Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar 12. nóvember 2024 14:32 Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff). Uppi á áhorfendapöllum Alþingis sat þetta öfluga döff baráttufólk og einhver þeirra felldu tár af hamingju. Loksins var réttlætinu náð, loksins var móðurmál þeirra viðurkennt, loksins hafði baráttan skilað sér. ÍTM hafði verið lögfest og það ekki sem minnihlutamál, heldur jafn mikilvægt og íslenskan, döff og heyrandi Íslendingar urðu jöfn fyrir lögum óháð tungumáli. Framtíðin virtist björt. Síðan eru liðin meira en þrettán ár, en lítið virðist hafa breyst. Þó hafa einhverjar þingsályktanir verið lagðar fram, gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið breytt, fréttir á RÚV táknmálstúlkaðar svo eitthvað sé nefnt. Enn er þó langt í land í að fullu jafnrétti milli heyrandi og heyrnarlausra sé náð. Aðgengi að táknmálstúlkaþjónustu er takmarkað og dæmi um að foreldrar heyrnarlausra barna flýja land vegna ófullnægjandi þjónustu á grundvelli ÍTM, í raun er sjálft táknmálið okkar í útrýmingarhættu. Undirrituð hefði til dæmis aldrei tekið ákvörðun um að fara í framboð, nema fyrir þær sakir að Samfylkingin er tilbúin að greiða fyrir nauðsynlega táknmálstúlkaþjónustu fáist ekki táknmálstúlkar frá SHH til að tryggja þátttöku í kosningabaráttunni og störfum innan flokksins. Í dag er kerfið ekki notendamiðað fyrir táknmálsfólk, til dæmis er atvinnutúlkun ekki tryggð og auk þess fer það fjármagn sem sett er í félagslega táknmálstúlkun inn í rekstur SHH sem gerir það að verkum að notendur túlkaþjónustunnar hafa ekkert val um hver túlkar fyrir þá. Þeir eru háðir því að SHH úthluti þeim túlkum og geta ekki treyst því að fá túlka sem þeir telja henta fyrir sig. Á sama tíma eru til staðar sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar, sem kjósa að starfa utan stofnunarinnar en þeir hafa engan aðgang að þessu fjármagni og því neyðast þeir notendur sem kjósa að leita til þeirra að greiða þeim úr eigin vasa fái þeir synjun um þjónustu frá SHH fyrir félagslega túlkun. Auk þess starfa túlkar umræddrar stofnunar einungis á dagvinnutíma og ber ekki skylda til þess að sinna verkefnum um kvöld og helgar. Þetta lendir illa á þeim sem þurfa nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda, og má hér til dæmis nefna Neyðarlínuna. Túlkar geta skráð sig á lista hjá 112, ef notandi slasar sig um miðja nótt þá hringir Neyðarlínan í þá túlka sem eru á listanum, en umræddir túlkar eru ekki á bakvakt og ber engin skylda til að taka verkefnið að sér. Það er alls ekki víst að neinn túlkur sé laus og geti brunað upp á bráðamóttöku, en það er enginn á eiginlegri bakvakt, eða á vakt yfirhöfuð. Í sterku velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að lifa við slíkt óöryggi, upplifa sig sem byrði á kerfið, né að greiða úr eigin vasa til að fá nauðsynlega þjónustu. Núgildandi verklag samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvað segja þessi lög sem minnst var á hér fyrir ofan aftur? 3. gr. laganna fjalla um íslenskt táknmál. Þar kemur skýrt fram að íslenskt táknmál sé fyrsta mál fólks sem þurfa það til að tjá sig. Í 1. mrg. 3. gr. er lögð þú skylda á stjórnvöld að hlúa að ÍTM og styðja. Loks segir í 4. mgr. orðrétt: „Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða [samþætting sjón- og heyrnarskerðingar] 1) hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.“ Leiðir til að bæta úr þessu er að gera heildarendurskoðun á kerfinu. Þá er brýnt að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum þarf að taka samtalið um þetta, ef enginn segir neitt um glufurnar í kerfinu gerist ekkert. Samfylkingin er með plan, vill sterka velferð og heilbrigðisþjónustu og að lögfesta umræddan samning. Höfundur er ritlistarnemi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem talar bæði íslensku og íslenskt táknmál og situr i 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff). Uppi á áhorfendapöllum Alþingis sat þetta öfluga döff baráttufólk og einhver þeirra felldu tár af hamingju. Loksins var réttlætinu náð, loksins var móðurmál þeirra viðurkennt, loksins hafði baráttan skilað sér. ÍTM hafði verið lögfest og það ekki sem minnihlutamál, heldur jafn mikilvægt og íslenskan, döff og heyrandi Íslendingar urðu jöfn fyrir lögum óháð tungumáli. Framtíðin virtist björt. Síðan eru liðin meira en þrettán ár, en lítið virðist hafa breyst. Þó hafa einhverjar þingsályktanir verið lagðar fram, gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið breytt, fréttir á RÚV táknmálstúlkaðar svo eitthvað sé nefnt. Enn er þó langt í land í að fullu jafnrétti milli heyrandi og heyrnarlausra sé náð. Aðgengi að táknmálstúlkaþjónustu er takmarkað og dæmi um að foreldrar heyrnarlausra barna flýja land vegna ófullnægjandi þjónustu á grundvelli ÍTM, í raun er sjálft táknmálið okkar í útrýmingarhættu. Undirrituð hefði til dæmis aldrei tekið ákvörðun um að fara í framboð, nema fyrir þær sakir að Samfylkingin er tilbúin að greiða fyrir nauðsynlega táknmálstúlkaþjónustu fáist ekki táknmálstúlkar frá SHH til að tryggja þátttöku í kosningabaráttunni og störfum innan flokksins. Í dag er kerfið ekki notendamiðað fyrir táknmálsfólk, til dæmis er atvinnutúlkun ekki tryggð og auk þess fer það fjármagn sem sett er í félagslega táknmálstúlkun inn í rekstur SHH sem gerir það að verkum að notendur túlkaþjónustunnar hafa ekkert val um hver túlkar fyrir þá. Þeir eru háðir því að SHH úthluti þeim túlkum og geta ekki treyst því að fá túlka sem þeir telja henta fyrir sig. Á sama tíma eru til staðar sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar, sem kjósa að starfa utan stofnunarinnar en þeir hafa engan aðgang að þessu fjármagni og því neyðast þeir notendur sem kjósa að leita til þeirra að greiða þeim úr eigin vasa fái þeir synjun um þjónustu frá SHH fyrir félagslega túlkun. Auk þess starfa túlkar umræddrar stofnunar einungis á dagvinnutíma og ber ekki skylda til þess að sinna verkefnum um kvöld og helgar. Þetta lendir illa á þeim sem þurfa nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda, og má hér til dæmis nefna Neyðarlínuna. Túlkar geta skráð sig á lista hjá 112, ef notandi slasar sig um miðja nótt þá hringir Neyðarlínan í þá túlka sem eru á listanum, en umræddir túlkar eru ekki á bakvakt og ber engin skylda til að taka verkefnið að sér. Það er alls ekki víst að neinn túlkur sé laus og geti brunað upp á bráðamóttöku, en það er enginn á eiginlegri bakvakt, eða á vakt yfirhöfuð. Í sterku velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að lifa við slíkt óöryggi, upplifa sig sem byrði á kerfið, né að greiða úr eigin vasa til að fá nauðsynlega þjónustu. Núgildandi verklag samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvað segja þessi lög sem minnst var á hér fyrir ofan aftur? 3. gr. laganna fjalla um íslenskt táknmál. Þar kemur skýrt fram að íslenskt táknmál sé fyrsta mál fólks sem þurfa það til að tjá sig. Í 1. mrg. 3. gr. er lögð þú skylda á stjórnvöld að hlúa að ÍTM og styðja. Loks segir í 4. mgr. orðrétt: „Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða [samþætting sjón- og heyrnarskerðingar] 1) hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.“ Leiðir til að bæta úr þessu er að gera heildarendurskoðun á kerfinu. Þá er brýnt að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum þarf að taka samtalið um þetta, ef enginn segir neitt um glufurnar í kerfinu gerist ekkert. Samfylkingin er með plan, vill sterka velferð og heilbrigðisþjónustu og að lögfesta umræddan samning. Höfundur er ritlistarnemi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem talar bæði íslensku og íslenskt táknmál og situr i 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun