Sjálfstæðismenn í gúlaginu Einar Baldvin Árnason skrifar 13. október 2024 14:31 Maður veit aldrei hvað verður til þess að maður eignast góða vini, en eftir að ég benti á um daginn að Áslaug Arna hefði ekki orðið ráðherra að eigin rammleik skaust hvíti riddarinn, Brynjar Níelsson, fram á sjónarsviðið og varði aumingja Áslaugu fyrir því að einhver skyldi segja það upphátt sem flestir vissu nú þegar. Nú erum við orðnir bæði pennavinir og stjörnur í klippimynda-meistaraverki á DV. Það er svo sem ágætt að við séum orðnir svo nánir, enda held ég að ég geti haft góð áhrif á Brynjar. Ekki veitir af. Brynjar er, eins og margir aðrir sjálfstæðismenn, í mikilli andlegri stöðnun - einhverskonar blöndu af fráhvarfseinkennum frá kalda stríðinu og blindri flokksdýrkun. Það þýðir auðvitað lítið að rökræða við slíka menn, þeir sjá það sem þeir vilja og slást við sínar vindmyllur. Brynjar gerir það m.a með því að segja að ég myndi sóma mér vel sem fangavörður í gúlagi Sovétmanna. Nú ætla ég ekkert að neita því að mér þætti gaman að sjá Brynjar og aðra sjálfstæðismenn af hans tagi vinna heiðarlega erfiðisvinnu, og jafnvel hvetja þá til dáða með hnefanum ef því bæri að skipta (en nú hætti ég svo Brynjar geti slakað aðeins á rasskinnunum, þær þurfa að vera vel klemmdar fyrir næstu heimsókn til Valhallar). Þeir myndu þá upplifa gleðina sem fylgir því að byggja eitthvað upp, í stað þess að rífa það niður, í fyrsta sinn á ævinni. Það væri skárra gúlag en það fangelsi andlegrar örbyrgðar sem sjálfstæðismenn hafa byggt sjálfum sér. Og þó þeim sé vissulega vorkunn sem þurfa stöðugt að sleikja stígvél meistara sinna, á milli þess sem þeir spúa útúr sér eitri einfeldningslegrar heimssýnar, þá er það öllu verra fyrir restina af okkur Íslendingum, þeim 88% prósentum sem styðja ekki Sjálfstæðisflokkinn, að þurfa að lifa með afleiðingunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað nánast öllu á Íslandi frá því ég var barn, og hefur valdið ómældum skaða, bæði með gerræðislegum stjórnarháttum, og annaðhvort sofandahætti eða meðvitaðri eyðileggingarstefnu. Eitthvað sem mætti kalla eitraða blöndu heimsku, frjálslyndis, og eiginhagsmunagæslu. Það fyrsta sem mér dettur í hug er stuðningur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar við árásarstríð Bandaríkjanna á Írak árið 2003. Mér var ekki alveg ljóst þá hvaða Sjálfstæðismenn gleyptu áróður Bandaríkjamanna hráan, og hverjir voru hugsa um hagsmuni þess að hafa herstöð á Íslandi þá, en afleiðingar heimsku og sérhagsmunagæslu eru oft þeir sömu. Í þessu tilviki fór ekki betur en svo að þeir svertu nafn okkar Íslendinga allra að eilífu. En djöfullinn er iðinn, og það er ekki nóg fyrir hann að styðja stríð, því á sama tíma voru sjálfstæðismenn auðvitað að sérsníða allsherjar efnahagshrun Íslands með því að selja vinum sínum banka (sem þeir gera aftur og aftur eins og þeir séu með blæti). Við munum flest eftir því hvernig þetta gekk fyrir sig, en það merkilega er að sjálfstæðismenn virðast sjálfir trúa því að þetta hafi bara alls ekki verið þeim að kenna. Það er reyndar þannig í þessu tilviki eins og svo oft áður - það er mjög erfitt að átta sig á því hvenær sjálfstæðismenn eru að ljúga að þér eða einfaldlega að sér sjálfum. Og þó þessi mál virðist í fjarlægri fortíð, þá erum við ennþá að glíma við afleiðingar þessarar óstjórnar, og í raun undir hælnum á sömu hugmyndafræði: Bjarni Benediktsson var auðvitað lærlingur í hruninu sem klifraði upp óreiðustigann og trónir nú á toppi hans, í krafti bæði ótrúlegrar ósvífni og náttúrulegra hæfileika til að tapa uppávið. Hann talar oft eins og Áslaug - nú sé tími til kominn að muna hvað Sjálfstæðisstefnan snýst um, nú eigi að sýna ráðdeild, hlúa að lögum og reglu, lækka skatta og svo framvegis. Þetta er auðvitað strangi faðirinn sem marga sjálfstæðismenn dreymir um. En sá maður er ekki til - bara maður sem sveipar sig skikkju ráðdeildar og heiðarleika þegar þess ber undir. Staðreyndin er sú að flokkurinn hefur alltaf vanrækt þau mál sem hann talar mest fyrir: hann hefur þanið út ríkið, skorið niður lögregluna, vanrækt landamæragæslu og innflytjendamál almennt, grafið undan öllum gæðum í menntakerfinu og svo mætti lengi telja. Hann er svo auðvitað að sliga Íslendinga með hræðilegri vaxta- og efnahagsstefnu ofan á allt annað. Þetta er flokkur sem hefur hvorki hugmyndafræðina eða heilindin sem þarf til að takast á við þann vanda sem steðjar að þjóðinni. Hann hefur bara einfaldlega ekkert til málanna að leggja eftir allt sem á undan er gengið. Það er því ekkert skrýtið að menn eins og Brynjar öskri á ímyndaða kommúnista og láti sig dreyma um Berlínarmúrinn. Það var einfaldara að vera til þá, enda Sovétríkin að hrynja en ekki Sjálfstæðisflokkurinn, og það er auðvitað ekkert gaman að vera á leið á ruslahaug mannkynssögunnar. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Maður veit aldrei hvað verður til þess að maður eignast góða vini, en eftir að ég benti á um daginn að Áslaug Arna hefði ekki orðið ráðherra að eigin rammleik skaust hvíti riddarinn, Brynjar Níelsson, fram á sjónarsviðið og varði aumingja Áslaugu fyrir því að einhver skyldi segja það upphátt sem flestir vissu nú þegar. Nú erum við orðnir bæði pennavinir og stjörnur í klippimynda-meistaraverki á DV. Það er svo sem ágætt að við séum orðnir svo nánir, enda held ég að ég geti haft góð áhrif á Brynjar. Ekki veitir af. Brynjar er, eins og margir aðrir sjálfstæðismenn, í mikilli andlegri stöðnun - einhverskonar blöndu af fráhvarfseinkennum frá kalda stríðinu og blindri flokksdýrkun. Það þýðir auðvitað lítið að rökræða við slíka menn, þeir sjá það sem þeir vilja og slást við sínar vindmyllur. Brynjar gerir það m.a með því að segja að ég myndi sóma mér vel sem fangavörður í gúlagi Sovétmanna. Nú ætla ég ekkert að neita því að mér þætti gaman að sjá Brynjar og aðra sjálfstæðismenn af hans tagi vinna heiðarlega erfiðisvinnu, og jafnvel hvetja þá til dáða með hnefanum ef því bæri að skipta (en nú hætti ég svo Brynjar geti slakað aðeins á rasskinnunum, þær þurfa að vera vel klemmdar fyrir næstu heimsókn til Valhallar). Þeir myndu þá upplifa gleðina sem fylgir því að byggja eitthvað upp, í stað þess að rífa það niður, í fyrsta sinn á ævinni. Það væri skárra gúlag en það fangelsi andlegrar örbyrgðar sem sjálfstæðismenn hafa byggt sjálfum sér. Og þó þeim sé vissulega vorkunn sem þurfa stöðugt að sleikja stígvél meistara sinna, á milli þess sem þeir spúa útúr sér eitri einfeldningslegrar heimssýnar, þá er það öllu verra fyrir restina af okkur Íslendingum, þeim 88% prósentum sem styðja ekki Sjálfstæðisflokkinn, að þurfa að lifa með afleiðingunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað nánast öllu á Íslandi frá því ég var barn, og hefur valdið ómældum skaða, bæði með gerræðislegum stjórnarháttum, og annaðhvort sofandahætti eða meðvitaðri eyðileggingarstefnu. Eitthvað sem mætti kalla eitraða blöndu heimsku, frjálslyndis, og eiginhagsmunagæslu. Það fyrsta sem mér dettur í hug er stuðningur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar við árásarstríð Bandaríkjanna á Írak árið 2003. Mér var ekki alveg ljóst þá hvaða Sjálfstæðismenn gleyptu áróður Bandaríkjamanna hráan, og hverjir voru hugsa um hagsmuni þess að hafa herstöð á Íslandi þá, en afleiðingar heimsku og sérhagsmunagæslu eru oft þeir sömu. Í þessu tilviki fór ekki betur en svo að þeir svertu nafn okkar Íslendinga allra að eilífu. En djöfullinn er iðinn, og það er ekki nóg fyrir hann að styðja stríð, því á sama tíma voru sjálfstæðismenn auðvitað að sérsníða allsherjar efnahagshrun Íslands með því að selja vinum sínum banka (sem þeir gera aftur og aftur eins og þeir séu með blæti). Við munum flest eftir því hvernig þetta gekk fyrir sig, en það merkilega er að sjálfstæðismenn virðast sjálfir trúa því að þetta hafi bara alls ekki verið þeim að kenna. Það er reyndar þannig í þessu tilviki eins og svo oft áður - það er mjög erfitt að átta sig á því hvenær sjálfstæðismenn eru að ljúga að þér eða einfaldlega að sér sjálfum. Og þó þessi mál virðist í fjarlægri fortíð, þá erum við ennþá að glíma við afleiðingar þessarar óstjórnar, og í raun undir hælnum á sömu hugmyndafræði: Bjarni Benediktsson var auðvitað lærlingur í hruninu sem klifraði upp óreiðustigann og trónir nú á toppi hans, í krafti bæði ótrúlegrar ósvífni og náttúrulegra hæfileika til að tapa uppávið. Hann talar oft eins og Áslaug - nú sé tími til kominn að muna hvað Sjálfstæðisstefnan snýst um, nú eigi að sýna ráðdeild, hlúa að lögum og reglu, lækka skatta og svo framvegis. Þetta er auðvitað strangi faðirinn sem marga sjálfstæðismenn dreymir um. En sá maður er ekki til - bara maður sem sveipar sig skikkju ráðdeildar og heiðarleika þegar þess ber undir. Staðreyndin er sú að flokkurinn hefur alltaf vanrækt þau mál sem hann talar mest fyrir: hann hefur þanið út ríkið, skorið niður lögregluna, vanrækt landamæragæslu og innflytjendamál almennt, grafið undan öllum gæðum í menntakerfinu og svo mætti lengi telja. Hann er svo auðvitað að sliga Íslendinga með hræðilegri vaxta- og efnahagsstefnu ofan á allt annað. Þetta er flokkur sem hefur hvorki hugmyndafræðina eða heilindin sem þarf til að takast á við þann vanda sem steðjar að þjóðinni. Hann hefur bara einfaldlega ekkert til málanna að leggja eftir allt sem á undan er gengið. Það er því ekkert skrýtið að menn eins og Brynjar öskri á ímyndaða kommúnista og láti sig dreyma um Berlínarmúrinn. Það var einfaldara að vera til þá, enda Sovétríkin að hrynja en ekki Sjálfstæðisflokkurinn, og það er auðvitað ekkert gaman að vera á leið á ruslahaug mannkynssögunnar. Höfundur er listamaður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun