Þess vegna býð ég mig fram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. október 2024 11:31 Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Ég gekk til liðs við Vinstri græn vegna áherslu hreyfingarinnar á umhverfismál og náttúruvernd. Ég menntaði mig á því sviði og hef nær alla mína starfsævi starfað í græna geiranum. Ég brenn fyrir vernd náttúru Íslands og vara við síaukinni ásókn í hálendið, víðernin okkar, heiðar og lítt raskað land. Sem umhverfisráðherra friðlýsti ég um 30 svæði, þ.m.t. Geysi, Goðafoss, Látrabjarg og Gerpissvæðið og stækkaði auk þess Vatnajökulsþjóðgarð og Snæfellsjökulsþjóðgarð umtalsvert. Ég tel friðlýsingar eitt öflugasta verkfærið í náttúruvernd. Baráttan við loftslagsbreytingar er barátta okkar allra, því loftslagið myndar umgjörðina sem mótar vistkerfin og þaðan fáum við fæði og klæði. Loftslagsmálin eru því ekki bara stærsta umhverfismálið heldur líka eitt stærsta velferðarmál þessarar aldar. Velferðarmál eru mér líka afar hugleikin, ekki síst réttindi fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, en seta mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur dýpkað skilning minn og aukið baráttuþrek mitt fyrir bættum kjörum og aðstæðum þessa hóps. Að auka og viðhalda sjálfsögðum mannréttindum í heimi þar sem hægri öfgahyggju vex ásmegin er risastórt verkefni sem ég vil halda áfram að vinna að. Hér má nefna kvenfrelsi, mannréttindi hinsegin fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda. Við sjáum aukna stéttskiptingu í íslensku samfélagi, ekki síst á meðal innflytjenda, og á henni verður að vinna bug. Friðarmálin eru mér einnig hugleikin en stríðsátökum fer fjölgandi í heiminum. Ísland á alltaf að tala fyrir friði og hafna vígvæðingu, enda ekkert jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Þessum málum og mörgum fleirum vil ég halda á lofti sem varaformaður VG, fái ég umboð félaga minna til þess á landsfundi okkar sem hefst í dag. Undanfarna mánuði hef ég sinnt starfi formanns VG og mikil gróska hefur verið í starfi hreyfingarinnar, nýir félagar gengið til liðs við okkur og gamlir félagar snúið aftur. Af þessu fólki er mikill liðsauki og góður heimanmundur fyrir komandi kosningar. Ég vil ásamt nýjum formanni og nýrri stjórn VG fara á fullt í að skipuleggja og undirbúa kosningaveturinn og hleypa glæðum í félagsstarfið í hreyfingunni okkar. Að mínu mati þarf Ísland sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að koma henni á laggirnar, ef við fáum til þess stuðning í kosningum og það tekst að mynda slíka ríkisstjórn utan um málefni sem við setjum á oddinn. Þess vegna býð ég mig fram til endurkjörs sem varaformaður VG. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Ég gekk til liðs við Vinstri græn vegna áherslu hreyfingarinnar á umhverfismál og náttúruvernd. Ég menntaði mig á því sviði og hef nær alla mína starfsævi starfað í græna geiranum. Ég brenn fyrir vernd náttúru Íslands og vara við síaukinni ásókn í hálendið, víðernin okkar, heiðar og lítt raskað land. Sem umhverfisráðherra friðlýsti ég um 30 svæði, þ.m.t. Geysi, Goðafoss, Látrabjarg og Gerpissvæðið og stækkaði auk þess Vatnajökulsþjóðgarð og Snæfellsjökulsþjóðgarð umtalsvert. Ég tel friðlýsingar eitt öflugasta verkfærið í náttúruvernd. Baráttan við loftslagsbreytingar er barátta okkar allra, því loftslagið myndar umgjörðina sem mótar vistkerfin og þaðan fáum við fæði og klæði. Loftslagsmálin eru því ekki bara stærsta umhverfismálið heldur líka eitt stærsta velferðarmál þessarar aldar. Velferðarmál eru mér líka afar hugleikin, ekki síst réttindi fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, en seta mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur dýpkað skilning minn og aukið baráttuþrek mitt fyrir bættum kjörum og aðstæðum þessa hóps. Að auka og viðhalda sjálfsögðum mannréttindum í heimi þar sem hægri öfgahyggju vex ásmegin er risastórt verkefni sem ég vil halda áfram að vinna að. Hér má nefna kvenfrelsi, mannréttindi hinsegin fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda. Við sjáum aukna stéttskiptingu í íslensku samfélagi, ekki síst á meðal innflytjenda, og á henni verður að vinna bug. Friðarmálin eru mér einnig hugleikin en stríðsátökum fer fjölgandi í heiminum. Ísland á alltaf að tala fyrir friði og hafna vígvæðingu, enda ekkert jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Þessum málum og mörgum fleirum vil ég halda á lofti sem varaformaður VG, fái ég umboð félaga minna til þess á landsfundi okkar sem hefst í dag. Undanfarna mánuði hef ég sinnt starfi formanns VG og mikil gróska hefur verið í starfi hreyfingarinnar, nýir félagar gengið til liðs við okkur og gamlir félagar snúið aftur. Af þessu fólki er mikill liðsauki og góður heimanmundur fyrir komandi kosningar. Ég vil ásamt nýjum formanni og nýrri stjórn VG fara á fullt í að skipuleggja og undirbúa kosningaveturinn og hleypa glæðum í félagsstarfið í hreyfingunni okkar. Að mínu mati þarf Ísland sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að koma henni á laggirnar, ef við fáum til þess stuðning í kosningum og það tekst að mynda slíka ríkisstjórn utan um málefni sem við setjum á oddinn. Þess vegna býð ég mig fram til endurkjörs sem varaformaður VG. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns VG.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun