Sorrý, ekkert partý fyrir þig (þú ert svo mikið ves) Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 9. október 2024 11:02 Sum hafa ekki aðgengi að skrifstofu sveitarfélagsins eða einu versluninni í plássinu, né leikskólanum, hvað þá að störfum sem henta. Við sem nýtum hjólastóla verðum fyrir ýmsum hindrunum í daglegu lífi. Hindrunum sem aðrir, og ég sjálf í fyrra lífi, tókum ekki eftir. Það að komast ekki í veislur, partý, íþróttaviðburði, leikhús eða annað varð allt í einu blákaldur veruleikinn. Félagslegt aðgengi er mikilvægara hreyfihömluðu fólki eftir að það fær hjólastólinn heldur en áður. Útilokun, aðgreining og höfnun eru erfitt föruneyti þess sem nýtir hjálpartæki, en vandamálið er ekki þess hreyfihamlaða heldur samfélagsins; fyrirtækja sem ráða ekki hreyfihamlað fólk í vinnu vegna lágs fötlunarsjálfstraust, ráðuneyta þar sem hreyfihamlað fólk er skilið eftir þegar partý eru haldin, af því að partýstaðurinn er ekki aðgengilegur. Sama má segja um ferðamannastaði, hótel og viðburði svo sem þegar friðarsúlan er tendruð í Viðey, ekkert aðgengi. Svo eru það afmælisveislurnar þar sem öllum í bekknum er boðið en hreyfihamlaða barnið kemst ekki í. Að ekki sé minnst á Íþróttirnar og viðburðina sem hreyfihömluð börn og fullorðnir eru útilokuð frá vegna aðgengisleysis. Sjálfsbjörg hefur í áratugi vakið athygli á og barist fyrir úrbótum í þessum málum og margt hefur áunnist. Aðgengi hefur stórlega batnað og má þakka það t.d. bættum Skipulags- og byggingalögum og byggingareglugerðum þar sem algild hönnun er viðmiðið. En eitt er að lög taki tillit til hreyfihamlaðs fólks, annað er að samfélagið, fólkið í landinu, tileinki sér þann hugsunarhátt að gera ráð fyrir öllum. Að það sé í raun viðurkennt og þykja sjálfsögð réttindi að fatlað fólk hafi aðgengi að öllum sviðum samfélagsins. Í því felst ekki bara aðgengi að partýjum þó þau séu mikilvæg heldur líka aðgengi að menntun, atvinnu, menningu og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur, ítrekað verið bent á að hugsunarleysi þeirra sem hanna og byggja hindranir í samfélaginu, gera okkur sem nýtum hjálpartæki gríðarlegan óleik. Bara með hugsunarleysi sínu. Sama má segja um partý það sem umrætt hefur verið í fjölmiðlum og vinum mínum var boðið í en var ekki aðgengilegt. Þau tóku þá ákvörðun að í stað þess að sitja eftir með sára tilfinningu höfnunar, buðu þau í partýið heim til sín og þangað gátu allir starfsfélagar komið hvort sem þeir nýttu hjólastól eða ekki. Það má þó ekki vera þannig að best sé að sá sem nýtir hjálpartæki bjóði alltaf í partýið. Í viðhorfaveisluna er öllum boðið, en til þess að mæta í hana þarf fólk að vera rétt gírað og í stuði, líka veisluhaldararnir. Látum nýliðinn atburð um viðhorf eða hugsunarleysi, eins og það er kallað, verða til þess að breyta leiknum, þannig að öll geti tekið þátt. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Sum hafa ekki aðgengi að skrifstofu sveitarfélagsins eða einu versluninni í plássinu, né leikskólanum, hvað þá að störfum sem henta. Við sem nýtum hjólastóla verðum fyrir ýmsum hindrunum í daglegu lífi. Hindrunum sem aðrir, og ég sjálf í fyrra lífi, tókum ekki eftir. Það að komast ekki í veislur, partý, íþróttaviðburði, leikhús eða annað varð allt í einu blákaldur veruleikinn. Félagslegt aðgengi er mikilvægara hreyfihömluðu fólki eftir að það fær hjólastólinn heldur en áður. Útilokun, aðgreining og höfnun eru erfitt föruneyti þess sem nýtir hjálpartæki, en vandamálið er ekki þess hreyfihamlaða heldur samfélagsins; fyrirtækja sem ráða ekki hreyfihamlað fólk í vinnu vegna lágs fötlunarsjálfstraust, ráðuneyta þar sem hreyfihamlað fólk er skilið eftir þegar partý eru haldin, af því að partýstaðurinn er ekki aðgengilegur. Sama má segja um ferðamannastaði, hótel og viðburði svo sem þegar friðarsúlan er tendruð í Viðey, ekkert aðgengi. Svo eru það afmælisveislurnar þar sem öllum í bekknum er boðið en hreyfihamlaða barnið kemst ekki í. Að ekki sé minnst á Íþróttirnar og viðburðina sem hreyfihömluð börn og fullorðnir eru útilokuð frá vegna aðgengisleysis. Sjálfsbjörg hefur í áratugi vakið athygli á og barist fyrir úrbótum í þessum málum og margt hefur áunnist. Aðgengi hefur stórlega batnað og má þakka það t.d. bættum Skipulags- og byggingalögum og byggingareglugerðum þar sem algild hönnun er viðmiðið. En eitt er að lög taki tillit til hreyfihamlaðs fólks, annað er að samfélagið, fólkið í landinu, tileinki sér þann hugsunarhátt að gera ráð fyrir öllum. Að það sé í raun viðurkennt og þykja sjálfsögð réttindi að fatlað fólk hafi aðgengi að öllum sviðum samfélagsins. Í því felst ekki bara aðgengi að partýjum þó þau séu mikilvæg heldur líka aðgengi að menntun, atvinnu, menningu og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur, ítrekað verið bent á að hugsunarleysi þeirra sem hanna og byggja hindranir í samfélaginu, gera okkur sem nýtum hjálpartæki gríðarlegan óleik. Bara með hugsunarleysi sínu. Sama má segja um partý það sem umrætt hefur verið í fjölmiðlum og vinum mínum var boðið í en var ekki aðgengilegt. Þau tóku þá ákvörðun að í stað þess að sitja eftir með sára tilfinningu höfnunar, buðu þau í partýið heim til sín og þangað gátu allir starfsfélagar komið hvort sem þeir nýttu hjólastól eða ekki. Það má þó ekki vera þannig að best sé að sá sem nýtir hjálpartæki bjóði alltaf í partýið. Í viðhorfaveisluna er öllum boðið, en til þess að mæta í hana þarf fólk að vera rétt gírað og í stuði, líka veisluhaldararnir. Látum nýliðinn atburð um viðhorf eða hugsunarleysi, eins og það er kallað, verða til þess að breyta leiknum, þannig að öll geti tekið þátt. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun