Að bjarga mannslífi Högni Óskarsson skrifar 10. október 2024 10:33 Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir. Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Tillagan er studd af stórum meirihluta þingmanna. Tillaga Ingibjargar hefur tekið þeim breytingum frá fyrstu kynningu s.l. vor, að hún felur nú í sér stuðning við rannsókn sem nú þegar hefur verið gangsett. Rannsóknin er á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samvinnu við Miðstöð heilbrigðisvísinda hjá Háskóla Íslands og Heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri. Heilbrigðisupplýsingum hefur verið safnað frá Landspítala, háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, SÁÁ Vogi, öllum heilsugæsluumdæmum og úr Lyfjagagnagrunni, en úrvinnsla bíður fjármagns. Söfnun upplýsinga um mögulega félagslega áhættuþætti sjálfsvíga er framundan. Þær upplýsingar er flóknara að ná í, en eru mjög mikilvægar, ekki síst þar sem vitað er að marga meðvirkandi þætti er að finna á því sviði. Hér er átt við t.d. upplýsingar um áföll, félagslegar aðstæður í æsku og á fullorðinsárum, skólagöngu, brottfall úr námi, atvinnuleysi, jaðarsetning í samfélaginu, afbrotasögu og vímuefnavanda. Rannsóknarniðurstöður geta stuðlað að markvissari forvörnum, snemmtækri íhlutun til að draga úr líkum á vanlíðan sem gæti leitt inn í sjálfsvígsferli. Hér má nefna aðgerðir eins og inngrip inn í skólasamfélagið til að stemma stigu við vanlíðan unglinga, sértæka nálgun til að ná til karla á miðjum aldri til að draga úr mögulegri áhættu í þeirra hópum. Sami vandi er varðandi konur. Þeirra sjálfsvígstíðni er almennt lág, sú lægsta á Norðurlöndum, en meðal kvenna er hópurinn 45 til 65 ára í hæstu tíðnina. Ef t.d. fyrri tengsl við fíknmeðferð bætast við má ná að fókusera aðgerðir enn frekar, hjá körlum og konum, ungum sem öldruðum. Niðurstöður fengnar úr rannsókninni munu nýtast til að greina mynstur áhættuhópa í notkun á heilbrigðisþjónustu. Það getur hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að ná til einstaklinga í hættu og stíga inn með aðstoð. Það sama má segja um skólasamfélagið. Með fræðslu og þjálfun má aðstoða kennara við að átta sig á vanlíðan nemenda þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun og vísa í viðeigandi úrræði. Þetta á sömuleiðis við um önnur svið samfélagsins eins og vinnustaði, íþróttahreyfinguna, kirkjusamfélagið og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman í sameiginlegum áhugamálum. Greining á félagslegum áhættuþáttum gefur möguleika á að styrkja þá einstaklinga þannig að þeir læri á úrræði og öðlist þrautseigju til að glíma við erfiðleika sem geti leitt til sjálfsvígshættu. Þannig er einnig hægt að ná til aðstandenda, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og veita þeim upplýsingar um hvernig best er að nálgast, styðja og gefa ráð þeim einstaklingum sem eru í vanda. Svokallaðir lykilaðilar þurfa líka fræðslu og þjálfun. Þetta er breiður hópur fagstétta utan heilbrigðisþjónustu, eins og t.d. prestar og djáknar, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Þetta kallar á meiri stuðning við lágþröskuldaþjónustu eins og til dæmis Bergið Headspace, Pieta og Sorgarmiðstöðina. Þá komum við að þeim sem látast vegna óhappaeitrunar. Með hugtakinu óhappaeitrun er átt við þá sem deyja óvænt, þar sem sjálfsvíg er ekki orsökin. Þessi vímuefni koma oftast inn í landið eftir smyglleiðum, oft blönduð öðrum efnum sem gera þau enn hættulegri. Það eru ekki einungis fíklar sem nota þessi efni, heldur líka aðrir sem nota þau til að komast í partístuð, án þess að vita nokkuð um styrkleika eða innihald þess sem það lætur í sig, oft með hörmulegum afleiðingum. Það sama á við um þennan hóp og þá sem eru í áhættuhópum fyrir sjálfsvíg. Við þurfum að geta greint áhættuhópa og náð til þeirra áður en þeir fara inn á hættustig. Skaðaminnkunarleiðir fyrir fíkla eru lífsnauðsynlegar, almenn fræðsla fyrir yngri hópa og greiður aðgangur að lífsbjargandi lyfjum vegna ofneyslu opioida. Rannsóknin sem lýst er að ofan er eitt af tækjunum sem getur hjálpað okkur til að gera forvarnir markvissari. Stuðningur Alþingis og ríkisstjórnar er því mjög mikilvægur. Ekki seinna en núna. Höfundur er geðlæknir og ráðgjafi Embættis landlæknis í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir. Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Tillagan er studd af stórum meirihluta þingmanna. Tillaga Ingibjargar hefur tekið þeim breytingum frá fyrstu kynningu s.l. vor, að hún felur nú í sér stuðning við rannsókn sem nú þegar hefur verið gangsett. Rannsóknin er á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samvinnu við Miðstöð heilbrigðisvísinda hjá Háskóla Íslands og Heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri. Heilbrigðisupplýsingum hefur verið safnað frá Landspítala, háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, SÁÁ Vogi, öllum heilsugæsluumdæmum og úr Lyfjagagnagrunni, en úrvinnsla bíður fjármagns. Söfnun upplýsinga um mögulega félagslega áhættuþætti sjálfsvíga er framundan. Þær upplýsingar er flóknara að ná í, en eru mjög mikilvægar, ekki síst þar sem vitað er að marga meðvirkandi þætti er að finna á því sviði. Hér er átt við t.d. upplýsingar um áföll, félagslegar aðstæður í æsku og á fullorðinsárum, skólagöngu, brottfall úr námi, atvinnuleysi, jaðarsetning í samfélaginu, afbrotasögu og vímuefnavanda. Rannsóknarniðurstöður geta stuðlað að markvissari forvörnum, snemmtækri íhlutun til að draga úr líkum á vanlíðan sem gæti leitt inn í sjálfsvígsferli. Hér má nefna aðgerðir eins og inngrip inn í skólasamfélagið til að stemma stigu við vanlíðan unglinga, sértæka nálgun til að ná til karla á miðjum aldri til að draga úr mögulegri áhættu í þeirra hópum. Sami vandi er varðandi konur. Þeirra sjálfsvígstíðni er almennt lág, sú lægsta á Norðurlöndum, en meðal kvenna er hópurinn 45 til 65 ára í hæstu tíðnina. Ef t.d. fyrri tengsl við fíknmeðferð bætast við má ná að fókusera aðgerðir enn frekar, hjá körlum og konum, ungum sem öldruðum. Niðurstöður fengnar úr rannsókninni munu nýtast til að greina mynstur áhættuhópa í notkun á heilbrigðisþjónustu. Það getur hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að ná til einstaklinga í hættu og stíga inn með aðstoð. Það sama má segja um skólasamfélagið. Með fræðslu og þjálfun má aðstoða kennara við að átta sig á vanlíðan nemenda þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun og vísa í viðeigandi úrræði. Þetta á sömuleiðis við um önnur svið samfélagsins eins og vinnustaði, íþróttahreyfinguna, kirkjusamfélagið og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman í sameiginlegum áhugamálum. Greining á félagslegum áhættuþáttum gefur möguleika á að styrkja þá einstaklinga þannig að þeir læri á úrræði og öðlist þrautseigju til að glíma við erfiðleika sem geti leitt til sjálfsvígshættu. Þannig er einnig hægt að ná til aðstandenda, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og veita þeim upplýsingar um hvernig best er að nálgast, styðja og gefa ráð þeim einstaklingum sem eru í vanda. Svokallaðir lykilaðilar þurfa líka fræðslu og þjálfun. Þetta er breiður hópur fagstétta utan heilbrigðisþjónustu, eins og t.d. prestar og djáknar, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Þetta kallar á meiri stuðning við lágþröskuldaþjónustu eins og til dæmis Bergið Headspace, Pieta og Sorgarmiðstöðina. Þá komum við að þeim sem látast vegna óhappaeitrunar. Með hugtakinu óhappaeitrun er átt við þá sem deyja óvænt, þar sem sjálfsvíg er ekki orsökin. Þessi vímuefni koma oftast inn í landið eftir smyglleiðum, oft blönduð öðrum efnum sem gera þau enn hættulegri. Það eru ekki einungis fíklar sem nota þessi efni, heldur líka aðrir sem nota þau til að komast í partístuð, án þess að vita nokkuð um styrkleika eða innihald þess sem það lætur í sig, oft með hörmulegum afleiðingum. Það sama á við um þennan hóp og þá sem eru í áhættuhópum fyrir sjálfsvíg. Við þurfum að geta greint áhættuhópa og náð til þeirra áður en þeir fara inn á hættustig. Skaðaminnkunarleiðir fyrir fíkla eru lífsnauðsynlegar, almenn fræðsla fyrir yngri hópa og greiður aðgangur að lífsbjargandi lyfjum vegna ofneyslu opioida. Rannsóknin sem lýst er að ofan er eitt af tækjunum sem getur hjálpað okkur til að gera forvarnir markvissari. Stuðningur Alþingis og ríkisstjórnar er því mjög mikilvægur. Ekki seinna en núna. Höfundur er geðlæknir og ráðgjafi Embættis landlæknis í sjálfsvígsforvörnum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun