Má ekkert gera fyrir millistéttina? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 17. september 2024 12:31 Vaxtakostnaður heimila jókst um meira en 30 milljarða í fyrra. Fórnarkostnaður fólks er mikill af ævintýralega háum vöxtum. Viðreisn hefur aftur og aftur talað um þessa stöðu. Hina ógnarháu vexti krónunnar sem almenningur á Íslandi býr við í öllum alþjóðlegum samanburði. Vextir á Íslandi eru á pari við það sem þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. Verðbólga hefur núna verið yfir markmiðum í fjögur ár. Og það er reyndar ekki fyrr en haustið 2026 sem gert er ráð fyrir að verðbólga geti náð 2,5% markmiði Seðlabankans. Það yrði þá eftir næstum 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Það er með því lengsta í sögunni. Fólkið sem er að díla við erfið húsnæðislán fær núna þau skilaboð að ætlunin sé að hrifsa burt það úrræði að geta nýtt séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Ég spurði forsætisráðherra í gær í fyrirspurnartíma á Alþingi út í þau plön ríkisstjórnarinnar að taka burt heimild fólks til að nýta séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Hvaða pólitísku skilaboð eru í því gagnvart millistéttinni ? Ég segi millistéttinni því þetta er úrræði sem launafólk notfærir sér. Er það málið að fólk sem fær verðbólguna á sig af fullum þunga hafi það of gott? Núna er talað um að þetta nýtist sterkefnuðu stóreignafólki. Fólki sem á mjög mikið af eignum. Eins og moldríkt stóreignafólk sé mikið með húsnæðislán á fasteignum sínum. Stóreignafólk lifir af fjármagnstekjum en ekki af launum. Og stóreignafólk borgar ekki heldur í lífeyrissjóði af fjármagnstekjunum. Það er venjulegt millistéttarfólk sem finnur fyrir því að þessi heimild hverfur. Og þetta úrræði hefur reynst millistéttinni vel. Upphæðirnar hafa síðan verið þær sömu í heilan áratug. Hafa sem sagt lækkað verulega að raunvirði og mörkin á þessum heimildum eru frekar lág. Önnur úrræði sem stjórnin hefur lagt upp nýtast eðlilega fyrst og fremst lægri tekjuhópum. Húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabætur. Hér er eitt úrræði sem fer aðeins lengra upp tekjustigann. En hvað með það? Má ekkert gera fyrir millistéttina? Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Vaxtakostnaður heimila jókst um meira en 30 milljarða í fyrra. Fórnarkostnaður fólks er mikill af ævintýralega háum vöxtum. Viðreisn hefur aftur og aftur talað um þessa stöðu. Hina ógnarháu vexti krónunnar sem almenningur á Íslandi býr við í öllum alþjóðlegum samanburði. Vextir á Íslandi eru á pari við það sem þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. Verðbólga hefur núna verið yfir markmiðum í fjögur ár. Og það er reyndar ekki fyrr en haustið 2026 sem gert er ráð fyrir að verðbólga geti náð 2,5% markmiði Seðlabankans. Það yrði þá eftir næstum 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Það er með því lengsta í sögunni. Fólkið sem er að díla við erfið húsnæðislán fær núna þau skilaboð að ætlunin sé að hrifsa burt það úrræði að geta nýtt séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Ég spurði forsætisráðherra í gær í fyrirspurnartíma á Alþingi út í þau plön ríkisstjórnarinnar að taka burt heimild fólks til að nýta séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Hvaða pólitísku skilaboð eru í því gagnvart millistéttinni ? Ég segi millistéttinni því þetta er úrræði sem launafólk notfærir sér. Er það málið að fólk sem fær verðbólguna á sig af fullum þunga hafi það of gott? Núna er talað um að þetta nýtist sterkefnuðu stóreignafólki. Fólki sem á mjög mikið af eignum. Eins og moldríkt stóreignafólk sé mikið með húsnæðislán á fasteignum sínum. Stóreignafólk lifir af fjármagnstekjum en ekki af launum. Og stóreignafólk borgar ekki heldur í lífeyrissjóði af fjármagnstekjunum. Það er venjulegt millistéttarfólk sem finnur fyrir því að þessi heimild hverfur. Og þetta úrræði hefur reynst millistéttinni vel. Upphæðirnar hafa síðan verið þær sömu í heilan áratug. Hafa sem sagt lækkað verulega að raunvirði og mörkin á þessum heimildum eru frekar lág. Önnur úrræði sem stjórnin hefur lagt upp nýtast eðlilega fyrst og fremst lægri tekjuhópum. Húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabætur. Hér er eitt úrræði sem fer aðeins lengra upp tekjustigann. En hvað með það? Má ekkert gera fyrir millistéttina? Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar