Taktu þátt í lýðræðinu með okkur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 17. október 2024 14:47 Alþingiskosningar eru í nánd og flokkar keppast nú við að undirbúa baráttuna framundan. Píratar tóku strax þá ákvörðun að halda prófkjör í öllum kjördæmum – ólíkt öðrum flokkum – enda teljum við okkur ekki geta gefið afslátt af lýðræðinu. Prófkjör fer því fram um eftir næstu helgi eða frá sunnudegi fram á þriðjudag, 20. – 22. október. Mikilvægt er fyrir okkur Pírata að fá öflugt fólk til liðs við okkur. Við viljum fá sem fjölbreyttastan hóp sem hefur brennandi áhuga á að gera samfélagið okkar sanngjarnara og mannúðlegra. Við viljum fólk sem vill berjast gegn spillingu og óréttlæti – með mannréttindi og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Við hvetjum því fólk um land allt til að taka þátt í prófkjöri Pírata og vera hluti af umbótum í samfélaginu. Hægt er að skrá sig hér. Einnig biðlum við til allra sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg í kosningabaráttu Pírata að skrá sig hjá okkur – því af nógu er að taka. Fyrir hvað standa Píratar? Í grunnstefnu Pírata kemur fram að flokkurinn beiti sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda. Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert. Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur. Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri. Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Til friðhelgi telst réttur til leyndar og nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttur. Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er til að vernda einstaklinginn, og aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga. Nafnleysi hefur ekki þann tilgang að skjóta einstaklingi undan ábyrgð. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku. Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir. Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í þessu felst að við mótum stefnu okkar í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru. Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun. Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Ef þú ert sammála þessum grunngildum þá viljum við endilega fá þig til liðs við okkur. Taka þátt í prófkjöri. Taka þátt í kosningabaráttu Pírata. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru í nánd og flokkar keppast nú við að undirbúa baráttuna framundan. Píratar tóku strax þá ákvörðun að halda prófkjör í öllum kjördæmum – ólíkt öðrum flokkum – enda teljum við okkur ekki geta gefið afslátt af lýðræðinu. Prófkjör fer því fram um eftir næstu helgi eða frá sunnudegi fram á þriðjudag, 20. – 22. október. Mikilvægt er fyrir okkur Pírata að fá öflugt fólk til liðs við okkur. Við viljum fá sem fjölbreyttastan hóp sem hefur brennandi áhuga á að gera samfélagið okkar sanngjarnara og mannúðlegra. Við viljum fólk sem vill berjast gegn spillingu og óréttlæti – með mannréttindi og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Við hvetjum því fólk um land allt til að taka þátt í prófkjöri Pírata og vera hluti af umbótum í samfélaginu. Hægt er að skrá sig hér. Einnig biðlum við til allra sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg í kosningabaráttu Pírata að skrá sig hjá okkur – því af nógu er að taka. Fyrir hvað standa Píratar? Í grunnstefnu Pírata kemur fram að flokkurinn beiti sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda. Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert. Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur. Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri. Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Til friðhelgi telst réttur til leyndar og nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttur. Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er til að vernda einstaklinginn, og aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga. Nafnleysi hefur ekki þann tilgang að skjóta einstaklingi undan ábyrgð. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku. Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir. Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í þessu felst að við mótum stefnu okkar í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru. Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun. Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Ef þú ert sammála þessum grunngildum þá viljum við endilega fá þig til liðs við okkur. Taka þátt í prófkjöri. Taka þátt í kosningabaráttu Pírata. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun