Nú á lýðræðið næsta leik Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. október 2024 07:45 Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri. Allflestum kosningaloforðum hvers flokks var sópað undir teppið. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri grænir komu sér saman um að setja saman ríkisstjórn um ekkert af því sem hver og einn lofaði í kosningabaráttunni á undan. Þetta eitt og sér er vanvirðing við lýðræðið. Almenningur sem trúir á lýðræðið og hlustar á frambjóðendur missir trúnna á lýðræðinu þegar þjóðinni er boðið uppá ríkisstjórn eins og hefur verið við völd síðan 2017. Með braki og brestum er þessi ríkissjórn loksins sprungin og framundan eru kosningar 30. nóvember. Verkefnin framundan eru ærin og af nógu að taka. Ríkisfjármálin og staða ríkissjóðs er verkefni sem taka þarf á með festu. Orkumálin eru búin að vera í gíslingu undanfarin ár og við blasir orkuskortur sem bitna mun á öllum framfaramálum og uppbyggingu atvinnutækifæra, svo eitthvað sé nefnt. Afhendingaröryggi raforku er á brauðfótum og hefur sú uppbygging verið á hraða snigilsins. Samgöngur og uppbygging þeirra bæði á vegum landsins og í lofti eru mörgum árum á eftir þörfum nútímans. Heilbrigðisþjónusta, þá ekki síst á landsbyggðinni, er alls ekki í neinu samræmi við þá þörf sem er fyrir hendi. Aldraðir hafa lengi beðið eftir úrbótum sinna mála og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert í þeim málum undanfarin ár. Lesskilningur barna og ungmenna fer versnandi og hafa rannsóknir sýnt að þau lönd sem bestum árangri ná í því sambandi hafa byggt undir stuðning við kennarastéttina á myndarlegan hátt. Hérlendis er álaginu bætt á þá kennara sem fyrir eru og eru jafnvel ávíttir fyrir aukningu veikindadaga, eins og fréttir síðustu daga hafa dregið fram. Virðing mín fyrir landi og þjóð er gríðarleg og ekki er hún minni fyrir náttúruöflunum til lands og sjávar. Auðlindirnar og þau verðmæti sem af þeim hlýst úr sjó, frá fallvötnum í heitu og köldu vatni, með vindinum, jafnvel norðurljósunum og svo mætti áfram telja, verðum við sem fullvalda þjóð að verja og þar er lýðræði okkar Íslendinga mikilvægt. Ég hef verið viðloðandi í stjórnmálum síðan vorið 2013. Fyrst sem varaþingmaður til ársins 2017 þá þingmaður til 2021 og aftur varaþingmaður síðan 2021 og hef hug á að bjóða mig fram aftur í komandi kosningum. Eftir að ég kynntist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra 2013-2016 áttaði ég mig á að öflugir, kjarkmiklir og einbeittir stjórnmálamenn eru til, sem láta verkin tala. Þar má nefna t.d stöðuleikasamning við kröfuhafa föllnu bankanna í hans ráðherratíð að núvirði rúmir eitt þúsund miljarðar króna sem runnu í ríkissjóð og komu íslensku efnahagslífi á flot eftir hrunið 2008. Verkin sýna merkin og kjósum Miðflokkinn á kjördag. Þannig eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar best tryggir. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri. Allflestum kosningaloforðum hvers flokks var sópað undir teppið. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri grænir komu sér saman um að setja saman ríkisstjórn um ekkert af því sem hver og einn lofaði í kosningabaráttunni á undan. Þetta eitt og sér er vanvirðing við lýðræðið. Almenningur sem trúir á lýðræðið og hlustar á frambjóðendur missir trúnna á lýðræðinu þegar þjóðinni er boðið uppá ríkisstjórn eins og hefur verið við völd síðan 2017. Með braki og brestum er þessi ríkissjórn loksins sprungin og framundan eru kosningar 30. nóvember. Verkefnin framundan eru ærin og af nógu að taka. Ríkisfjármálin og staða ríkissjóðs er verkefni sem taka þarf á með festu. Orkumálin eru búin að vera í gíslingu undanfarin ár og við blasir orkuskortur sem bitna mun á öllum framfaramálum og uppbyggingu atvinnutækifæra, svo eitthvað sé nefnt. Afhendingaröryggi raforku er á brauðfótum og hefur sú uppbygging verið á hraða snigilsins. Samgöngur og uppbygging þeirra bæði á vegum landsins og í lofti eru mörgum árum á eftir þörfum nútímans. Heilbrigðisþjónusta, þá ekki síst á landsbyggðinni, er alls ekki í neinu samræmi við þá þörf sem er fyrir hendi. Aldraðir hafa lengi beðið eftir úrbótum sinna mála og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert í þeim málum undanfarin ár. Lesskilningur barna og ungmenna fer versnandi og hafa rannsóknir sýnt að þau lönd sem bestum árangri ná í því sambandi hafa byggt undir stuðning við kennarastéttina á myndarlegan hátt. Hérlendis er álaginu bætt á þá kennara sem fyrir eru og eru jafnvel ávíttir fyrir aukningu veikindadaga, eins og fréttir síðustu daga hafa dregið fram. Virðing mín fyrir landi og þjóð er gríðarleg og ekki er hún minni fyrir náttúruöflunum til lands og sjávar. Auðlindirnar og þau verðmæti sem af þeim hlýst úr sjó, frá fallvötnum í heitu og köldu vatni, með vindinum, jafnvel norðurljósunum og svo mætti áfram telja, verðum við sem fullvalda þjóð að verja og þar er lýðræði okkar Íslendinga mikilvægt. Ég hef verið viðloðandi í stjórnmálum síðan vorið 2013. Fyrst sem varaþingmaður til ársins 2017 þá þingmaður til 2021 og aftur varaþingmaður síðan 2021 og hef hug á að bjóða mig fram aftur í komandi kosningum. Eftir að ég kynntist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra 2013-2016 áttaði ég mig á að öflugir, kjarkmiklir og einbeittir stjórnmálamenn eru til, sem láta verkin tala. Þar má nefna t.d stöðuleikasamning við kröfuhafa föllnu bankanna í hans ráðherratíð að núvirði rúmir eitt þúsund miljarðar króna sem runnu í ríkissjóð og komu íslensku efnahagslífi á flot eftir hrunið 2008. Verkin sýna merkin og kjósum Miðflokkinn á kjördag. Þannig eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar best tryggir. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun