Aftur fram af hengifluginu? Ingólfur Sverrisson skrifar 29. september 2024 17:30 Mikil undur og stórmerki voru talin ríkja fyrir tveimur áratugum þegar heimsbyggðinni var talin trú um að hér á landi byggju óviðjafnanlegir fjármálasnillingar. Við hefðum erft yfirskilvitleg gen frá víkingaöld sem síðan þróuðust í einangruninni úti í ballarhafi með þeim árangri að íslenska fjármálakerfið gat boðið hærri ávöxtun fjármuna en afgangurinn af veröldinni treysti sér til enda ekki náð sama þroska á þessu sviði. Peningar streymdu til landsins úr öllum heimshornum til að ná mestu ávöxtun sem sögur fóru af. Þegar þessi dapurlegi hrunadans stóð sem hæst gafst undirrituðum tækifæri til að spyrja í fáfræði einn bankastjóra stærstu bankanna í hverju snilldin væri fólgin. Hann taldi skýringarnar eflaust margar en nefndi þó eitt sérstaklega, að við hefðum Reiknistofu bankanna! Við svarið gafst ég endanlega upp á að skilja þetta sjónarspil og ekki leið á löngu þar til við svifum fram af bjargbrúninni eins og vængjalausir kálfar. Niðurstaðan varð hrikalegt áfall fyrir hið opinbera, einstaklinga og fyrirtæki sem enginn tók ábyrgð á og fáir lærðu af auk þess sem víða erlendis var litið á þessa þjóð eins og viðundur sem lifði í eigin sjálfsblekkingu og væri ekki við bjargandi. Nú bendir allt til þess að aftur sé tekið að hlaðast upp í samskonar bálköst sem gæti haft enn verri afleiðingar eftir nokkur ár fyrir land og þjóð. Í þetta skipti er það ekki ofurtrú á yfirburðafærni Íslendinga í fjármálum heldur að hér sé búið að rækta enn eitt snilldarverkið sem er íslenska krónan – minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Þessi óviðjafnanlegi kjörgripur hafi reynst svo vel að ekki megi einu sinni ræða að taka upp annan og traustari alþjóðlegan gjaldmiðil eins og evruna. Slíkt og þvílíkt tal flokkast að margra mati undir helgispjöll. Þrátt fyrir það hefur um árabil verið hér mikill fjármálaóstöðugleiki og verðbólga meiri en annars staðar. Sífelldar aðgerðir til að halda dýrtíðinni niðri og minnka skaðann sem aðrar þjóðir með öflugri gjaldmiðla eru lausar við. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki með yfir 40% þjóðarframleiðslunnar, og keppa á alþjóðamarkaði, komið sér undan áhrifavaldi krónunnar og þar á meðal vaxtavendinum sem ætlað er að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er því pyntingartæki - með dyggri aðstoð íslensku bankanna - eingöngu beint að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru lokuð inni í krónuhagkerfinu, skulda og komast ekki annað. Í þessum hópi má finna unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið ásamt minni fyrirtækjum sem eru að mestu eða eingöngu með viðskipti á innanlandsmarkaði. Um þessar mundir sjást merki um að þetta fyrirkomulag sé að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar þar sem önnur býr við sömu aðstæður og fólk og fyrirtæki í nágrannalöndunum en hin verður að lúta allt öðrum og lakari kjörum. Með því að lítill áhugi virðist hjá þorra stjórnmálaflokkanna að móta stefnu til lengri tíma til að stöðva þessa þróun mun ójöfnuðurinn aðeins aukast næstu árin og að lokum springur þessi óskapnaður allur í andlitið á þjóðinni með miklum látum. Svona stigvaxandi mismunum gengur einfaldlega ekki til lengdar án alvarlegra afleiðinga. Tvær þjóðir í sama landi við gjörólík kjör til þess eins að halda í þennan örgjaldmiðil af því er virðist af trúarlegri og tilbeiðslukenndri sannfæringu um mikilvægi hans. Þrátt fyrir allt eru þó vísbendingar um að þeim fari fjölgandi sem sjá að í mikið óefni stefnir ef ekkert er að gert enda ekki seinna vænna að taka til hendi áður en við svífum í annað sinn fram af hengifluginu mikla eins og saklausir óvitar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil undur og stórmerki voru talin ríkja fyrir tveimur áratugum þegar heimsbyggðinni var talin trú um að hér á landi byggju óviðjafnanlegir fjármálasnillingar. Við hefðum erft yfirskilvitleg gen frá víkingaöld sem síðan þróuðust í einangruninni úti í ballarhafi með þeim árangri að íslenska fjármálakerfið gat boðið hærri ávöxtun fjármuna en afgangurinn af veröldinni treysti sér til enda ekki náð sama þroska á þessu sviði. Peningar streymdu til landsins úr öllum heimshornum til að ná mestu ávöxtun sem sögur fóru af. Þegar þessi dapurlegi hrunadans stóð sem hæst gafst undirrituðum tækifæri til að spyrja í fáfræði einn bankastjóra stærstu bankanna í hverju snilldin væri fólgin. Hann taldi skýringarnar eflaust margar en nefndi þó eitt sérstaklega, að við hefðum Reiknistofu bankanna! Við svarið gafst ég endanlega upp á að skilja þetta sjónarspil og ekki leið á löngu þar til við svifum fram af bjargbrúninni eins og vængjalausir kálfar. Niðurstaðan varð hrikalegt áfall fyrir hið opinbera, einstaklinga og fyrirtæki sem enginn tók ábyrgð á og fáir lærðu af auk þess sem víða erlendis var litið á þessa þjóð eins og viðundur sem lifði í eigin sjálfsblekkingu og væri ekki við bjargandi. Nú bendir allt til þess að aftur sé tekið að hlaðast upp í samskonar bálköst sem gæti haft enn verri afleiðingar eftir nokkur ár fyrir land og þjóð. Í þetta skipti er það ekki ofurtrú á yfirburðafærni Íslendinga í fjármálum heldur að hér sé búið að rækta enn eitt snilldarverkið sem er íslenska krónan – minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Þessi óviðjafnanlegi kjörgripur hafi reynst svo vel að ekki megi einu sinni ræða að taka upp annan og traustari alþjóðlegan gjaldmiðil eins og evruna. Slíkt og þvílíkt tal flokkast að margra mati undir helgispjöll. Þrátt fyrir það hefur um árabil verið hér mikill fjármálaóstöðugleiki og verðbólga meiri en annars staðar. Sífelldar aðgerðir til að halda dýrtíðinni niðri og minnka skaðann sem aðrar þjóðir með öflugri gjaldmiðla eru lausar við. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki með yfir 40% þjóðarframleiðslunnar, og keppa á alþjóðamarkaði, komið sér undan áhrifavaldi krónunnar og þar á meðal vaxtavendinum sem ætlað er að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er því pyntingartæki - með dyggri aðstoð íslensku bankanna - eingöngu beint að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru lokuð inni í krónuhagkerfinu, skulda og komast ekki annað. Í þessum hópi má finna unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið ásamt minni fyrirtækjum sem eru að mestu eða eingöngu með viðskipti á innanlandsmarkaði. Um þessar mundir sjást merki um að þetta fyrirkomulag sé að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar þar sem önnur býr við sömu aðstæður og fólk og fyrirtæki í nágrannalöndunum en hin verður að lúta allt öðrum og lakari kjörum. Með því að lítill áhugi virðist hjá þorra stjórnmálaflokkanna að móta stefnu til lengri tíma til að stöðva þessa þróun mun ójöfnuðurinn aðeins aukast næstu árin og að lokum springur þessi óskapnaður allur í andlitið á þjóðinni með miklum látum. Svona stigvaxandi mismunum gengur einfaldlega ekki til lengdar án alvarlegra afleiðinga. Tvær þjóðir í sama landi við gjörólík kjör til þess eins að halda í þennan örgjaldmiðil af því er virðist af trúarlegri og tilbeiðslukenndri sannfæringu um mikilvægi hans. Þrátt fyrir allt eru þó vísbendingar um að þeim fari fjölgandi sem sjá að í mikið óefni stefnir ef ekkert er að gert enda ekki seinna vænna að taka til hendi áður en við svífum í annað sinn fram af hengifluginu mikla eins og saklausir óvitar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar