Varði ekki viðsnúninginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. október 2024 07:32 Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða nái það fram að ganga að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu. Farið var víða um völl í ræðu Þórdísar en hvergi hins vegar minnzt á bókun 35 sem þó er eina frumvarpið sem hún er skráð fyrir í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi þins. Þegar Þórdís hafði lokið ræðunni og opnað var á fyrirspurnir spurði ég hana hversu skynsamlegt það væri að leggja fram frumvarpið um bókun 35 við núverandi aðstæður burtséð frá innihaldi þess á kosningavetri þegar ljóst væri að mikil andstaða væri við málið bæði á meðal almennra stuðningsmanna flokksins og innan þingflokks hans. Ég spurði Þórdísi enn fremur út í óútskýrðan viðsnúning í málinu eftir áratugs varnir sem virtist einungis skýrast af komu hennar í utanríkisráðuneytið. Sömuleiðis gat ég þess að ástæða hefði verið fyrir því að staðið hefði verið að málinu varðandi bókun 35 í upphafi eins og það hefði verið gert. Að öðrum kosti hefði málið að öllum líkindum ekki verið samþykkt af þingflokki Sjálfstæðisflokksins auk þess sem það hefði farið gegn stjórnarskránni eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hefði til dæmis bent á. Möguleiki á hagstæðri niðurstöðu Frá því er skemmst að segja að svör Þórdísar voru afskaplega rýr og gengu aðallega út á það að hættulegt væri að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn á þeim forsendum að við hefðum þá ekki forræði á málinu. Staðreyndin er hins vegar sú að versta mögulega staða sem gæti komið upp kæmi til þess væri að dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að verða yrði við kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), það er í raun Evrópusambandsins, um forgang innleidds regluverks sambandsins. Það sama og frumvarp hennar felur í sér! Með öðrum orðum felur frumvarp Þórdísar í sér fyrir fram uppgjöf. Tal um forræði á málinu stenzt enga skoðun. Ef frumvarpið uppfyllti ekki kröfur ESA myndi stofnunin fara aftur af á ný og hóta að lokum aftur að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn sem aftur yrði væntanlega gefizt upp gagnvart. Ekki sízt þar sem erfiðara yrði að fara með málið fyrir dómstólinn þegar einu sinni hefði verið gefizt upp í þeim efnum. Með dómstólaleiðinni væri allavega einhver möguleiki á hagfelldri niðurstöðu sem frumvarpið gerði að engu. Hvað varðar fyrirvarann í frumvarpinu, þess efnis að Alþingi gæti ákveðið að forgangur innleidds regluverk frá Evrópusambandinu ætti ekki við um tiltekna innlenda lagasetningu, er hann í raun gagnslaus. Tilgangurinn með fyrirvaranum er einungis sá að reyna að tryggja stuðning við frumvarpið. Alþingi getur vitanlega alltaf sett slík lög. Kæmi hins vegar til þess myndi það kalla á sömu viðbrögð frá ESA og nú stendur að gefast upp fyrir. Hvaða líkur geta fyrir vikið talizt á því að það yrði gert og að þá yrði staðið í lappirnar? Frumvarpið verði dregið til baka Með fyrirspurninni um viðsnúninginn fólst tækifæri fyrir Þórdísi til þess að útskýra hann. Nokkuð sem hún hafði ekki gert fram að því þrátt fyrir að ítrekað hefði verið kallað eftir því. Ekki sízt af fjölmiðlum. Eins taldi ég rétt að hún fengi tækifæri til þess að tjá sig um það hvernig frumvarp hennar færi saman við stjórnarskrána. Frá því er hins vegar skemmst að segja að hún svaraði hvorki fyrir viðsnúninginn né stjórnarskrána. Gerði raunar ekki einu sinni tilraun til þess. Minntist ekki á málið. Sem aftur kom ekki beint á óvart. Ég nefndi enn fremur að uppgjöf gagnvart kröfum ESA í tengslum við EES-samninginn, til að mynda af hálfu vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu, hefði iðulega verið réttlætt með meintu gríðarlegu efnahagslegu mikilvægi samningsins sem þó lægi ekki nákvæmlega fyrir hvert væri og það samkvæmt gögnum frá stjórnvöldum sjálfum. Þá gat ég þess sömuleiðis að viðskiptahagsmunir Íslands hefðu verið tryggðir með fríverzlunarsamningnum við Bretland sem kom í stað EES-samningsins að mati sjálfs ráðuneytis Þórdísar. Framundan eru þingkosningar og fyrir vikið enn ríkari ástæða en áður til þess að draga til baka frumvarp Þórdísar um bókun 35. Verði það ekki gert felur það eðli málsins samkvæmt í sér yfirlýsingu um að áfram verði reynt að keyra það í gegnum Alþingi komist Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn eftir kosningarnar og takist það ekki muni hann styðja málið í stjórnarandstöðu. Mikilvægt er enn fremur að gefnar verði afdráttarlausar yfirlýsingar af hálfu forystumanna flokksins um að til þess komi ekki aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða nái það fram að ganga að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu. Farið var víða um völl í ræðu Þórdísar en hvergi hins vegar minnzt á bókun 35 sem þó er eina frumvarpið sem hún er skráð fyrir í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi þins. Þegar Þórdís hafði lokið ræðunni og opnað var á fyrirspurnir spurði ég hana hversu skynsamlegt það væri að leggja fram frumvarpið um bókun 35 við núverandi aðstæður burtséð frá innihaldi þess á kosningavetri þegar ljóst væri að mikil andstaða væri við málið bæði á meðal almennra stuðningsmanna flokksins og innan þingflokks hans. Ég spurði Þórdísi enn fremur út í óútskýrðan viðsnúning í málinu eftir áratugs varnir sem virtist einungis skýrast af komu hennar í utanríkisráðuneytið. Sömuleiðis gat ég þess að ástæða hefði verið fyrir því að staðið hefði verið að málinu varðandi bókun 35 í upphafi eins og það hefði verið gert. Að öðrum kosti hefði málið að öllum líkindum ekki verið samþykkt af þingflokki Sjálfstæðisflokksins auk þess sem það hefði farið gegn stjórnarskránni eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hefði til dæmis bent á. Möguleiki á hagstæðri niðurstöðu Frá því er skemmst að segja að svör Þórdísar voru afskaplega rýr og gengu aðallega út á það að hættulegt væri að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn á þeim forsendum að við hefðum þá ekki forræði á málinu. Staðreyndin er hins vegar sú að versta mögulega staða sem gæti komið upp kæmi til þess væri að dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að verða yrði við kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), það er í raun Evrópusambandsins, um forgang innleidds regluverks sambandsins. Það sama og frumvarp hennar felur í sér! Með öðrum orðum felur frumvarp Þórdísar í sér fyrir fram uppgjöf. Tal um forræði á málinu stenzt enga skoðun. Ef frumvarpið uppfyllti ekki kröfur ESA myndi stofnunin fara aftur af á ný og hóta að lokum aftur að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn sem aftur yrði væntanlega gefizt upp gagnvart. Ekki sízt þar sem erfiðara yrði að fara með málið fyrir dómstólinn þegar einu sinni hefði verið gefizt upp í þeim efnum. Með dómstólaleiðinni væri allavega einhver möguleiki á hagfelldri niðurstöðu sem frumvarpið gerði að engu. Hvað varðar fyrirvarann í frumvarpinu, þess efnis að Alþingi gæti ákveðið að forgangur innleidds regluverk frá Evrópusambandinu ætti ekki við um tiltekna innlenda lagasetningu, er hann í raun gagnslaus. Tilgangurinn með fyrirvaranum er einungis sá að reyna að tryggja stuðning við frumvarpið. Alþingi getur vitanlega alltaf sett slík lög. Kæmi hins vegar til þess myndi það kalla á sömu viðbrögð frá ESA og nú stendur að gefast upp fyrir. Hvaða líkur geta fyrir vikið talizt á því að það yrði gert og að þá yrði staðið í lappirnar? Frumvarpið verði dregið til baka Með fyrirspurninni um viðsnúninginn fólst tækifæri fyrir Þórdísi til þess að útskýra hann. Nokkuð sem hún hafði ekki gert fram að því þrátt fyrir að ítrekað hefði verið kallað eftir því. Ekki sízt af fjölmiðlum. Eins taldi ég rétt að hún fengi tækifæri til þess að tjá sig um það hvernig frumvarp hennar færi saman við stjórnarskrána. Frá því er hins vegar skemmst að segja að hún svaraði hvorki fyrir viðsnúninginn né stjórnarskrána. Gerði raunar ekki einu sinni tilraun til þess. Minntist ekki á málið. Sem aftur kom ekki beint á óvart. Ég nefndi enn fremur að uppgjöf gagnvart kröfum ESA í tengslum við EES-samninginn, til að mynda af hálfu vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu, hefði iðulega verið réttlætt með meintu gríðarlegu efnahagslegu mikilvægi samningsins sem þó lægi ekki nákvæmlega fyrir hvert væri og það samkvæmt gögnum frá stjórnvöldum sjálfum. Þá gat ég þess sömuleiðis að viðskiptahagsmunir Íslands hefðu verið tryggðir með fríverzlunarsamningnum við Bretland sem kom í stað EES-samningsins að mati sjálfs ráðuneytis Þórdísar. Framundan eru þingkosningar og fyrir vikið enn ríkari ástæða en áður til þess að draga til baka frumvarp Þórdísar um bókun 35. Verði það ekki gert felur það eðli málsins samkvæmt í sér yfirlýsingu um að áfram verði reynt að keyra það í gegnum Alþingi komist Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn eftir kosningarnar og takist það ekki muni hann styðja málið í stjórnarandstöðu. Mikilvægt er enn fremur að gefnar verði afdráttarlausar yfirlýsingar af hálfu forystumanna flokksins um að til þess komi ekki aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar