Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Árni Sverrisson skrifa 12. nóvember 2024 08:30 Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt. Það er heldur ekki nýtt, að Alþingi fer með forræði á því hvernig auðlindir lands og sjávar eru nýttar. Þar hafa engar breytingar verið gerðar er varða veiðar á langreyðum. Ástæða átaka nú er vegna alvarlegra lögbrota þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Þannig hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að ákvörðun ráðherra um að stöðva hvalveiðar hafi farið í bága við lög og að ráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni bar að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Með ákvörðun sinni fór ráðherra gegn mikilsverðum rétti Hvals hf. samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrár er varða vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Síðari embættisfærslur matvælaráðherra sem á eftir kom, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, eru jafnframt enn til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Sá ráðherra viðurkenndi reyndar að honum hafi lögum samkvæmt borið að gefa út leyfi til veiða, en til að reyna að klekkja á vilja löggjafans ákvað ráðherrann að gefa út leyfi sem vitað var að kæmi að engum notum. Þessar embættisfærslur ættu að vera áhyggjuefni öllum þeim sem er annt um réttarríkið og að settum lögum og stjórnarskrá sé fylgt. En hvað sem öllum ágreiningi líður, þá heldur tímans hjól sinni vegferð fram veginn. Og senn fer í hönd nýtt hvalveiðitímabil. Eðli máls samkvæmt hefur Hvalur óskað eftir því að fá leyfi til veiða útgefið að nýju, eins og hefðbundið er. Með hliðsjón af skýrum ákvæðum laga og stjórnarskrár, auk afdráttarlauss álits umboðsmanns Alþingis, þá liggur í hlutarins augljósa eðli að leyfi skuli út gefið. Engu breytir þar hvort boðað hafi verið til alþingiskosninga að nýju. Framkvæmdavaldinu ber eftir sem áður að rækja sínar lögbundnu skyldur. Og þær felast í hinu hefðbundna og lögmæta, að gefa út leyfi. Í ljósi fyrrgreinds sætir nokkurri furðu að sjá kröfur einhverra um að ráðherra beri nú að viðhalda hinu ólögmæta ástandi. Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra. Höfundar eru: Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Vilhjálmur Birgisson Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt. Það er heldur ekki nýtt, að Alþingi fer með forræði á því hvernig auðlindir lands og sjávar eru nýttar. Þar hafa engar breytingar verið gerðar er varða veiðar á langreyðum. Ástæða átaka nú er vegna alvarlegra lögbrota þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Þannig hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að ákvörðun ráðherra um að stöðva hvalveiðar hafi farið í bága við lög og að ráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni bar að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Með ákvörðun sinni fór ráðherra gegn mikilsverðum rétti Hvals hf. samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrár er varða vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Síðari embættisfærslur matvælaráðherra sem á eftir kom, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, eru jafnframt enn til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Sá ráðherra viðurkenndi reyndar að honum hafi lögum samkvæmt borið að gefa út leyfi til veiða, en til að reyna að klekkja á vilja löggjafans ákvað ráðherrann að gefa út leyfi sem vitað var að kæmi að engum notum. Þessar embættisfærslur ættu að vera áhyggjuefni öllum þeim sem er annt um réttarríkið og að settum lögum og stjórnarskrá sé fylgt. En hvað sem öllum ágreiningi líður, þá heldur tímans hjól sinni vegferð fram veginn. Og senn fer í hönd nýtt hvalveiðitímabil. Eðli máls samkvæmt hefur Hvalur óskað eftir því að fá leyfi til veiða útgefið að nýju, eins og hefðbundið er. Með hliðsjón af skýrum ákvæðum laga og stjórnarskrár, auk afdráttarlauss álits umboðsmanns Alþingis, þá liggur í hlutarins augljósa eðli að leyfi skuli út gefið. Engu breytir þar hvort boðað hafi verið til alþingiskosninga að nýju. Framkvæmdavaldinu ber eftir sem áður að rækja sínar lögbundnu skyldur. Og þær felast í hinu hefðbundna og lögmæta, að gefa út leyfi. Í ljósi fyrrgreinds sætir nokkurri furðu að sjá kröfur einhverra um að ráðherra beri nú að viðhalda hinu ólögmæta ástandi. Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra. Höfundar eru: Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun