Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2024 07:03 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, þurfti að fækka störfum hjá embættinu um sx í fyrra vegna niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum stjórnenda skipafélaganna tveggja hófst árið 2014. Fjórir núverandi og fyrrverandi stjórnendur félaganna hafa haft stöðu sakbornings við rannsóknina. Samkeppniseftirlitið gerði Samskipum að greiða 4,2 milljarða króna í sekt vegna ólöglegs samráðs við Eimskip en síðarnefnda félagið gerði sátt við eftirlitið um að það greiddi 1,5 milljarða króna fyrir sinn þátt. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir málið enn skráð í rannsókn hjá embættinu en hún sé ekki virk í augnablikinu. Málið sé umfangsmikið og mannaflafrekt og embættið hafi einfaldlega ekki mannafla í að vinna það samfellt samhliða öðrum stórum málum. „Það er tíu ára fyrningartími á þessum brotum. Ég reikna með að taka stöðuna á því þegar við förum að hafa einhverjar lausar hendur,“ segir hann við Vísi. Sektirnar sem Samskipum og Eimskipum voru gerðar vörðuðu ólöglegt samráð sem Samkeppniseftirlitið sagði hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2013. Að minnsta kosti hluti mögulegra lögbrota gæti því þegar verið fyrndur. „Það er reglulega farið yfir málastöðuna. Það er náttúrulega endalaus forgangsröðun í gangi eins og annars staðar í opinbera kerfinu,“ segir Ólafur Þór. Meiri niðurskurðarkrafa en annars staðar hjá löggæslu og í dómskerfi Nokkur stór mál sem komu upp árið 2019 hafa haldið stórum hópi starfsmanna héraðssaksóknaraembættisins uppteknum, meðal annars umfangsmikið peningaþvættismál þar sem hátt í fimmtíu manns hafa stöðu sakbornings og tengist stórum fíkniefnamálum. Þá kom mál Samherja í Namibíu inn á borð embættisins á sama tíma. Til að bæta gráu ofan á svart fékk embætti héraðssaksóknara á sig fimm prósent niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Ólafur Þór segir að fækkað hafi verið um sex störf hjá embættinu vegna þess í fyrra. Fækkað hafi verið á öllum sviðum embættisins, þar á meðal aðstoðarsaksóknurum og rannsakendum. Ólafur Þór segir að löggæsla og dómstólar hafi einnig fengið á sig niðurskurðarkröfu í fyrra en hún hafi verið innan við helmingur þess sem embætti hans þurfti að minnka við sig. „Einhverra hluta vegna var niðurskurðurinn dýpri hjá ákæruvaldinu en hjá þessum stofnunum sem við störfum í miklu návígi við. Þá verður náttúrulega slagsíða á því embætti sem er skorið meira niður en önnur. Það eru ekki mjög flókin vísindi,“ segir hann. Varðandi rannsóknina á samráðsmáli skipafélaganna segir Ólafur Þór að það sjái fyrir endann á rannsókn nokkurra þeirra stóru mála sem hafa haldið starfsmönnum embættisins frá því. „Þá förum við að ráðstafa þeim mannskap sem losnar og huga að því sem eftir stendur.“ Rekstur hins opinbera Dómsmál Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47 Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum stjórnenda skipafélaganna tveggja hófst árið 2014. Fjórir núverandi og fyrrverandi stjórnendur félaganna hafa haft stöðu sakbornings við rannsóknina. Samkeppniseftirlitið gerði Samskipum að greiða 4,2 milljarða króna í sekt vegna ólöglegs samráðs við Eimskip en síðarnefnda félagið gerði sátt við eftirlitið um að það greiddi 1,5 milljarða króna fyrir sinn þátt. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir málið enn skráð í rannsókn hjá embættinu en hún sé ekki virk í augnablikinu. Málið sé umfangsmikið og mannaflafrekt og embættið hafi einfaldlega ekki mannafla í að vinna það samfellt samhliða öðrum stórum málum. „Það er tíu ára fyrningartími á þessum brotum. Ég reikna með að taka stöðuna á því þegar við förum að hafa einhverjar lausar hendur,“ segir hann við Vísi. Sektirnar sem Samskipum og Eimskipum voru gerðar vörðuðu ólöglegt samráð sem Samkeppniseftirlitið sagði hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2013. Að minnsta kosti hluti mögulegra lögbrota gæti því þegar verið fyrndur. „Það er reglulega farið yfir málastöðuna. Það er náttúrulega endalaus forgangsröðun í gangi eins og annars staðar í opinbera kerfinu,“ segir Ólafur Þór. Meiri niðurskurðarkrafa en annars staðar hjá löggæslu og í dómskerfi Nokkur stór mál sem komu upp árið 2019 hafa haldið stórum hópi starfsmanna héraðssaksóknaraembættisins uppteknum, meðal annars umfangsmikið peningaþvættismál þar sem hátt í fimmtíu manns hafa stöðu sakbornings og tengist stórum fíkniefnamálum. Þá kom mál Samherja í Namibíu inn á borð embættisins á sama tíma. Til að bæta gráu ofan á svart fékk embætti héraðssaksóknara á sig fimm prósent niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Ólafur Þór segir að fækkað hafi verið um sex störf hjá embættinu vegna þess í fyrra. Fækkað hafi verið á öllum sviðum embættisins, þar á meðal aðstoðarsaksóknurum og rannsakendum. Ólafur Þór segir að löggæsla og dómstólar hafi einnig fengið á sig niðurskurðarkröfu í fyrra en hún hafi verið innan við helmingur þess sem embætti hans þurfti að minnka við sig. „Einhverra hluta vegna var niðurskurðurinn dýpri hjá ákæruvaldinu en hjá þessum stofnunum sem við störfum í miklu návígi við. Þá verður náttúrulega slagsíða á því embætti sem er skorið meira niður en önnur. Það eru ekki mjög flókin vísindi,“ segir hann. Varðandi rannsóknina á samráðsmáli skipafélaganna segir Ólafur Þór að það sjái fyrir endann á rannsókn nokkurra þeirra stóru mála sem hafa haldið starfsmönnum embættisins frá því. „Þá förum við að ráðstafa þeim mannskap sem losnar og huga að því sem eftir stendur.“
Rekstur hins opinbera Dómsmál Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47 Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47
Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24