Raunveruleiki íslenskra skóla miðað við niðurstöður úttektar Viðskiptaráðs Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 23. október 2024 09:01 Árið er 2002. Ég er nýútskrifuð sem stúdent. Full tilhlökkunar að takast á við háskólanám. Á þessum tíma vissi ég ekki við hvað ég vildi starfa. Ég sótti um nám í viðskiptafræðideild við Háskóla Ísland og grunnskólakennarafræði við Kennaraháskóla Íslands. Ég fékk inngöngu inn á báðar námsleiðir en ákvað að velja kennaranám. Af hverju? Það var gríðarleg aðsókn í Kennaraháskóla Íslands, enda eftirsóknarvert nám og mörgum umsóknum þurfti að hafna þetta ár. Ég komst inn í námið og mér fannst algjörlega galið að hafna plássi, í námi sem naut virðingar í samfélaginu. Árið er 2005. Ég er nýútskrifuð með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum full eftirvæntingar að hefja starf sem grunnskólakennari. Ég sótti um störf í nokkrum grunnskólum. Ásókn í kennarastörf var mikil og ekki einboðið að fá kennarastöðu. Ég var heppin, ég fékk afleysingastöðu til árs. Margir menntaðir kennarar sóttu um hverja stöðu og það lá beinast við að kennarar með reynslu fengu starfið umfram mig. Kennsluskylda í fullu starfi var 26 kennslustundir en ég kenndi 32 kennslustundir á mínu fyrsta ári. Það var lítið um fundi og annað faglegt starf. Ég sinnti kennslunni minni og hafði góðan tíma til undirbúnings. Árið er 2015. Ég er búin að starfa sem grunnskólakennari í 11 ár. Á þessum tíma skrifaði ég pistil sem ég birti á Facebook. Ég stóð þarna á tímamótum. Ég var hugsi yfir mikilli breytingu á kennarastarfinu frá því ég hóf störf árið 2005. Á þessum tíma kenndi ég 26 kennslustundir á viku, sem er full kennarastaða, og ég upplifði að tími til undirbúnings var lítill. En hvað hafði breyst frá árinu 2005? Foreldrasamskipti voru orðin mun meiri. Ég þurfti að mæta á fleiri fundi. Teymisfundir í kringum nemendur, fagfundir í skólanum, kennarafundir og deildarfundir. Mér fannst ég vera að brenna út. Það kom fyrir að ég mætti nánast óundirbúin í kennslu því ég náði hreinlega ekki að klára að undirbúa mig. Ég upplifði að ég væri á þeytingi allan daginn, hafði ekki tíma til að fara á klósettið og skrifaði eftirminnilega að nýútskrifaður kennari væri búinn að segja upp. Hann myndi ekki höndla álagið. Á þessum tíma var auðveldara fyrir kennara að velja sér grunnskóla sem þá langaði að starfa við. Færri umsóknir voru um hverja stöðu en þegar ég var nýútskrifuð. Virðingaleysið sem ég upplifði gagnvart starfinu mínu var mikið. Athugasemdir eins og; Ertu ekki alltaf í fríi? Ertu ekki komin alltaf heim fyrir kl. 14? voru alltof algengar. Svörin voru á eina leið; Nei svo sannarlega ekki. Vinnutími kennara er tæplega 43 klukkustundir á viku. Þegar ég útskýrði fyrir spyrjendum í hverju starfið mitt fólst, þá fékk ég oftast svarið: ,,Ég gæti aldrei unnið við kennslu.“ Á þessum tíma spurði ég mig oft hvort að framtíð væri í kennarastarfinu. Ég kornung ennþá, rétt rúmlega þrítug, var hvött af eldri og reyndari kennurum að drífa mig í annað starf. Hlauptu, á meðan þú getur. Farðu að læra eitthvað annað. Þú brennur út í þessu starfi. Á þessum tímapunkti velti ég fyrir mér: Hvernig verður þróun á mínu starfi eftir 10 ár með þessu áframhaldi? Ég brenn fyrir skólastarfi, nemendum og starfsfólki. Ég ákvað að mennta mig meira. Skólinn skiptir mig miklu máli. Árið er 2024. Ég er starfandi skólastjóri. Nú eru tæp 10 ár síðan ég skrifaði hugleiðingar mínar um kennarastarfið. Ég hafði rétt fyrir mér. Þróun kennarastarfsins fór á þann veg sem ég óttaðist árið 2015. Í dag er mjög erfitt að fá fagmenntaða kennara til starfa í skólum landsins. Flótti menntaðra kennara raungerðist frá árinu 2015 til dagsins í dag. Hvar eru kennararnir í dag? Þeir eru í störfum sem samfélagið metur meiri að verðleikum, í störfum sem ekki heyrist talað niður til. Hver ber ábyrgðina? Ábyrgðina á þessu óviðunandi ástandi ber íslenskt samfélag, stofnanir íslensks samfélags, þar með taldir fjölmiðlar. Eftir að ég las greinina: Gögn styðja orð Einars: Stöndumst ekki samanburð, á mbl.is sem birtist 21. október síðastliðinn þá var mér allri lokið. Hvar endar þetta? Á hvað leið er menntakerfi landsins, skólarnir sem eiga að mennta börnin okkar til framtíðar, þegar virðing fyrir kennarastéttinni er engin. Í greininni kemur fram að íslenskt skólakerfi sé dýrt í alþjóðlegum samanburði, kennsluskylda sé lítil, fjöldi nemenda á hvern kennara sé minni en í öðrum OECD löndum. Veikindahlutfall kennara sé hærra en í einkageiranum og á hinum opinbera markaði. Hvernig viljum við hafa íslenska menntakerfið, íslenska skóla? Hvernig viljum við mennta börnin okkar og hvernig viljum við bera okkur saman við önnur nágrannalönd? Ég fór í skólaheimsókn til Spánar í vor og þar kom fram að skólastjóri í 400 barna skóla þarf að uppfylla kennsluskyldu ásamt því að bera ábyrgð á 400 börnum og starfsmönnum. Ég velti því fyrir mér hvernig viðkomandi fer að því. Ég hefði ekki tök á því að bæta því við mitt starf. Það þyrfti að leggja mig inn ef ég ætti að ná því líka í mínu starfi. Ég er skólastjóri í skóla með 530 nemendur. Ég ákvað að spyrja út í þetta. ,,Hvernig er staðan hjá ykkur með hegðunarvanda?“ ,,Hvaða úrræði hafið þið og hvernig er brugðist við?“ Svarið sem ég fékk var: ,,Hegðunarvanda, það er enginn hegðunarvandi hér. Þau börn sem eru með hann eru ekki í þessum skóla.“ Hmm.. já ok, áhugavert. Næsta spurning mín var: ,,Hvernig gengur í foreldrasamskiptum?“ Svar sem ég fékk: ,,Foreldrasamskipti? Hér koma foreldrar ekkert inn í skólann og skipta sér ekki að því sem við erum að gera hér.“ Á Spáni er borðin virðing fyrir kennarastarfinu og það er ekki hlaupið að því fyrir menntaða kennara að fá starf sem kennari, ásóknin er slík. Miðað við svörin sem ég fékk geta kennarar alfarið einbeitt sér að kennslu. Skóli án aðgreiningar er eitthvað sem þau þekktu ekki. Viljum við fleiri sérskóla fyrir börn með hegðunarvanda eða frávik? Á Íslandi leggjum við áherslu á að skólinn er fyrir alla, allir nemendur eiga rétt á námi við hæfi. Við tökum á móti nemendum með annað móðurmál en íslensku og ár hvert fjölgar þeim hratt. Við reynum að umvefja þau þegar þau koma í skólann okkar en erum stanslaust að finna upp hjólið við að að kenna þeim íslensku, vegna skorts á námsefni, og koma þeim inn í íslenskt samfélag. Samt sem áður náum við ekki utanum að kenna þeim íslenskt mál eins vel og við myndum vilja. Talað er um að kennsluskylda á Íslandi sé lítil miðað við önnur lönd. Þá velti ég fyrir mér hvaða öðrum verkefnum sinna kennarar í öðrum löndum? Ef verkefnastaðan er svipuð þar og árið 2005 í íslenskum skólum þá er það gerlegt. En viljum við það? Viljum við minnka tækifæri kennara til faglegrar umræðu, fræðslu og öðru samstarfi sem skiptir máli. Viljum við ekki vera með skóla án aðgreiningar? Á síðasta skólaári fór ég einnig í skólaheimsókn í New York. Bæði í einkaskóla og í almennan skóla. Í einkaskólanum kom ég að lokuðum dyrum þegar ég mætti. Ég þurfti að sýna skilríki og engum var hleypt inn í skólann nema nemendum. Hvar eru foreldrarnir? Þetta var eins og á Spáni. Engir foreldrar nema þeir tóku á móti börnunum fyrir utan skólann í lok dagsins. Hvernig viljum við hafa þetta? Viljum við spara mikið í kerfinu þannig að við lokum hurðinni að skólunum og hættum foreldrasamskiptum? Og hvað með samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Erum við einmitt ekki að huga að hverjum einasta einstaklingi. Viljum við breyta því? Í skólanum í New York var ég svo heppin að fá einstaklingsviðtal við einn kennara og ég spurði hann út í nemendur með frávik. Svörin sem ég fékk var: ,,Við erum með einn einhverfan nemanda annars er lítið um frávik hér. Þetta er einkaskóli og við veljum inn í skólann.“ Hmm.. ok, áhugavert. Næsta spurning mín var: ,,Hafið þið góðan tíma til að undirbúa kennslu?“ Svarið sem ég fékk var: ,,Hér er til svo mikið námsefni að við getum gengið að nánast hverju sem er og finnum fljótt efni sem við erum að leita að.“ Hmm.. afar áhugavert. Á litla Íslandi er námsefnisúrvalið mjög takmarkað, enda við rétt nokkur hundruð þúsund. Kennarar í mínum skóla eru sjálfir að búa til námsefni, ef kennsluskyldan væri meiri þá hefði ég ekki kennara. Þeir myndu gefast upp. Hvernig eiga þeir að sinna kennslu og búa líka til námsefni og líka vera í foreldrasamskiptum og líka að sjá um að mæta þörfum allra og líka… Í greininni á mbl.is sem birtist 21. október er dregin upp samanburðarmynd af veikindum starfsfólks í grunnskóla miðað við opinberan markað árið 2020. Árið 2020! Hvað var að gerast árið 2020? Æ já, það var Covid og kennarar voru þá framlínustarfsfólk ásamt læknum og hjúkrunarfólki. Skólarnir þurftu að vera opnir. Hver og einn kennari hitti nemendur sína á hverjum einasta degi þetta ár. Á hinum almenna vinnumarkaði útbjuggu fyrirtækin aðstæður svo að starfsmenn gætu unnið heima. Voru þeir í meiri hættu að verða útsettir fyrir smiti, heima hjá sér, en kennarar sem voru í framlínunni? Þetta dæmi um veikindi kennara miðað við veikindi starfsmanna á almennum markaði var dregið upp í greininni til að sýna fram á að kennarar væru mikið frá vegna vinnu til að rökstyðja orð Einars borgarstjóra. Þrátt fyrir þetta furðulega dæmi sem var tekið langar mig að ræða samt veikindi hjá starfsfólki í skólum. Það sem ég sé er að kennarar fara í langtímaveikindi. Af hverju? Þeir brenna út. Álagið er svo mikið. Þeir fá ekki laun miðað við vinnuna sína. Þeir gefast upp. Nýir kennarar hætta að hausti því þeir geta þetta ekki. Þarf ekki að huga að starfsumhverfi kennara til að snúa veikindakúrfunni við? Íslenskir foreldrar sem flytja erlendis frá fá áfall þegar þeir koma inn í íslenska skóla. Hér ríkir agaleysi í íslensku samfélagi. Hér eru börnin mjög opin, segja sína skoðun og það sitja ekki allir og hafa dauðaþögn inn í kennslustofu allan daginn. Hvernig viljum við hafa þetta? Viljum við að öll börn sitji og segi ekki neitt allan daginn? Íslenskir skólar eru hinsvegar hinum megin á jaðrinum. Við náum ekki niður hegðunarvanda, hér er ofbeldi, ljótt orðbragð, sumir foreldrar trúa ekki að barnið sitt taki þátt í einhverju veseni og það er oft erfitt að setja nemendum mörk. Það hefur áhrif á kennsluna okkar. Á hverjum einasta degi erum við að slökkva elda. Ég átti fund með foreldrum fyrir stuttu í mínum skóla þar sem ég lagði áherslu á að foreldrar verða að taka þátt í þessu með okkur. Við foreldrar eigum ekki að vera bestu vinir barnanna okkar og við þurfum að gefa börnunum okkar meiri tíma og eiga samtöl við þau. Hraðinn í samfélaginu er svo mikill að foreldrar eru í mesta basli við það. Ég er líka foreldri og er þátttakandi í þessu týpíska íslenska samfélagi. Við foreldrar verðum að setja börnunum okkar mörk, vinna að því í sameiningu við skólann þegar börnin okkar gera mistök. Það er eðlilegt að það gerist. Þetta eru börn. Þegar ég les umfjöllun í fjölmiðlum um kennarastéttina þessa dagana þá fyllist ég sorg og leiða fyrir hönd samstarfsfélaga minna vítt og breitt um landið. Samstarfsfélaga minna sem mæta glaðir í vinnuna hvern einasta dag. Ég gæti ekki verið stoltari af þeim. Í mínum skóla starfar fagfólk sem sinnir sínu starfi af alúð og samviskusemi á hverjum degi. Launin sem þau fá fyrir vinnu sína eru ekki í samanburði við álag í starfi. Hér er fagfólk sem vill bæta við sig þekkingu, taka þátt í skólaþróun og tekur þátt í verkefnum um víða veröld. Skólafólk í öðrum löndum hefur sýnt skólanum okkar áhuga. Af hverju er það? Það er vegna þess að þau eru afar spennt að skoða inngildandi menntun og þeir eru agndofa yfir ávinningi verkanna okkar. Í fyrra var starfshópur í skólanum mínum beðinn um að vera með erindi á litháenskri ráðstefnu fyrir skólafólk til að kynna það frábæra starf sem við erum að vinna að hér í skólanum. Litháenska útvarpið var með ítarlega umfjöllun um skólann okkar og það starf sem fer hér fram. Þeim finnst við standa mjög framarlega í skólaþróun miðað við önnur lönd. Foreldrar hrósa okkur fyrir vel unnin störf en það skilar sér ekki til fjölmiðla, né til annarra stofnana samfélagsins. Við fögnum umræðu um skólamál en Viðskiptaráð, borgarstjóri og fjölmiðlar draga samt fram verstu sviðsmyndina og kennarar landsins upplifa virðingarleysi í miðri kjarabaráttu. Okkar eina ósk er jöfnun launa og að umræða sé tekin um það sem við erum að glíma við í okkar starfi með það að markmiði að bæta íslenskt menntakerfi. Við þurfum að fá hrós fyrir það sem vel er gert í íslenskum skólum en jafnframt að fá stuðning til þess að bæta og gera betur. Við getum ekki breytt kerfinu ein. Það þarf að skoða íslenskt menntakerfi og væri þá ekki góð hugmynd að fá fagfólk að borðinu til umbóta? Áfram íslenskir skólar, áfram fagfólk í leik- grunn- og framhaldsskólum. Áfram kennarar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Árið er 2002. Ég er nýútskrifuð sem stúdent. Full tilhlökkunar að takast á við háskólanám. Á þessum tíma vissi ég ekki við hvað ég vildi starfa. Ég sótti um nám í viðskiptafræðideild við Háskóla Ísland og grunnskólakennarafræði við Kennaraháskóla Íslands. Ég fékk inngöngu inn á báðar námsleiðir en ákvað að velja kennaranám. Af hverju? Það var gríðarleg aðsókn í Kennaraháskóla Íslands, enda eftirsóknarvert nám og mörgum umsóknum þurfti að hafna þetta ár. Ég komst inn í námið og mér fannst algjörlega galið að hafna plássi, í námi sem naut virðingar í samfélaginu. Árið er 2005. Ég er nýútskrifuð með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum full eftirvæntingar að hefja starf sem grunnskólakennari. Ég sótti um störf í nokkrum grunnskólum. Ásókn í kennarastörf var mikil og ekki einboðið að fá kennarastöðu. Ég var heppin, ég fékk afleysingastöðu til árs. Margir menntaðir kennarar sóttu um hverja stöðu og það lá beinast við að kennarar með reynslu fengu starfið umfram mig. Kennsluskylda í fullu starfi var 26 kennslustundir en ég kenndi 32 kennslustundir á mínu fyrsta ári. Það var lítið um fundi og annað faglegt starf. Ég sinnti kennslunni minni og hafði góðan tíma til undirbúnings. Árið er 2015. Ég er búin að starfa sem grunnskólakennari í 11 ár. Á þessum tíma skrifaði ég pistil sem ég birti á Facebook. Ég stóð þarna á tímamótum. Ég var hugsi yfir mikilli breytingu á kennarastarfinu frá því ég hóf störf árið 2005. Á þessum tíma kenndi ég 26 kennslustundir á viku, sem er full kennarastaða, og ég upplifði að tími til undirbúnings var lítill. En hvað hafði breyst frá árinu 2005? Foreldrasamskipti voru orðin mun meiri. Ég þurfti að mæta á fleiri fundi. Teymisfundir í kringum nemendur, fagfundir í skólanum, kennarafundir og deildarfundir. Mér fannst ég vera að brenna út. Það kom fyrir að ég mætti nánast óundirbúin í kennslu því ég náði hreinlega ekki að klára að undirbúa mig. Ég upplifði að ég væri á þeytingi allan daginn, hafði ekki tíma til að fara á klósettið og skrifaði eftirminnilega að nýútskrifaður kennari væri búinn að segja upp. Hann myndi ekki höndla álagið. Á þessum tíma var auðveldara fyrir kennara að velja sér grunnskóla sem þá langaði að starfa við. Færri umsóknir voru um hverja stöðu en þegar ég var nýútskrifuð. Virðingaleysið sem ég upplifði gagnvart starfinu mínu var mikið. Athugasemdir eins og; Ertu ekki alltaf í fríi? Ertu ekki komin alltaf heim fyrir kl. 14? voru alltof algengar. Svörin voru á eina leið; Nei svo sannarlega ekki. Vinnutími kennara er tæplega 43 klukkustundir á viku. Þegar ég útskýrði fyrir spyrjendum í hverju starfið mitt fólst, þá fékk ég oftast svarið: ,,Ég gæti aldrei unnið við kennslu.“ Á þessum tíma spurði ég mig oft hvort að framtíð væri í kennarastarfinu. Ég kornung ennþá, rétt rúmlega þrítug, var hvött af eldri og reyndari kennurum að drífa mig í annað starf. Hlauptu, á meðan þú getur. Farðu að læra eitthvað annað. Þú brennur út í þessu starfi. Á þessum tímapunkti velti ég fyrir mér: Hvernig verður þróun á mínu starfi eftir 10 ár með þessu áframhaldi? Ég brenn fyrir skólastarfi, nemendum og starfsfólki. Ég ákvað að mennta mig meira. Skólinn skiptir mig miklu máli. Árið er 2024. Ég er starfandi skólastjóri. Nú eru tæp 10 ár síðan ég skrifaði hugleiðingar mínar um kennarastarfið. Ég hafði rétt fyrir mér. Þróun kennarastarfsins fór á þann veg sem ég óttaðist árið 2015. Í dag er mjög erfitt að fá fagmenntaða kennara til starfa í skólum landsins. Flótti menntaðra kennara raungerðist frá árinu 2015 til dagsins í dag. Hvar eru kennararnir í dag? Þeir eru í störfum sem samfélagið metur meiri að verðleikum, í störfum sem ekki heyrist talað niður til. Hver ber ábyrgðina? Ábyrgðina á þessu óviðunandi ástandi ber íslenskt samfélag, stofnanir íslensks samfélags, þar með taldir fjölmiðlar. Eftir að ég las greinina: Gögn styðja orð Einars: Stöndumst ekki samanburð, á mbl.is sem birtist 21. október síðastliðinn þá var mér allri lokið. Hvar endar þetta? Á hvað leið er menntakerfi landsins, skólarnir sem eiga að mennta börnin okkar til framtíðar, þegar virðing fyrir kennarastéttinni er engin. Í greininni kemur fram að íslenskt skólakerfi sé dýrt í alþjóðlegum samanburði, kennsluskylda sé lítil, fjöldi nemenda á hvern kennara sé minni en í öðrum OECD löndum. Veikindahlutfall kennara sé hærra en í einkageiranum og á hinum opinbera markaði. Hvernig viljum við hafa íslenska menntakerfið, íslenska skóla? Hvernig viljum við mennta börnin okkar og hvernig viljum við bera okkur saman við önnur nágrannalönd? Ég fór í skólaheimsókn til Spánar í vor og þar kom fram að skólastjóri í 400 barna skóla þarf að uppfylla kennsluskyldu ásamt því að bera ábyrgð á 400 börnum og starfsmönnum. Ég velti því fyrir mér hvernig viðkomandi fer að því. Ég hefði ekki tök á því að bæta því við mitt starf. Það þyrfti að leggja mig inn ef ég ætti að ná því líka í mínu starfi. Ég er skólastjóri í skóla með 530 nemendur. Ég ákvað að spyrja út í þetta. ,,Hvernig er staðan hjá ykkur með hegðunarvanda?“ ,,Hvaða úrræði hafið þið og hvernig er brugðist við?“ Svarið sem ég fékk var: ,,Hegðunarvanda, það er enginn hegðunarvandi hér. Þau börn sem eru með hann eru ekki í þessum skóla.“ Hmm.. já ok, áhugavert. Næsta spurning mín var: ,,Hvernig gengur í foreldrasamskiptum?“ Svar sem ég fékk: ,,Foreldrasamskipti? Hér koma foreldrar ekkert inn í skólann og skipta sér ekki að því sem við erum að gera hér.“ Á Spáni er borðin virðing fyrir kennarastarfinu og það er ekki hlaupið að því fyrir menntaða kennara að fá starf sem kennari, ásóknin er slík. Miðað við svörin sem ég fékk geta kennarar alfarið einbeitt sér að kennslu. Skóli án aðgreiningar er eitthvað sem þau þekktu ekki. Viljum við fleiri sérskóla fyrir börn með hegðunarvanda eða frávik? Á Íslandi leggjum við áherslu á að skólinn er fyrir alla, allir nemendur eiga rétt á námi við hæfi. Við tökum á móti nemendum með annað móðurmál en íslensku og ár hvert fjölgar þeim hratt. Við reynum að umvefja þau þegar þau koma í skólann okkar en erum stanslaust að finna upp hjólið við að að kenna þeim íslensku, vegna skorts á námsefni, og koma þeim inn í íslenskt samfélag. Samt sem áður náum við ekki utanum að kenna þeim íslenskt mál eins vel og við myndum vilja. Talað er um að kennsluskylda á Íslandi sé lítil miðað við önnur lönd. Þá velti ég fyrir mér hvaða öðrum verkefnum sinna kennarar í öðrum löndum? Ef verkefnastaðan er svipuð þar og árið 2005 í íslenskum skólum þá er það gerlegt. En viljum við það? Viljum við minnka tækifæri kennara til faglegrar umræðu, fræðslu og öðru samstarfi sem skiptir máli. Viljum við ekki vera með skóla án aðgreiningar? Á síðasta skólaári fór ég einnig í skólaheimsókn í New York. Bæði í einkaskóla og í almennan skóla. Í einkaskólanum kom ég að lokuðum dyrum þegar ég mætti. Ég þurfti að sýna skilríki og engum var hleypt inn í skólann nema nemendum. Hvar eru foreldrarnir? Þetta var eins og á Spáni. Engir foreldrar nema þeir tóku á móti börnunum fyrir utan skólann í lok dagsins. Hvernig viljum við hafa þetta? Viljum við spara mikið í kerfinu þannig að við lokum hurðinni að skólunum og hættum foreldrasamskiptum? Og hvað með samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Erum við einmitt ekki að huga að hverjum einasta einstaklingi. Viljum við breyta því? Í skólanum í New York var ég svo heppin að fá einstaklingsviðtal við einn kennara og ég spurði hann út í nemendur með frávik. Svörin sem ég fékk var: ,,Við erum með einn einhverfan nemanda annars er lítið um frávik hér. Þetta er einkaskóli og við veljum inn í skólann.“ Hmm.. ok, áhugavert. Næsta spurning mín var: ,,Hafið þið góðan tíma til að undirbúa kennslu?“ Svarið sem ég fékk var: ,,Hér er til svo mikið námsefni að við getum gengið að nánast hverju sem er og finnum fljótt efni sem við erum að leita að.“ Hmm.. afar áhugavert. Á litla Íslandi er námsefnisúrvalið mjög takmarkað, enda við rétt nokkur hundruð þúsund. Kennarar í mínum skóla eru sjálfir að búa til námsefni, ef kennsluskyldan væri meiri þá hefði ég ekki kennara. Þeir myndu gefast upp. Hvernig eiga þeir að sinna kennslu og búa líka til námsefni og líka vera í foreldrasamskiptum og líka að sjá um að mæta þörfum allra og líka… Í greininni á mbl.is sem birtist 21. október er dregin upp samanburðarmynd af veikindum starfsfólks í grunnskóla miðað við opinberan markað árið 2020. Árið 2020! Hvað var að gerast árið 2020? Æ já, það var Covid og kennarar voru þá framlínustarfsfólk ásamt læknum og hjúkrunarfólki. Skólarnir þurftu að vera opnir. Hver og einn kennari hitti nemendur sína á hverjum einasta degi þetta ár. Á hinum almenna vinnumarkaði útbjuggu fyrirtækin aðstæður svo að starfsmenn gætu unnið heima. Voru þeir í meiri hættu að verða útsettir fyrir smiti, heima hjá sér, en kennarar sem voru í framlínunni? Þetta dæmi um veikindi kennara miðað við veikindi starfsmanna á almennum markaði var dregið upp í greininni til að sýna fram á að kennarar væru mikið frá vegna vinnu til að rökstyðja orð Einars borgarstjóra. Þrátt fyrir þetta furðulega dæmi sem var tekið langar mig að ræða samt veikindi hjá starfsfólki í skólum. Það sem ég sé er að kennarar fara í langtímaveikindi. Af hverju? Þeir brenna út. Álagið er svo mikið. Þeir fá ekki laun miðað við vinnuna sína. Þeir gefast upp. Nýir kennarar hætta að hausti því þeir geta þetta ekki. Þarf ekki að huga að starfsumhverfi kennara til að snúa veikindakúrfunni við? Íslenskir foreldrar sem flytja erlendis frá fá áfall þegar þeir koma inn í íslenska skóla. Hér ríkir agaleysi í íslensku samfélagi. Hér eru börnin mjög opin, segja sína skoðun og það sitja ekki allir og hafa dauðaþögn inn í kennslustofu allan daginn. Hvernig viljum við hafa þetta? Viljum við að öll börn sitji og segi ekki neitt allan daginn? Íslenskir skólar eru hinsvegar hinum megin á jaðrinum. Við náum ekki niður hegðunarvanda, hér er ofbeldi, ljótt orðbragð, sumir foreldrar trúa ekki að barnið sitt taki þátt í einhverju veseni og það er oft erfitt að setja nemendum mörk. Það hefur áhrif á kennsluna okkar. Á hverjum einasta degi erum við að slökkva elda. Ég átti fund með foreldrum fyrir stuttu í mínum skóla þar sem ég lagði áherslu á að foreldrar verða að taka þátt í þessu með okkur. Við foreldrar eigum ekki að vera bestu vinir barnanna okkar og við þurfum að gefa börnunum okkar meiri tíma og eiga samtöl við þau. Hraðinn í samfélaginu er svo mikill að foreldrar eru í mesta basli við það. Ég er líka foreldri og er þátttakandi í þessu týpíska íslenska samfélagi. Við foreldrar verðum að setja börnunum okkar mörk, vinna að því í sameiningu við skólann þegar börnin okkar gera mistök. Það er eðlilegt að það gerist. Þetta eru börn. Þegar ég les umfjöllun í fjölmiðlum um kennarastéttina þessa dagana þá fyllist ég sorg og leiða fyrir hönd samstarfsfélaga minna vítt og breitt um landið. Samstarfsfélaga minna sem mæta glaðir í vinnuna hvern einasta dag. Ég gæti ekki verið stoltari af þeim. Í mínum skóla starfar fagfólk sem sinnir sínu starfi af alúð og samviskusemi á hverjum degi. Launin sem þau fá fyrir vinnu sína eru ekki í samanburði við álag í starfi. Hér er fagfólk sem vill bæta við sig þekkingu, taka þátt í skólaþróun og tekur þátt í verkefnum um víða veröld. Skólafólk í öðrum löndum hefur sýnt skólanum okkar áhuga. Af hverju er það? Það er vegna þess að þau eru afar spennt að skoða inngildandi menntun og þeir eru agndofa yfir ávinningi verkanna okkar. Í fyrra var starfshópur í skólanum mínum beðinn um að vera með erindi á litháenskri ráðstefnu fyrir skólafólk til að kynna það frábæra starf sem við erum að vinna að hér í skólanum. Litháenska útvarpið var með ítarlega umfjöllun um skólann okkar og það starf sem fer hér fram. Þeim finnst við standa mjög framarlega í skólaþróun miðað við önnur lönd. Foreldrar hrósa okkur fyrir vel unnin störf en það skilar sér ekki til fjölmiðla, né til annarra stofnana samfélagsins. Við fögnum umræðu um skólamál en Viðskiptaráð, borgarstjóri og fjölmiðlar draga samt fram verstu sviðsmyndina og kennarar landsins upplifa virðingarleysi í miðri kjarabaráttu. Okkar eina ósk er jöfnun launa og að umræða sé tekin um það sem við erum að glíma við í okkar starfi með það að markmiði að bæta íslenskt menntakerfi. Við þurfum að fá hrós fyrir það sem vel er gert í íslenskum skólum en jafnframt að fá stuðning til þess að bæta og gera betur. Við getum ekki breytt kerfinu ein. Það þarf að skoða íslenskt menntakerfi og væri þá ekki góð hugmynd að fá fagfólk að borðinu til umbóta? Áfram íslenskir skólar, áfram fagfólk í leik- grunn- og framhaldsskólum. Áfram kennarar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar