Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:33 Opið bréf til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Hvernig gengur í sjókvíaeldisbaráttunni á Seyðisfirði, spurði hollenskur nýr baráttuvinur minn gær. Ég sagði honum það allra helsta og að það væri smá brekka núna. Daginn eftir stóra samstöðufundinn okkar 12. október þar sem húsfyllir var í félagsheimilinu á Seyðisfirði, hefði ríkisstjórnin fallið og vel heppnaði fundurinn og myndskeiðið “við drögum línu í sjóinn” (hlekkur:https://youtu.be/hWdjC7tf8bg?feature=shared ) hefði fengið litla umfjöllun hjá fjórða valdinu. Til að bæta gráu ofan á svart hefði aðstoðarforstjóri sjókvíaeldisfyrirtækisins tekið fyrsta sæti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Það þýddi að ef sá flokkur, sem lengst hefur stjórnað á Íslandi, yrði í ríkisstjórn væri allt eins líklegt að hann yrði ráðherra yfir stofnuninni sem gefur á endanum út leyfin. Í það minnsta vinur hans. Sá hollenski varð alveg gáttaður og furðaði sig á því að þetta gæti gerst á Íslandi, hefði ekki komið á óvart í þriðja heims ríki en þetta sýndi ekkert annað en spillt kerfi. Ég gerði mér grein fyrir því en sagði jafnframt að við værum orðin svo vön þessu. Sitt sýnist hverjum um eyðileggingu eða uppbyggingu Nú hef ég hlustað á oddvitann, Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóra Kaldvíkur, í nokkrum Pallborðum og hann heldur því réttilega fram að þar sem hann sé Eskfirðingur í sjötta ættlið myndi hann aldrei standa fyrir eyðileggingu fjarða í grennd við sinn heimabæ. Það væri algjör firra að halda slíku fram. Það má vel vera að hann telji sér trú um, þvert á vísindin og reynslu annars staðar, að sjókvíaeldi sé góð hugmynd fyrir náttúru og lífríki. Það verður samt að halda til haga persónulegum hagsmunum hans og ávinningi. Það er nefnilega gömul saga og ný að peningar geti blindað mönnum sýn. Hér (hlekkur: https://www.visir.is/g/20171579599d ) er grein frá 2017 sem segir frá hækkun á greiðslu sem nemur 3,9 milljarða íslenskra króna sem félagið sem hann stýrir, Fiskeldi Austfjarða (nú Kaldvík) myndi fá ef fengist aukin framleiðsla á næstu 10 árum. Leyfið í Seyðisfirði er sem sagt mikils virði og þetta er þó aðeins bónusinn sem fengist ef það dýrmæta leyfi kemst inn í kauphöllina. Framreiknað verð á leyfinu sjálfu hleypur á miklu fleiri milljörðum. Þessa sögu þekkjum við. Áfram gakk í andstöðu við íbúa Jens Garðar hefur líka verið spurður hvernig hægt sé að réttlæta að hefja eldi í Seyðisfirði þegar skoðanakönnun sveitarfélagsins (2023) sýndi að 75% íbúa séu andvíg áformunum. Hann svarar alltaf því sama: Þrjátíu Seyðfirðingar sóttu um vinnu hjá Kaldvík þegar störf við sjókvíaeldi í Seyðisfirði voru auglýst og að þeir sé þar að auki í góðum samskiptum við hagaðila á svæðinu. Þetta kemur á óvart en á sama tíma ómögulegt að sannreyna annað þar sem atvinnuumsóknir eru ekki opinber gögn. Því skal haldið til haga að atvinnuuppbygging er af hinu góða og það þarf sannarlega að finna leiðir til að byggja upp spennandi atvinnu og verðmætasköpun en það réttlætir ekki að taka þátt í þeim fórnarkostnaði sem sjókvíaeldinu fylgir. Það er síðan lýsandi fyrir hroka fyrirtækisins að auglýsa störf á svæði þar sem svo mikil andstaða hefur verið og það áður en leyfisveiting hefur átt sér stað. Hvernig er eiginlega hægt að koma þessum mönnum í skilning um að meirihluti Seyðfirðinga vilja þetta alls ekki? Í öðru lagi er vert að minnast þess að stærstu hagaðilar í ferðaþjónustu í Seyðisfirði fóru í mjög kostnaðarsamt prófmál gegn innviðaráðherra í von um að geta hnekkt Haf- og strandsvæðaskipulagi fyrir austfirði í því augnamiði að geta komið í veg fyrir leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Það væri ágætt að vita hvaða hagaðilar þetta eru sem Jens vísar til þar sem metfjöldi athugasemda barst við frummatsskýrslu fyrirtækisins og við skipulagstillögu svæðisráðs. Að vera góður Eskfirðingur ? Síðastliðnar vikur hafa einkennst af því að láta Seyðfirðinga trúa því að það þýði ekki að streitast á móti, við þurfum bara að venjast yfirgangingum. Jens hélt því fram í fréttatíma RÚV að þangað sem þeir mæta með sína starfsemi gengi vel og þeir telji hið sama muni gerast á Seyðisfirði. En kæri Jens Garðar, við viljum ekki sjókvíaeldi í þrönga lygna firðinum okkar. Það passar ekki og við erum á annarri vegferð. Ef þú vilt vera góður sjöttu kynslóðar Eskfirðingur – þá skilur þú væntanlega hvernig hægt er að þykja vænt um fjörðinn sinn og sýnir þannig í verki að þessi bónusgreiðsla sé ekki það sem drífur þig áfram. Þú lætur fjörðinn í friði og treystir Seyðfirðingum fyrir sinni framtíð. Það sjá sennilega allir valdaójafnvægið sem er hér dregið upp. Til að leggjast á árar með okkur fyrir vernd Seyðisfjarðar er hægt að skrá sig í baráttufélagið okkar VÁ, félag um vernd fjarðar: www.va-felag.is Höfndur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Opið bréf til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Hvernig gengur í sjókvíaeldisbaráttunni á Seyðisfirði, spurði hollenskur nýr baráttuvinur minn gær. Ég sagði honum það allra helsta og að það væri smá brekka núna. Daginn eftir stóra samstöðufundinn okkar 12. október þar sem húsfyllir var í félagsheimilinu á Seyðisfirði, hefði ríkisstjórnin fallið og vel heppnaði fundurinn og myndskeiðið “við drögum línu í sjóinn” (hlekkur:https://youtu.be/hWdjC7tf8bg?feature=shared ) hefði fengið litla umfjöllun hjá fjórða valdinu. Til að bæta gráu ofan á svart hefði aðstoðarforstjóri sjókvíaeldisfyrirtækisins tekið fyrsta sæti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Það þýddi að ef sá flokkur, sem lengst hefur stjórnað á Íslandi, yrði í ríkisstjórn væri allt eins líklegt að hann yrði ráðherra yfir stofnuninni sem gefur á endanum út leyfin. Í það minnsta vinur hans. Sá hollenski varð alveg gáttaður og furðaði sig á því að þetta gæti gerst á Íslandi, hefði ekki komið á óvart í þriðja heims ríki en þetta sýndi ekkert annað en spillt kerfi. Ég gerði mér grein fyrir því en sagði jafnframt að við værum orðin svo vön þessu. Sitt sýnist hverjum um eyðileggingu eða uppbyggingu Nú hef ég hlustað á oddvitann, Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóra Kaldvíkur, í nokkrum Pallborðum og hann heldur því réttilega fram að þar sem hann sé Eskfirðingur í sjötta ættlið myndi hann aldrei standa fyrir eyðileggingu fjarða í grennd við sinn heimabæ. Það væri algjör firra að halda slíku fram. Það má vel vera að hann telji sér trú um, þvert á vísindin og reynslu annars staðar, að sjókvíaeldi sé góð hugmynd fyrir náttúru og lífríki. Það verður samt að halda til haga persónulegum hagsmunum hans og ávinningi. Það er nefnilega gömul saga og ný að peningar geti blindað mönnum sýn. Hér (hlekkur: https://www.visir.is/g/20171579599d ) er grein frá 2017 sem segir frá hækkun á greiðslu sem nemur 3,9 milljarða íslenskra króna sem félagið sem hann stýrir, Fiskeldi Austfjarða (nú Kaldvík) myndi fá ef fengist aukin framleiðsla á næstu 10 árum. Leyfið í Seyðisfirði er sem sagt mikils virði og þetta er þó aðeins bónusinn sem fengist ef það dýrmæta leyfi kemst inn í kauphöllina. Framreiknað verð á leyfinu sjálfu hleypur á miklu fleiri milljörðum. Þessa sögu þekkjum við. Áfram gakk í andstöðu við íbúa Jens Garðar hefur líka verið spurður hvernig hægt sé að réttlæta að hefja eldi í Seyðisfirði þegar skoðanakönnun sveitarfélagsins (2023) sýndi að 75% íbúa séu andvíg áformunum. Hann svarar alltaf því sama: Þrjátíu Seyðfirðingar sóttu um vinnu hjá Kaldvík þegar störf við sjókvíaeldi í Seyðisfirði voru auglýst og að þeir sé þar að auki í góðum samskiptum við hagaðila á svæðinu. Þetta kemur á óvart en á sama tíma ómögulegt að sannreyna annað þar sem atvinnuumsóknir eru ekki opinber gögn. Því skal haldið til haga að atvinnuuppbygging er af hinu góða og það þarf sannarlega að finna leiðir til að byggja upp spennandi atvinnu og verðmætasköpun en það réttlætir ekki að taka þátt í þeim fórnarkostnaði sem sjókvíaeldinu fylgir. Það er síðan lýsandi fyrir hroka fyrirtækisins að auglýsa störf á svæði þar sem svo mikil andstaða hefur verið og það áður en leyfisveiting hefur átt sér stað. Hvernig er eiginlega hægt að koma þessum mönnum í skilning um að meirihluti Seyðfirðinga vilja þetta alls ekki? Í öðru lagi er vert að minnast þess að stærstu hagaðilar í ferðaþjónustu í Seyðisfirði fóru í mjög kostnaðarsamt prófmál gegn innviðaráðherra í von um að geta hnekkt Haf- og strandsvæðaskipulagi fyrir austfirði í því augnamiði að geta komið í veg fyrir leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Það væri ágætt að vita hvaða hagaðilar þetta eru sem Jens vísar til þar sem metfjöldi athugasemda barst við frummatsskýrslu fyrirtækisins og við skipulagstillögu svæðisráðs. Að vera góður Eskfirðingur ? Síðastliðnar vikur hafa einkennst af því að láta Seyðfirðinga trúa því að það þýði ekki að streitast á móti, við þurfum bara að venjast yfirgangingum. Jens hélt því fram í fréttatíma RÚV að þangað sem þeir mæta með sína starfsemi gengi vel og þeir telji hið sama muni gerast á Seyðisfirði. En kæri Jens Garðar, við viljum ekki sjókvíaeldi í þrönga lygna firðinum okkar. Það passar ekki og við erum á annarri vegferð. Ef þú vilt vera góður sjöttu kynslóðar Eskfirðingur – þá skilur þú væntanlega hvernig hægt er að þykja vænt um fjörðinn sinn og sýnir þannig í verki að þessi bónusgreiðsla sé ekki það sem drífur þig áfram. Þú lætur fjörðinn í friði og treystir Seyðfirðingum fyrir sinni framtíð. Það sjá sennilega allir valdaójafnvægið sem er hér dregið upp. Til að leggjast á árar með okkur fyrir vernd Seyðisfjarðar er hægt að skrá sig í baráttufélagið okkar VÁ, félag um vernd fjarðar: www.va-felag.is Höfndur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun