaríka æfingu sem þú getur gert til þess að taka stjórn á eigin stefnu í lífinu er að sjá fyrir þér jákvæða ímynd af þér og framtíðinni. Með þessari æfingu virkjar þú heilasvæði sem tengjast sköpunargáfu, svæði í framennisberki tengd stýringu á streituviðbragði og grunnsvæði heilans tengd hvatningu. Æfingin eykur líkurnar á því að þú náir markmiðum þínum í átt að framtíðarsýn þinni. 1) Komdu þér fyrir á þægilegum stað þar sem þú færð ró og næði. Lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér líf þitt 3 - 5 árum seinna eins og allt sé eins og þú vilt hafa það. Þú getur valið ákveðið svið í lífinu eins og vinnuna, persónuleg sambönd eða heilsuna sem dæmi. Spurðu þig og sjáðu fyrir þér: ,,Hvernig manneskja viltu vera?”, ,,Hvað viltu vera að gera?” og ,,Hvað viltu vera búin að afreka?” 2) Opnaðu augun og skrifaðu hjá þér allt sem kom upp í huganum í æfingunni, í eins miklum smáatriðum og hægt er. Einbeittu þér að því sem var uppbyggilegt og skrifaðu í nútíð eins og þú sért nú þegar að lifa í þessari framtíð. 3) Skoðaðu hvaða gildi og styrkleikar þú hefur og veldu a.m.k. 3 - 5 af þeim sem þú metur mikilvæg til að ná þessari framtíðarsýn, t.d. þrautseigja, húmor, heilindi eða umhyggja. 4) Brjóttu niður framtíðarsýn þína í ákveðin, framkvæmanleg markmið. Hvaða skref þarftu að taka til að komast í átt að þessari framtíðarsýn? Forgangsraðaðu þessum markmiðum og settu þau á tímalínu. Gættu þess að hafa þau raunhæf og framkvæmanleg. 5) Fáðu traustan aðila með þér til að styðja þig í átt að sýn þinni - þjálfara, leiðbeinanda eða góðan vin. Það getur ýtt undir skuldbindingu og aukið líkurnar á að þú náir markmiðum þínum. 6) Skoðaðu og endurskoðaðu sýn þína reglulega, skráðu hjá þér tíma þar sem þú minnir þig á hana, endurskoðar sýnina og fagnar litlu skrefunum í átt að henni. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að verða fyrir áhrifum umhverfisins, sérstaklega í ljósi þess að umfang áreitisins hefur stóraukist í gegnum árin með framförum í tækni og notkun snjallsíma. Þessi þróun býður upp á fullt af tækifærum og möguleikum sem auðvelda okkur lífið og ótal margar lausnir sem gefa lífinu lit. Á sama tíma kallar þetta á aukna ábyrgð að taka stjórn á eigin athygli og viðbrögðum, til að ná tökum á eigin lífi og stefnu. Hættan er að við færumst með straumum áreitanna í kringum okkur og bregðumst meira við heldur en að ákveða og velja svörun og viðbrögð við upplifunum okkur. Góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á eigin lífi og stefnu með verkfærum og tólum sem hafa verið til í mörg ár, þ.e. með því að vita hvaða sýn við höfum í eigin lífi og kortleggja út frá henni markmið sem hjálpa okkur að ná sýninni. Í framhaldi er síðan hægt að skipuleggja vikulega og mánaðarlega smærri markmið og aðgerðir sem hjálpa okkur að ná þessum stærri markmiðum í átt að sýn okkar. Það er svo mikilvægt að taka stjórnvölinn á því hvert við erum að stefna í lífinu, annars er hættan að við lendum í því að vera strengjabrúður áreitanna í kringum okkur og dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða án þess að við höfum stigið skref í áttina að draumum okkar sem dvelja innra með okkur og bíða eftir því að fá að raungerast. Dæmi um áhrifaríka æfingu sem þú getur gert til þess að taka stjórn á eigin stefnu í lífinu er að sjá fyrir þér jákvæða ímynd af þér og framtíðinni. Með þessari æfingu virkjar þú heilasvæði sem tengjast sköpunargáfu, svæði í framennisberki tengd stýringu á streituviðbragði og grunnsvæði heilans tengd hvatningu. Æfingin eykur líkurnar á því að þú náir markmiðum þínum í átt að framtíðarsýn þinni. 1) Komdu þér fyrir á þægilegum stað þar sem þú færð ró og næði. Lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér líf þitt 3 - 5 árum seinna eins og allt sé eins og þú vilt hafa það. Þú getur valið ákveðið svið í lífinu eins og vinnuna, persónuleg sambönd eða heilsuna sem dæmi. Spurðu þig og sjáðu fyrir þér: ,,Hvernig manneskja viltu vera?”, ,,Hvað viltu vera að gera?” og ,,Hvað viltu vera búin að afreka?” 2) Opnaðu augun og skrifaðu hjá þér allt sem kom upp í huganum í æfingunni, í eins miklum smáatriðum og hægt er. Einbeittu þér að því sem var uppbyggilegt og skrifaðu í nútíð eins og þú sért nú þegar að lifa í þessari framtíð. 3) Skoðaðu hvaða gildi og styrkleikar þú hefur og veldu a.m.k. 3 - 5 af þeim sem þú metur mikilvæg til að ná þessari framtíðarsýn, t.d. þrautseigja, húmor, heilindi eða umhyggja. 4) Brjóttu niður framtíðarsýn þína í ákveðin, framkvæmanleg markmið. Hvaða skref þarftu að taka til að komast í átt að þessari framtíðarsýn? Forgangsraðaðu þessum markmiðum og settu þau á tímalínu. Gættu þess að hafa þau raunhæf og framkvæmanleg. 5) Fáðu traustan aðila með þér til að styðja þig í átt að sýn þinni - þjálfara, leiðbeinanda eða góðan vin. Það getur ýtt undir skuldbindingu og aukið líkurnar á að þú náir markmiðum þínum. 6) Skoðaðu og endurskoðaðu sýn þína reglulega, skráðu hjá þér tíma þar sem þú minnir þig á hana, endurskoðar sýnina og fagnar litlu skrefunum í átt að henni. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun