Á bak við tjöldin Arnar Þór Jónsson skrifar 8. október 2024 12:02 Stjórnmálin eiga að byggjast á grundvallarviðmiðum. Stjórnmálaflokkar bjóða fram lista og skuldbinda sig til að framfylgja sínum viðmiðum. Á Íslandi hefur það gerst að flokkarnir hafa hrokkið af sinni hugmyndafræðilegu rót. Afleiðingin hefur orðið sú að stjórnmálin hafa orðið stefnulaus, ófyrirsjáanlegur hrærigrautur. Í sinni verstu mynd fara þau að snúast um hagsmuni valdamanna, en ekki kjósenda. Hér þarf endurnýjunar við. Stofnendur og stuðningsmenn Lýðræðisflokksins hafa fengið nóg af stefnulausri siglingu þjóðarskútunnar því öll berum við í brjósti ættjarðarást til landsins okkar og alls þess góða sem það hefur gefið okkur. Snúa verður stýrinu án tafar ef ekki á illa að fara. Ábyrgðin á að það verði gert hvílir á okkur Íslendingum, því allt ríkisvald stafar frá þjóðinni. Það erum við sem kjósum fulltrúa á Alþingi. Hlutverk þingmanna er að setja lög og svara til ábyrgðar gagnvart kjósendum. Í ljósi alls framanritaðs er erfitt að skilja áhuga íslenskra ráðamanna á því að framselja völd og áhrif úr landi til erlendra stofnana, sbr. nú m.a. frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á EES samningnum viðvíkjandi bókun 35. Miklir hagsmunir eru við það bundnir að Íslendingar átti sig á þeim straumum sem móta stjórnmálin nú á dögum. Vísbendingar eru nú um að þar styrkist nú straumar sem eru ekki lýðræðislegir og hirða ekkert um klassískt frjálslyndi, heldur sigla áfram undir flaggi gervifrjálslyndis og gervilýðræðis. Í bókinni Framfaragoðsögnin eftir Georg Henrik von Wright (útg. 1993) fá finna umfjöllun sem varpa gagnlegu ljósi á samhengið sem hér um ræðir: Bandalag vísinda, tækni og iðnaðar mætti nefna tækniveldi. Tilhneiging þess er að verða alþjóðlegt og hafið yfir landamæri. Þar með verður það einnig sífellt óháðara því félagslega og pólitíska kerfi sem þróast hefur innan þjóðríkjanna og reist er á menningarlegum og þjóðernislegum venslum. Aukin spenna milli hins þjóðlega og hins yfirþjóðlega, milli hins pólitíska stjórnarforms og tækniveldisins, er eitt af dæmigerðum þjóðfélagseinkennum menningarinnar í lok tuttugustu aldar. [...] við lifum á tímum þegar tækniveldið er um það bil að taka völdin af pólitíska kerfinu. Ákvarðanir sem teknar eru innan hins síðarnefnda eru oft aðeins staðfesting á því sem hrundið hefur verið í framkvæmd innan hins fyrrnefnda. [Bls. 106-107] Tækniveldið stefnir að heimsumsvifum, um allan hnöttinn, milli ríkja eða öllu heldur þvert yfir landamæri. Pólitíska kerfið er samkvæmt hefð skipulagt innan þjóðríkja. Með einföldun má kalla stjórn tækniveldisins tækniræði, stjórn pólitíska kerfisins lýðræði. Milli þessara tveggja stjórnkerfa ríkir margs konar spenna. [ ...] hið þjoðlega pólitíska kerfi er á góðri leið með að hverfa inn í hið hnattræna tækniveldi. Ríkisstjórnum og þjoðþingum er stillt upp gagnvart veruleika sem þau hafa átt lítinn eða engan þátt í að skapa en neyðast þó til að aðlaga framtíðarákvarðanir sínar eftir afleiðingum hans og kröfum. Hið pólitíska kerfi er þannig milli steins og sleggur. annars vegar er fólkið eða kjósendurnir sem það hefur þegið umboð sitt frá og hins vegar er þrýsingur ákveðinna afla sem ríkisstjórnir þjóðríkjanna hafa engin yfirráð yfir. Þetta skapar trúnaðarbrest milli fólksins og þjóðkjörinna fulltrúa þess. Eitt af sjúkdómseinkennunum er það sem í daglegu tali kallast leiði á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Alvarlegara er að kjósendur hætti að treysta því að hinar lýðræðislegu stjórnarstofnanir séu þeirra leið til að taka þátt í ákvörðun þess sem gera skal. Upp kemur ástand sem ekki er ofmælt að kalla kreppu lýðræðisins. Einstaklingurinn, sem lítur ekki lengur á sig sem borgara í þjoðfélagi þar sem vilji hans eða hennar á aðild að ákvörðunum, verður í staðinn einangruð einkapersóna sem mænir á sína eigin spegilmynd. Bls. [124-125] Samantekt Hér að framan er lýst straumum sem renna undir yfirborði lýðræðislegrar umræðu. Að baki búa risastór, alþjóðleg fjármála- og hagsmunaöfl sem vilja seilast til áhrifa á vettvangi þjóðríkjanna. Gegn þessu þarf að standa lýðræðislegan vörð og tryggja að ekki verði hróflað við grunnstoðum lífsgæða í landinu, þ.m.t. náttúruauðlindum, orku, vatnsnýtingu, umhverfisvernd o.fl. Ég hvet lesendur til rýna í gegnum yfirborð daglegrar umræðu og greina hvað býr að baki. Ísland þarf ekki – og á ekki – að þurfa að sópast með straumnum. Við þurfum ekki að afhenda vald og áhrif úr landi til fólks sem við þekkjum ekki. Kjörnum fulltrúum okkar leyfist ekki að afsala íslensku ríkisvaldi (valdi þjóðarinnar) til erlendra ríkja eða ríkjabandalaga. Slíkt má a.m.k. ekki gerast nema að undangenginni upplýstri umræðu og viðeigandi breytingum á stjórnarskrá. Sjálfsákvörðunarréttur verður ekki varinn með því að taka upp stjórnlyndi. Lýðræðið verður ekki varið með því að taka upp tækniræði. Höfundur er lögmaður og stofnandi Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Stjórnmálin eiga að byggjast á grundvallarviðmiðum. Stjórnmálaflokkar bjóða fram lista og skuldbinda sig til að framfylgja sínum viðmiðum. Á Íslandi hefur það gerst að flokkarnir hafa hrokkið af sinni hugmyndafræðilegu rót. Afleiðingin hefur orðið sú að stjórnmálin hafa orðið stefnulaus, ófyrirsjáanlegur hrærigrautur. Í sinni verstu mynd fara þau að snúast um hagsmuni valdamanna, en ekki kjósenda. Hér þarf endurnýjunar við. Stofnendur og stuðningsmenn Lýðræðisflokksins hafa fengið nóg af stefnulausri siglingu þjóðarskútunnar því öll berum við í brjósti ættjarðarást til landsins okkar og alls þess góða sem það hefur gefið okkur. Snúa verður stýrinu án tafar ef ekki á illa að fara. Ábyrgðin á að það verði gert hvílir á okkur Íslendingum, því allt ríkisvald stafar frá þjóðinni. Það erum við sem kjósum fulltrúa á Alþingi. Hlutverk þingmanna er að setja lög og svara til ábyrgðar gagnvart kjósendum. Í ljósi alls framanritaðs er erfitt að skilja áhuga íslenskra ráðamanna á því að framselja völd og áhrif úr landi til erlendra stofnana, sbr. nú m.a. frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á EES samningnum viðvíkjandi bókun 35. Miklir hagsmunir eru við það bundnir að Íslendingar átti sig á þeim straumum sem móta stjórnmálin nú á dögum. Vísbendingar eru nú um að þar styrkist nú straumar sem eru ekki lýðræðislegir og hirða ekkert um klassískt frjálslyndi, heldur sigla áfram undir flaggi gervifrjálslyndis og gervilýðræðis. Í bókinni Framfaragoðsögnin eftir Georg Henrik von Wright (útg. 1993) fá finna umfjöllun sem varpa gagnlegu ljósi á samhengið sem hér um ræðir: Bandalag vísinda, tækni og iðnaðar mætti nefna tækniveldi. Tilhneiging þess er að verða alþjóðlegt og hafið yfir landamæri. Þar með verður það einnig sífellt óháðara því félagslega og pólitíska kerfi sem þróast hefur innan þjóðríkjanna og reist er á menningarlegum og þjóðernislegum venslum. Aukin spenna milli hins þjóðlega og hins yfirþjóðlega, milli hins pólitíska stjórnarforms og tækniveldisins, er eitt af dæmigerðum þjóðfélagseinkennum menningarinnar í lok tuttugustu aldar. [...] við lifum á tímum þegar tækniveldið er um það bil að taka völdin af pólitíska kerfinu. Ákvarðanir sem teknar eru innan hins síðarnefnda eru oft aðeins staðfesting á því sem hrundið hefur verið í framkvæmd innan hins fyrrnefnda. [Bls. 106-107] Tækniveldið stefnir að heimsumsvifum, um allan hnöttinn, milli ríkja eða öllu heldur þvert yfir landamæri. Pólitíska kerfið er samkvæmt hefð skipulagt innan þjóðríkja. Með einföldun má kalla stjórn tækniveldisins tækniræði, stjórn pólitíska kerfisins lýðræði. Milli þessara tveggja stjórnkerfa ríkir margs konar spenna. [ ...] hið þjoðlega pólitíska kerfi er á góðri leið með að hverfa inn í hið hnattræna tækniveldi. Ríkisstjórnum og þjoðþingum er stillt upp gagnvart veruleika sem þau hafa átt lítinn eða engan þátt í að skapa en neyðast þó til að aðlaga framtíðarákvarðanir sínar eftir afleiðingum hans og kröfum. Hið pólitíska kerfi er þannig milli steins og sleggur. annars vegar er fólkið eða kjósendurnir sem það hefur þegið umboð sitt frá og hins vegar er þrýsingur ákveðinna afla sem ríkisstjórnir þjóðríkjanna hafa engin yfirráð yfir. Þetta skapar trúnaðarbrest milli fólksins og þjóðkjörinna fulltrúa þess. Eitt af sjúkdómseinkennunum er það sem í daglegu tali kallast leiði á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Alvarlegara er að kjósendur hætti að treysta því að hinar lýðræðislegu stjórnarstofnanir séu þeirra leið til að taka þátt í ákvörðun þess sem gera skal. Upp kemur ástand sem ekki er ofmælt að kalla kreppu lýðræðisins. Einstaklingurinn, sem lítur ekki lengur á sig sem borgara í þjoðfélagi þar sem vilji hans eða hennar á aðild að ákvörðunum, verður í staðinn einangruð einkapersóna sem mænir á sína eigin spegilmynd. Bls. [124-125] Samantekt Hér að framan er lýst straumum sem renna undir yfirborði lýðræðislegrar umræðu. Að baki búa risastór, alþjóðleg fjármála- og hagsmunaöfl sem vilja seilast til áhrifa á vettvangi þjóðríkjanna. Gegn þessu þarf að standa lýðræðislegan vörð og tryggja að ekki verði hróflað við grunnstoðum lífsgæða í landinu, þ.m.t. náttúruauðlindum, orku, vatnsnýtingu, umhverfisvernd o.fl. Ég hvet lesendur til rýna í gegnum yfirborð daglegrar umræðu og greina hvað býr að baki. Ísland þarf ekki – og á ekki – að þurfa að sópast með straumnum. Við þurfum ekki að afhenda vald og áhrif úr landi til fólks sem við þekkjum ekki. Kjörnum fulltrúum okkar leyfist ekki að afsala íslensku ríkisvaldi (valdi þjóðarinnar) til erlendra ríkja eða ríkjabandalaga. Slíkt má a.m.k. ekki gerast nema að undangenginni upplýstri umræðu og viðeigandi breytingum á stjórnarskrá. Sjálfsákvörðunarréttur verður ekki varinn með því að taka upp stjórnlyndi. Lýðræðið verður ekki varið með því að taka upp tækniræði. Höfundur er lögmaður og stofnandi Lýðræðisflokksins.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun