Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar 29. október 2024 10:32 Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og því löngu tímabært að bregðast við víðtæku ákalli um að málefnum þeirra verði betur sinnt. Niðurstöður rannsókna og raddir þeirra sem vel þekkja til sýna hins vegar að nú þegar er verið að gera góða hluti víða og því brýnt að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð og byggja á því sem vel er gert. MEMM verkefnið – menntun, móttaka, menning MEMM er þróunarverkefni sem ætlað er að bregðast við þessu ákalli. Samkomulag um verkefnið var undirritað í vor en það er leitt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg og þróað í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir á landsvísu. Markmið þess er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja menntasamfélaginu öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. MEMM stendur fyrir hugtökin menntun, móttaka og menning og ná áherslur verkefnisins til þessara þátta. Standa þarf betur að móttöku barna sem hefja skólagöngu í íslenskum skólum og móta verklag sem tekur mið af ólíkum þörfum barnanna og íslenskum veruleika. Skapa þarf raunveruleg tækifæri til menntunar og gera betur þegar kemur að kennslu íslensku sem annars máls en líka huga að tækifærum barna til að ná árangri námslega og félagslega. Hugtakið menning í þessu samhengi felur í sér mikilvægi þess að bregðast á menningarnæman hátt við þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu, líta á fjölbreytt tungumál og menningu sem auðlind sem hlúa ber að, ásamt því að endurmeta eigin viðhorf og orðræðu í málaflokknum. Á liðnum vikum hefur verið unnið við að koma verkefninu af stað. Miðja máls og læsis, þekkingarteymi sem hefur þróað þjónustu og stuðning í málaflokknum innan Reykjavíkurborgar, hefur gengið til liðs við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Með MEMM verður byggt á þeirri þekkingu í uppbyggingu þjónustu við skóla og sveitarfélög um leið og litið verður til þess hvernig læra megi af fleiri árangursríkum innlendum og erlendum aðferðum. Þrjár íslenskubrautir hafa verið settar af stað í þremur framhaldsskólum og samhliða komið á laggirnar fagteymi fyrir framhaldsskóla sem ætlað er að styðja við brautirnar og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri. Í vinnslu er vefsvæði MEMM þar sem skólar og sveitarfélög geta nálgast námsefni, bjargir og verkfæri en mikið hefur verið kallað eftir slíkum stuðningi. Þá er unnið að því að þróa ráðgjöf og stuðning við vettvang, ásamt því að skoða tækifæri til umbóta í kennaramenntun og starfsþróun kennara. Fjölbreyttar þarfir – fjölbreyttar leiðir Í umræðu um málaflokkinn er mikilvægt að forðast það að líta á málefni innflytjenda og barna þeirra líkt og um einsleitan hóp sé að ræða og að til séu einfaldar töfralausnir sem auðvelt sé að beita. Raunin er sú að í þeim hópi barna, eins og í öðrum barnahópum, eru börn með mjög ólíkar þarfir, getu og styrkleika. Í hópnum eru börn sem búa við sterkt bakland og eru sterk námslega og félagslega, börn sem fæðast á Íslandi og búa við önnur tungumál en íslensku á heimili og oft á tíðum samfélagslegan ójöfnuð og börn eða jafnvel ungmenni sem hingað koma síðar á skólagöngunni oft með rofna skólagöngu og reynslu sem ekkert barn ætti að hafa. Viðfangsefnið krefst þess að við lítum á það af yfirvegun og sem langtímaverkefni. Það krefst þess að við vinnum saman, tileinkum okkur framtíðarsýn og kjark til að þróa og prófa fjölbreyttar leiðir og sameinumst í því verkefni að tryggja farsæld allra barna. Þá má ekki gleyma að líta í eigin barm og sjá það sem tækifæri, til að þjálfa mikilvæga framtíðarhæfni fyrir okkur sjálf, að eiga í samskiptum þvert á tungumál og menningu. Það er hæfni sem við þurfum öll á að halda og getum þjálfað með litlum tilkostnaði með því að opna faðminn og sýna að við höfum raunverulegan áhuga á að læra hvert af öðru og byggja samfélagið upp í sameiningu. Höfundur er samhæfingastjóri MEMM hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og því löngu tímabært að bregðast við víðtæku ákalli um að málefnum þeirra verði betur sinnt. Niðurstöður rannsókna og raddir þeirra sem vel þekkja til sýna hins vegar að nú þegar er verið að gera góða hluti víða og því brýnt að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð og byggja á því sem vel er gert. MEMM verkefnið – menntun, móttaka, menning MEMM er þróunarverkefni sem ætlað er að bregðast við þessu ákalli. Samkomulag um verkefnið var undirritað í vor en það er leitt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg og þróað í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir á landsvísu. Markmið þess er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja menntasamfélaginu öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. MEMM stendur fyrir hugtökin menntun, móttaka og menning og ná áherslur verkefnisins til þessara þátta. Standa þarf betur að móttöku barna sem hefja skólagöngu í íslenskum skólum og móta verklag sem tekur mið af ólíkum þörfum barnanna og íslenskum veruleika. Skapa þarf raunveruleg tækifæri til menntunar og gera betur þegar kemur að kennslu íslensku sem annars máls en líka huga að tækifærum barna til að ná árangri námslega og félagslega. Hugtakið menning í þessu samhengi felur í sér mikilvægi þess að bregðast á menningarnæman hátt við þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu, líta á fjölbreytt tungumál og menningu sem auðlind sem hlúa ber að, ásamt því að endurmeta eigin viðhorf og orðræðu í málaflokknum. Á liðnum vikum hefur verið unnið við að koma verkefninu af stað. Miðja máls og læsis, þekkingarteymi sem hefur þróað þjónustu og stuðning í málaflokknum innan Reykjavíkurborgar, hefur gengið til liðs við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Með MEMM verður byggt á þeirri þekkingu í uppbyggingu þjónustu við skóla og sveitarfélög um leið og litið verður til þess hvernig læra megi af fleiri árangursríkum innlendum og erlendum aðferðum. Þrjár íslenskubrautir hafa verið settar af stað í þremur framhaldsskólum og samhliða komið á laggirnar fagteymi fyrir framhaldsskóla sem ætlað er að styðja við brautirnar og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri. Í vinnslu er vefsvæði MEMM þar sem skólar og sveitarfélög geta nálgast námsefni, bjargir og verkfæri en mikið hefur verið kallað eftir slíkum stuðningi. Þá er unnið að því að þróa ráðgjöf og stuðning við vettvang, ásamt því að skoða tækifæri til umbóta í kennaramenntun og starfsþróun kennara. Fjölbreyttar þarfir – fjölbreyttar leiðir Í umræðu um málaflokkinn er mikilvægt að forðast það að líta á málefni innflytjenda og barna þeirra líkt og um einsleitan hóp sé að ræða og að til séu einfaldar töfralausnir sem auðvelt sé að beita. Raunin er sú að í þeim hópi barna, eins og í öðrum barnahópum, eru börn með mjög ólíkar þarfir, getu og styrkleika. Í hópnum eru börn sem búa við sterkt bakland og eru sterk námslega og félagslega, börn sem fæðast á Íslandi og búa við önnur tungumál en íslensku á heimili og oft á tíðum samfélagslegan ójöfnuð og börn eða jafnvel ungmenni sem hingað koma síðar á skólagöngunni oft með rofna skólagöngu og reynslu sem ekkert barn ætti að hafa. Viðfangsefnið krefst þess að við lítum á það af yfirvegun og sem langtímaverkefni. Það krefst þess að við vinnum saman, tileinkum okkur framtíðarsýn og kjark til að þróa og prófa fjölbreyttar leiðir og sameinumst í því verkefni að tryggja farsæld allra barna. Þá má ekki gleyma að líta í eigin barm og sjá það sem tækifæri, til að þjálfa mikilvæga framtíðarhæfni fyrir okkur sjálf, að eiga í samskiptum þvert á tungumál og menningu. Það er hæfni sem við þurfum öll á að halda og getum þjálfað með litlum tilkostnaði með því að opna faðminn og sýna að við höfum raunverulegan áhuga á að læra hvert af öðru og byggja samfélagið upp í sameiningu. Höfundur er samhæfingastjóri MEMM hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun