Gefum okkur 5 mínútur á dag til að rækta félagsleg tengsl Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 10. október 2024 09:01 Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl. Í heimi þar sem stafrænir skjáir eru yfirráðandi í daglegu lífi okkar og hraðinn í samfélaginu er mikill verður oft lítill tími fyrir nærandi félagsleg tengsl, augliti til auglitis. Manneskjur eru félagslegsverur í eðli sínu. Þó tæknin hafi gjörbylt öllum samskiptum og auðveldað okkur að vera í sambandi við aðra, ná slík samskipti ekki að uppfylla meðfædda þörf fyrir persónulega tengingu. Rannsóknir sýna að gefandi sambönd og félagsleg tengsl eru ekki bara nauðsynleg fyrir lífsánægju heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Grunnþörf mannsins Þörfin fyrir að tengjast öðrum er ein af grunnþörfum mannsins sem á sér djúpar rætur í þróunarsögu okkar. Fyrir forfeðrum okkar gáfu félagsleg tengsl vernd gegn rándýrum, aðgang að auðlindum og tækifæri til að miðla þekkingu. Félagsleg tengsl skiptu sköpum til að lifa af og þessi þörf fyrir tengsl hefur fylgt okkur í gegnum kynslóðir. Hinn þögli faraldur Þörf fyrir sterk félagsleg tengsl er ef til vill aldrei mikilvægari en einmitt nú. Þrátt fyrir að búa í heimi þar sem við erum sítengd, segja margir í dag að þeir séu meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þversögn stafrænu aldarinnar er sú að þó hún hafi auðveldað samskipti, hefur hún einnig ýtt undir yfirborðsleg samskipti. Samfélagsmiðlar geta til dæmis skapað falska tilfinningu um tengsl, þar sem fjöldi þeirra sem líka við eða fylgja viðkomandi verður mælikvarði á félagsauð. Það sem vantar hins vegar í þessi samskipti er sú dýpt og nánd sem skapast þegar við hittumst augliti til auglitis. Hlutverk samfélagsins í vellíðan borgaranna Samfélög skapa náttúrulegt rými fyrir félagsleg tengsl. Hvort sem það er í gegnum hverfi, trúfélög, vinnustaði eða félagslega hópa, bjóða samfélög upp á tækifæri fyrir einstaklinga til að eiga samskipti, mynda tengsl, vera þátttakendur og tilheyra í samfélaginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem eru virkir í samfélögum sínum búa við betri geðheilsu, vellíðan og hamingju. Sterk samfélagstilfinning getur dregið úr einmanaleika og aukið hamingju. Að vera hluti af samfélagi skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að deila sameiginlegri reynslu, styðja hvert annað og þróa tilfinningu um að tilheyra. Jafnframt eykur það almenna vellíðan og hamingju sem og seiglu gegn streituvöldum lífsins. Jákvæð tengsl á vinnustöðum Á vinnustöðum geta félagsleg tengsl og stuðningur starfsmanna bætt starfsandann verulega, dregið úr kulnun og aukið starfsánægju. Fólk eyðir töluverðum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan að byggja upp jákvæð tengsl í þessu umhverfi. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag minnum við á „Fimm leiðir að vellíðan“: Myndum tengsl, verum virk, tökum eftir, höldum áfram að læra og gefum af okkur. Við viljum einnig taka undir með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur sem hvetur okkur til að vera riddarar kærleikans. Horfumst í augu og tökum utan um hvort annað. Gefum af okkur og leggjum þannig okkar af mörkum við að skapa gott og kærleiksríkt samfélag. Að lokum skorum við á alla til að gefa sér að minnsta kosti 5 mínútur í dag til að rækta félagsleg tengsl. Höfundur er sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl. Í heimi þar sem stafrænir skjáir eru yfirráðandi í daglegu lífi okkar og hraðinn í samfélaginu er mikill verður oft lítill tími fyrir nærandi félagsleg tengsl, augliti til auglitis. Manneskjur eru félagslegsverur í eðli sínu. Þó tæknin hafi gjörbylt öllum samskiptum og auðveldað okkur að vera í sambandi við aðra, ná slík samskipti ekki að uppfylla meðfædda þörf fyrir persónulega tengingu. Rannsóknir sýna að gefandi sambönd og félagsleg tengsl eru ekki bara nauðsynleg fyrir lífsánægju heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Grunnþörf mannsins Þörfin fyrir að tengjast öðrum er ein af grunnþörfum mannsins sem á sér djúpar rætur í þróunarsögu okkar. Fyrir forfeðrum okkar gáfu félagsleg tengsl vernd gegn rándýrum, aðgang að auðlindum og tækifæri til að miðla þekkingu. Félagsleg tengsl skiptu sköpum til að lifa af og þessi þörf fyrir tengsl hefur fylgt okkur í gegnum kynslóðir. Hinn þögli faraldur Þörf fyrir sterk félagsleg tengsl er ef til vill aldrei mikilvægari en einmitt nú. Þrátt fyrir að búa í heimi þar sem við erum sítengd, segja margir í dag að þeir séu meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þversögn stafrænu aldarinnar er sú að þó hún hafi auðveldað samskipti, hefur hún einnig ýtt undir yfirborðsleg samskipti. Samfélagsmiðlar geta til dæmis skapað falska tilfinningu um tengsl, þar sem fjöldi þeirra sem líka við eða fylgja viðkomandi verður mælikvarði á félagsauð. Það sem vantar hins vegar í þessi samskipti er sú dýpt og nánd sem skapast þegar við hittumst augliti til auglitis. Hlutverk samfélagsins í vellíðan borgaranna Samfélög skapa náttúrulegt rými fyrir félagsleg tengsl. Hvort sem það er í gegnum hverfi, trúfélög, vinnustaði eða félagslega hópa, bjóða samfélög upp á tækifæri fyrir einstaklinga til að eiga samskipti, mynda tengsl, vera þátttakendur og tilheyra í samfélaginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem eru virkir í samfélögum sínum búa við betri geðheilsu, vellíðan og hamingju. Sterk samfélagstilfinning getur dregið úr einmanaleika og aukið hamingju. Að vera hluti af samfélagi skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að deila sameiginlegri reynslu, styðja hvert annað og þróa tilfinningu um að tilheyra. Jafnframt eykur það almenna vellíðan og hamingju sem og seiglu gegn streituvöldum lífsins. Jákvæð tengsl á vinnustöðum Á vinnustöðum geta félagsleg tengsl og stuðningur starfsmanna bætt starfsandann verulega, dregið úr kulnun og aukið starfsánægju. Fólk eyðir töluverðum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan að byggja upp jákvæð tengsl í þessu umhverfi. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag minnum við á „Fimm leiðir að vellíðan“: Myndum tengsl, verum virk, tökum eftir, höldum áfram að læra og gefum af okkur. Við viljum einnig taka undir með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur sem hvetur okkur til að vera riddarar kærleikans. Horfumst í augu og tökum utan um hvort annað. Gefum af okkur og leggjum þannig okkar af mörkum við að skapa gott og kærleiksríkt samfélag. Að lokum skorum við á alla til að gefa sér að minnsta kosti 5 mínútur í dag til að rækta félagsleg tengsl. Höfundur er sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun