Áskorun til Sjúkratrygginga Íslands – hugsum í lausnum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 18. september 2024 11:31 Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa. Vöntun er á þjónustunni í byggðarlaginu og fjölmargir sem sækja hana utan þess, með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Meðal þess sem rætt var á fyrrnefndum íbúafundi var að Sjúkratryggingar Íslands greiða þeim sem þurfa að sækja sjúkraþjálfun fyrir aksturinn en sá möguleiki er ekki til staðar í núverandi regluverki og samningum við sjúkraþjálfara að snúa dæminu við. Það gæti verið jákvæð byggðaaðgerð stjórnvalda, og þá Sjúkratrygginga Íslands í þessu tilfelli, að opna á það að greiða sjúkraþjálfurum fyrir akstur á starfsstöð þar sem allur búnaður er til staðar, líkt og nú er í Búðardal þökk sé duglegu og framtakssömu fólki í Ungmennafélaginu okkar. Það verður að segjast að það hlýtur að vera hagkvæmara þjóðhagslega að greiða einum sjúkraþjálfara fyrir akstur heldur en að greiða þeim fjölmörgu íbúum landsbyggðarinnar sem þurfa að sækja þessa mikilvægu þjónustu sem um ræðir fyrir aksturinn. Í fámennum byggðarlögum geta slíkar greiðslur einnig skipt máli upp á að hægt sé að veita þjónustu í heimabyggð því vöntun er á sérfræðingum og greiðslurnar gætu aukið hvatann til að veita þjónustuna í fámennari byggðum og mögulega fleira sem þörf hafa fyrir þjónustu sem þessa nýtt sér. Ég vil með þessari stuttu grein skora á Sjúkratryggingar Íslands og aðra þá sem að málum koma að beita sér fyrir því að opnað verði á þennan möguleika því hér er um að ræða byggðamál og ekki síður lýðheilsumál fyrir landsmenn alla. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Sjúkratryggingar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa. Vöntun er á þjónustunni í byggðarlaginu og fjölmargir sem sækja hana utan þess, með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Meðal þess sem rætt var á fyrrnefndum íbúafundi var að Sjúkratryggingar Íslands greiða þeim sem þurfa að sækja sjúkraþjálfun fyrir aksturinn en sá möguleiki er ekki til staðar í núverandi regluverki og samningum við sjúkraþjálfara að snúa dæminu við. Það gæti verið jákvæð byggðaaðgerð stjórnvalda, og þá Sjúkratrygginga Íslands í þessu tilfelli, að opna á það að greiða sjúkraþjálfurum fyrir akstur á starfsstöð þar sem allur búnaður er til staðar, líkt og nú er í Búðardal þökk sé duglegu og framtakssömu fólki í Ungmennafélaginu okkar. Það verður að segjast að það hlýtur að vera hagkvæmara þjóðhagslega að greiða einum sjúkraþjálfara fyrir akstur heldur en að greiða þeim fjölmörgu íbúum landsbyggðarinnar sem þurfa að sækja þessa mikilvægu þjónustu sem um ræðir fyrir aksturinn. Í fámennum byggðarlögum geta slíkar greiðslur einnig skipt máli upp á að hægt sé að veita þjónustu í heimabyggð því vöntun er á sérfræðingum og greiðslurnar gætu aukið hvatann til að veita þjónustuna í fámennari byggðum og mögulega fleira sem þörf hafa fyrir þjónustu sem þessa nýtt sér. Ég vil með þessari stuttu grein skora á Sjúkratryggingar Íslands og aðra þá sem að málum koma að beita sér fyrir því að opnað verði á þennan möguleika því hér er um að ræða byggðamál og ekki síður lýðheilsumál fyrir landsmenn alla. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar