Ísland: Landið sem unga fólkið flykkist til Kristófer Már Maronsson skrifar 24. september 2024 13:31 Í gær birtist á Vísi áhugaverð grein eftir mann sem kennir sig við nýstofnaða ungliðahreyfingu Miðflokksins og heldur því fram að unga fólkið flýi Ísland. Það er ekki óalgengt að halda að grasið sé grænna hinum megin við lækinn. Það er þó ekki alltaf raunin þegar yfir er komið. Nú er staðan á Íslandi þannig að hér höfum við séð fordæmalausa fólksfjölgun undanfarin ár. Því er rétt að staldra við fullyrðingar um að unga fólkið flýi Ísland - hverjir eru þá að koma hingað? Það vill svo skemmtilega til að Hagstofan heldur utan um þessi gögn. Nýjustu gögnin eru að vísu frá 2022 en þróunin síðastliðinn áratug, þ.e. frá 2013-2022, er engu að síður áhugaverð. Staðreyndin er sú að ungt fólk flykkist til Íslands. Tæplega 25 þúsund manns á aldrinum 20-35 ára fluttu til Íslands umfram þá sem fluttu frá landinu árin 2013-2022. Því miður eru ekki komnar tölur fyrir 2023 en það verður fróðlegt að fá þær. Hingað koma flestir til að vinna en aukningin er einnig að hluta til vegna fólks sem kemur hingað til að sækjast eftir alþjóðlegri vernd. Það er þó fjarri lagi að ungt fólk flýi Ísland í stórum stíl, þó að einhverjir ákveði alltaf að freista gæfunnar erlendis - sem betur fer. Fólk kemur yfirleitt til baka á endanum, reynslunni ríkari og mín upplifun er sú að það er ánægðara með íslenskt samfélag heldur en áður en það flutti út. Hvað veldur því að ungt fólk flykkist til Íslands? Stóra spurningin er af hverju ætli ungt fólk vilji flytjast til Íslands? Getur verið að það sé vegna þess að hér er atvinnuleysi lágt og mikill kaupmáttur? Mikill hagvöxtur og kraftur í atvinnulífinu? Besta land í heimi til að stunda nýsköpun? Lítil fátækt og mikið öryggi? Öflugt velferðarkerfi? Hrein orka og heitt vatn? Sumir myndu nú spyrja hvort ég væri að deyja úr jákvæðni og segja mér að þetta endurspegli ekki upplifun fólks í dag. Það kann vel að vera. Tilfinningar hafa oft betur en tölfræði í umræðunni. Ég er ekki að segja að hér séu engar áskoranir, sól og sumar alla daga og grænt gras. Mig grunar hins vegar að grasið sé ekki grænna hinum megin við lækinn. Það eru blikur á lofti, við höfum fengið óhugnanlegar fréttir undanfarin misseri og það eru að verða miklar samfélagsbreytingar. En þetta er ekki bara að gerast hér. Þetta er að gerast um alla Evrópu. Hér er verið að bregðast við og ljóst að það væri löngu búið að bregðast við ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði hreinan meirihluta á Alþingi. …en það er ómögulegt fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði Maður heyrir að eingöngu ungt fólk sem á ríka foreldra geti keypt sér húsnæði. Það kemur nú samt ekki heim og saman við tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Hagstofunni. Undanfarin ár hafa fyrstu kaupendur verið 68-123% af meðalstærð árganga á aldrinum 25-34 ára, sem þýðir að á hverju ári er stór hluti ungs fólks í hverjum árgangi að komast inn á fasteignamarkað. Þá hefur meðalaldur fyrstu kaupenda verið í kringum 30 ár og er örlítið lægri undanfarin sex ár heldur en árin þar á undan. Í Danmörku, þaðan sem miðflokksmaðurinn flutti í fyrra, var meðalaldur fyrstu kaupenda 32 ár árið 2023 skv. Statistics Danmark. Hlutfall fyrstu kaupenda fór lækkandi hérlendis með hækkandi vöxtum árin 2022 og 2023 og miklum kaupum áranna á undan en tölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2024 gefa til kynna að fyrstu kaupendur séu enn margir, þrátt fyrir hátt vaxtastig og þrengri lánaskilyrði. Mikilvægt er að halda því til haga að tæplega fjórar af hverjum fimm fjölskyldum á Íslandi búa í eigin húsnæði samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stigið fjölmörg skref til að auðvelda ungu fólki að eignast fasteign, m.a. með lögum um stuðning við fyrstu fasteignakaup og nú hefur í tíunda skiptið verið lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda - sem hingað til hefur ekki náð í gegnum Alþingi. Dropinn holar steininn og vonandi fara aðrir flokkar að taka við sér, líkt og þeir hafa m.a. gert nýlega í hælisleitendamálum og orkumálum. …en það er viðvarandi orkuskortur næstu fjögur árin Það er rétt, Landsnet spáir orkuskorti næstu árin. En hver er sagan? Árið 2021 tók Sjálfstæðisflokkurinn loksins við Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eftir 14 ára fjarveru. Hvað hafði gerst á þessum 14 árum? Nokkurn veginn ekki neitt. Hvað hefur gerst frá 2021? Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, hefur rofið kyrrstöðuna. Grænbók um stöðuna í orkumálum gjörbreytti umræðunni og dró skýrt fram að tvöfalda þyrfti raforkuframleiðslu. Árið 2022 var rammaáætlun samþykkt í fyrsta sinn síðan 2013, undir formennsku Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem 1300 MW voru sett í nýtingarflokk - ígildi næstum því tveggja Kárahnjúkavirkjana. Fjórði áfangi rammaáætlunar er í tilbúinn (en situr fastur í ríkisstjórn) og fimmti áfangi er í samráði. Aflaukningarfrumvarpið, sem gerir okkur kleift að stækka núverandi virkjanir, varð að lögum og hafa nágrannaríki sett sig í samband við okkur til að forvitnast um hvernig hægt sé að stækka virkjanir svo hratt. Varmadælufrumvarpið varð að lögum sem auðveldar einstaklingum og fyrirtækjum að spara orku. Fyrsta jarðhitaleitarátakið í áratugi hefur skilað árangri um land allt þar sem nú er að finnast heitt vatn á köldum svæðum þar sem hús eru hituð með rafmagni, ólíkt 90% af landinu þar sem húshitun fer fram með heitu vatni. Landsnet er á leið í stærsta flutningskerfisframkvæmdarátak sögunnar og framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 eru loksins hafnar, eftir ötula baráttu Sjálfstæðismanna. Landsvirkjun hefur boðið út verkefni fyrir 100 milljarða. Verið er að fækka stofnunum Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins úr 13 í 8, einfalda leyfisveitingaferli og sameina sjóði. Svona er hægt að telja áfram. Hvað gerðist í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þegar Framsókn var með málaflokkinn? Ekkert. Ungt fólk og pólitík - Sjálfstæðisflokkurinn í fararbroddi Umræddur greinarhöfundur heldur því fram að pólitík hafi verið allt of fjarlæg ungu fólki. Sem ungur Sjálfstæðismaður get ég ekki gengist við því. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán menn kjörna á þing árið 2021 og þar af voru fjórir ungir Sjálfstæðismenn. Tveir af þeim eru ráðherrar og einn formaður í nefnd. Fimm þingmenn til viðbótar voru ungir Sjálfstæðismenn þegar þeir voru fyrst kjörnir á þing. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina haft sterka ungliðahreyfingu sem hann treystir á. Þing ungra Sjálfstæðismanna hafa yfirleitt verið stærri heldur en landsfundir annarra stjórnmálasamtaka og ungir Sjálfstæðismenn haft veruleg áhrif á stefnu flokksins á landsfundum. Í áratugi höfum við verið að byggja betra líf fyrir okkur og börnin okkar. Það er eilífðarverkefni og það er ekki nema með Sjálfstæðismenn í ráðuneytunum sem það verkefni gengur vel. Sagan segir okkur það. Sterkur Sjálfstæðisflokkur er besta vörnin gegn hreinni vinstri stjórn Við höfum náð árangri í okkar ráðuneytum í þriggja flokka stjórnarsamstarfi og það er ekkert launungarmál að við erum ekki sammála öllu sem er gert í öðrum ráðuneytum. Til að fá Sjálfstæðisstefnuna í fleiri ráðuneyti þarf Sjálfstæðisflokkurinn meira fylgi í kosningum. Lausnin felst ekki í því að kjósa flokk fyrrum formanns Framsóknarflokksins sem lætur staðreyndir ekki flækjast fyrir sér í gegndarlausri baráttu sinni við að lokka fólk frá Sjálfstæðisflokknum. Það eru ekki hagsmunir hans að tala um það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert vel - nýstofnuð ungliðahreyfing Miðflokksins virðist ætla að spila sama leik. Sigmundur er klókur stjórnmálamaður sem sér að auðveldasta bráðin eru þreyttir Sjálfstæðismenn. Það er ekkert mál fyrir hann að vera sparkspekingur á meðan Sjálfstæðismenn hamast á vellinum. Sjálfstæðisstefnan hefur ekkert breyst, en nú þykist allt í einu fyrrum formaður Framsóknarflokksins aðhyllast hana. Hann hefur sagt það í orði en aldrei sýnt það á borði. Man einhver eftir niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar? Átta þingmenn Miðflokksins sögðu nei við ráðdeild í ríkisrekstri. Það er alveg ljóst að ef fólk aðhyllist frjálslyndi og skynsemishyggju, þá mun það finna sig vel í Sjálfstæðisflokknum - þar gæti þó orðið meiri samkeppni en annars staðar um sæti ofarlega á lista fyrir þá sem eftir því sækjast. Ungir sem aldnir eru velkomnir í Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær birtist á Vísi áhugaverð grein eftir mann sem kennir sig við nýstofnaða ungliðahreyfingu Miðflokksins og heldur því fram að unga fólkið flýi Ísland. Það er ekki óalgengt að halda að grasið sé grænna hinum megin við lækinn. Það er þó ekki alltaf raunin þegar yfir er komið. Nú er staðan á Íslandi þannig að hér höfum við séð fordæmalausa fólksfjölgun undanfarin ár. Því er rétt að staldra við fullyrðingar um að unga fólkið flýi Ísland - hverjir eru þá að koma hingað? Það vill svo skemmtilega til að Hagstofan heldur utan um þessi gögn. Nýjustu gögnin eru að vísu frá 2022 en þróunin síðastliðinn áratug, þ.e. frá 2013-2022, er engu að síður áhugaverð. Staðreyndin er sú að ungt fólk flykkist til Íslands. Tæplega 25 þúsund manns á aldrinum 20-35 ára fluttu til Íslands umfram þá sem fluttu frá landinu árin 2013-2022. Því miður eru ekki komnar tölur fyrir 2023 en það verður fróðlegt að fá þær. Hingað koma flestir til að vinna en aukningin er einnig að hluta til vegna fólks sem kemur hingað til að sækjast eftir alþjóðlegri vernd. Það er þó fjarri lagi að ungt fólk flýi Ísland í stórum stíl, þó að einhverjir ákveði alltaf að freista gæfunnar erlendis - sem betur fer. Fólk kemur yfirleitt til baka á endanum, reynslunni ríkari og mín upplifun er sú að það er ánægðara með íslenskt samfélag heldur en áður en það flutti út. Hvað veldur því að ungt fólk flykkist til Íslands? Stóra spurningin er af hverju ætli ungt fólk vilji flytjast til Íslands? Getur verið að það sé vegna þess að hér er atvinnuleysi lágt og mikill kaupmáttur? Mikill hagvöxtur og kraftur í atvinnulífinu? Besta land í heimi til að stunda nýsköpun? Lítil fátækt og mikið öryggi? Öflugt velferðarkerfi? Hrein orka og heitt vatn? Sumir myndu nú spyrja hvort ég væri að deyja úr jákvæðni og segja mér að þetta endurspegli ekki upplifun fólks í dag. Það kann vel að vera. Tilfinningar hafa oft betur en tölfræði í umræðunni. Ég er ekki að segja að hér séu engar áskoranir, sól og sumar alla daga og grænt gras. Mig grunar hins vegar að grasið sé ekki grænna hinum megin við lækinn. Það eru blikur á lofti, við höfum fengið óhugnanlegar fréttir undanfarin misseri og það eru að verða miklar samfélagsbreytingar. En þetta er ekki bara að gerast hér. Þetta er að gerast um alla Evrópu. Hér er verið að bregðast við og ljóst að það væri löngu búið að bregðast við ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði hreinan meirihluta á Alþingi. …en það er ómögulegt fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði Maður heyrir að eingöngu ungt fólk sem á ríka foreldra geti keypt sér húsnæði. Það kemur nú samt ekki heim og saman við tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Hagstofunni. Undanfarin ár hafa fyrstu kaupendur verið 68-123% af meðalstærð árganga á aldrinum 25-34 ára, sem þýðir að á hverju ári er stór hluti ungs fólks í hverjum árgangi að komast inn á fasteignamarkað. Þá hefur meðalaldur fyrstu kaupenda verið í kringum 30 ár og er örlítið lægri undanfarin sex ár heldur en árin þar á undan. Í Danmörku, þaðan sem miðflokksmaðurinn flutti í fyrra, var meðalaldur fyrstu kaupenda 32 ár árið 2023 skv. Statistics Danmark. Hlutfall fyrstu kaupenda fór lækkandi hérlendis með hækkandi vöxtum árin 2022 og 2023 og miklum kaupum áranna á undan en tölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2024 gefa til kynna að fyrstu kaupendur séu enn margir, þrátt fyrir hátt vaxtastig og þrengri lánaskilyrði. Mikilvægt er að halda því til haga að tæplega fjórar af hverjum fimm fjölskyldum á Íslandi búa í eigin húsnæði samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stigið fjölmörg skref til að auðvelda ungu fólki að eignast fasteign, m.a. með lögum um stuðning við fyrstu fasteignakaup og nú hefur í tíunda skiptið verið lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda - sem hingað til hefur ekki náð í gegnum Alþingi. Dropinn holar steininn og vonandi fara aðrir flokkar að taka við sér, líkt og þeir hafa m.a. gert nýlega í hælisleitendamálum og orkumálum. …en það er viðvarandi orkuskortur næstu fjögur árin Það er rétt, Landsnet spáir orkuskorti næstu árin. En hver er sagan? Árið 2021 tók Sjálfstæðisflokkurinn loksins við Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eftir 14 ára fjarveru. Hvað hafði gerst á þessum 14 árum? Nokkurn veginn ekki neitt. Hvað hefur gerst frá 2021? Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, hefur rofið kyrrstöðuna. Grænbók um stöðuna í orkumálum gjörbreytti umræðunni og dró skýrt fram að tvöfalda þyrfti raforkuframleiðslu. Árið 2022 var rammaáætlun samþykkt í fyrsta sinn síðan 2013, undir formennsku Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem 1300 MW voru sett í nýtingarflokk - ígildi næstum því tveggja Kárahnjúkavirkjana. Fjórði áfangi rammaáætlunar er í tilbúinn (en situr fastur í ríkisstjórn) og fimmti áfangi er í samráði. Aflaukningarfrumvarpið, sem gerir okkur kleift að stækka núverandi virkjanir, varð að lögum og hafa nágrannaríki sett sig í samband við okkur til að forvitnast um hvernig hægt sé að stækka virkjanir svo hratt. Varmadælufrumvarpið varð að lögum sem auðveldar einstaklingum og fyrirtækjum að spara orku. Fyrsta jarðhitaleitarátakið í áratugi hefur skilað árangri um land allt þar sem nú er að finnast heitt vatn á köldum svæðum þar sem hús eru hituð með rafmagni, ólíkt 90% af landinu þar sem húshitun fer fram með heitu vatni. Landsnet er á leið í stærsta flutningskerfisframkvæmdarátak sögunnar og framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 eru loksins hafnar, eftir ötula baráttu Sjálfstæðismanna. Landsvirkjun hefur boðið út verkefni fyrir 100 milljarða. Verið er að fækka stofnunum Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins úr 13 í 8, einfalda leyfisveitingaferli og sameina sjóði. Svona er hægt að telja áfram. Hvað gerðist í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þegar Framsókn var með málaflokkinn? Ekkert. Ungt fólk og pólitík - Sjálfstæðisflokkurinn í fararbroddi Umræddur greinarhöfundur heldur því fram að pólitík hafi verið allt of fjarlæg ungu fólki. Sem ungur Sjálfstæðismaður get ég ekki gengist við því. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán menn kjörna á þing árið 2021 og þar af voru fjórir ungir Sjálfstæðismenn. Tveir af þeim eru ráðherrar og einn formaður í nefnd. Fimm þingmenn til viðbótar voru ungir Sjálfstæðismenn þegar þeir voru fyrst kjörnir á þing. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina haft sterka ungliðahreyfingu sem hann treystir á. Þing ungra Sjálfstæðismanna hafa yfirleitt verið stærri heldur en landsfundir annarra stjórnmálasamtaka og ungir Sjálfstæðismenn haft veruleg áhrif á stefnu flokksins á landsfundum. Í áratugi höfum við verið að byggja betra líf fyrir okkur og börnin okkar. Það er eilífðarverkefni og það er ekki nema með Sjálfstæðismenn í ráðuneytunum sem það verkefni gengur vel. Sagan segir okkur það. Sterkur Sjálfstæðisflokkur er besta vörnin gegn hreinni vinstri stjórn Við höfum náð árangri í okkar ráðuneytum í þriggja flokka stjórnarsamstarfi og það er ekkert launungarmál að við erum ekki sammála öllu sem er gert í öðrum ráðuneytum. Til að fá Sjálfstæðisstefnuna í fleiri ráðuneyti þarf Sjálfstæðisflokkurinn meira fylgi í kosningum. Lausnin felst ekki í því að kjósa flokk fyrrum formanns Framsóknarflokksins sem lætur staðreyndir ekki flækjast fyrir sér í gegndarlausri baráttu sinni við að lokka fólk frá Sjálfstæðisflokknum. Það eru ekki hagsmunir hans að tala um það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert vel - nýstofnuð ungliðahreyfing Miðflokksins virðist ætla að spila sama leik. Sigmundur er klókur stjórnmálamaður sem sér að auðveldasta bráðin eru þreyttir Sjálfstæðismenn. Það er ekkert mál fyrir hann að vera sparkspekingur á meðan Sjálfstæðismenn hamast á vellinum. Sjálfstæðisstefnan hefur ekkert breyst, en nú þykist allt í einu fyrrum formaður Framsóknarflokksins aðhyllast hana. Hann hefur sagt það í orði en aldrei sýnt það á borði. Man einhver eftir niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar? Átta þingmenn Miðflokksins sögðu nei við ráðdeild í ríkisrekstri. Það er alveg ljóst að ef fólk aðhyllist frjálslyndi og skynsemishyggju, þá mun það finna sig vel í Sjálfstæðisflokknum - þar gæti þó orðið meiri samkeppni en annars staðar um sæti ofarlega á lista fyrir þá sem eftir því sækjast. Ungir sem aldnir eru velkomnir í Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun