Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar 18. nóvember 2024 11:01 Fyrr í mánuðinum kynnti ég menntastefnu Lýðræðisflokksins á leik-og grunnskólastigi undir fyrirsögninni „Fræðsluskylda í stað skólaskyldu“. Í upphafi síðustu aldar var fræðsluskylda á Íslandi, og skólaskylda á aldrinum 10-14 ára sett í lög árið 1907 í hinum sögufrægu fræðslulögum. Ég vil kafa aðeins dýpra ofan í liðinn er kemur að fræðsluskyldu og ólíku rekstrarfyrirkomulagi menntastofanna á grunnskólastigi. Við erum ekki að tala hér um einkavæðingu skólakerfisins. Í menntastefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjármagn skal fylgja hverju barni óháð rekstarformi og kennslufyrirkomulagi, á jafnræðisgrundvelli. Til þess að tryggja að markmið leik-og grunnskólalaga náist er, eins og nú, stuðst við aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Ég ólst að hluta til upp í Danmörku. Í Danmörku er engin skólaskylda. Hinsvegar er svokölluð „undervisningspligt“ sem á góðri íslensku kallast fræðsluskylda. Í dönsku fræðslulögunum er það réttur foreldra sem ákvarðar hvernig menntun barnsins skal háttað. Við skulum hafa hugfast að börnin eru jú foreldranna, ekki ríkiseign. Flestir foreldrar barna á skólaaldri í Danmörku velja að senda börnin sín í hefðbundna skóla rekna af sveitarfélaginu, en þeir hafa þó val um að kenna börnum sínum heimafyrir, ráða til sín einkakennara eða jafnvel senda barnið í svokallaða „frískóla“ sem eru reknir af t.d. sjálfseignarstofnunum. Við eigum reyndar nokkra slíka skóla hér, eins og t.d. Ísaksskóla, Landakotsskóla, Waldorfskólana, skóla aðventista og skóla Hjallastefnunnar til að nefna nokkur dæmi. Þessi stefna okkar er því ekki úr lausi lofti gripin. Það blasir við að réttur foreldra til að ákveða kennslufyrirkomulag fyrir börnin sín, og bein aðkoma þeirra hefur verið á undanhaldi hér á landi síðsutu ár.Ýmsar lagasetningar sem á yfirborðinu virðast sakleysilegar og af hinu góða, eins og t.d. farsældarlögin sem voru samþykkt á Alþingi árið 2021 hafa einmitt gengið að þessum rétt foreldra til þess að hafa bein áhrif á afdrif barna sinna í menntakerfinu. Ég þekki t.d. dæmi þess, þar sem ágreiningur hefur blossað upp af siðferðislegum ástæðum á milli forsjáraðila og skólastjórnenda, að málum hefur m.a. lyktað með bréfsendingum frá bæjarlögmönnum sveitarfélaga til foreldra sem beinlínis kunngjörir þeim að það sem gerist innan veggja skóla sé þeim algjörlega óviðkomandi. Þetta er vitaskuld óviðundandi samskipti við foreldra sem eru að sinna barnauppeldinu af alúð og samkvæmt eigin siðferðislegri vitund, sem er réttur hvers og eins í lýðræðissamfélagi. Hvergi fleiri börn í sérkennsluúrræði en á Íslandi Í síðustu viku heyrði ég viðtal á gömlu gufunni (Rás 1) við Guðbjörgu Rut Þórisdóttur, læsisfræðing. Í því kemur fram að um 34% barna eru í sérkennsluúrræði í grunnskólum landsins. Þetta gefur tilefni til þess að íhuga hvort þetta „uniform“ skólakerfi sem hér hefur þróast síðustu áratugina (síðan skóli án aðgreiningar-stefan var tekin upp í kringum 1994) henti öllum nemendum. Það virðist að núverandi fyrirkomulag henti alls ekki stórum hluta nemenda. Þegar helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla, og þ.a.l. með afar takmarkaða möguleika á framhaldsnámi – þá verður að bregðast við. Við verðum að búa þannig um hlutina að grunnmenntun nái að fanga áhuga allra barna og að unnið sé markvisst með styrkleika sérhvers barns, eins fjölbreyttir og ólíkir þeir eru. Það styrkir sjálfsímynd þeirra og vellíðan. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum kynnti ég menntastefnu Lýðræðisflokksins á leik-og grunnskólastigi undir fyrirsögninni „Fræðsluskylda í stað skólaskyldu“. Í upphafi síðustu aldar var fræðsluskylda á Íslandi, og skólaskylda á aldrinum 10-14 ára sett í lög árið 1907 í hinum sögufrægu fræðslulögum. Ég vil kafa aðeins dýpra ofan í liðinn er kemur að fræðsluskyldu og ólíku rekstrarfyrirkomulagi menntastofanna á grunnskólastigi. Við erum ekki að tala hér um einkavæðingu skólakerfisins. Í menntastefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjármagn skal fylgja hverju barni óháð rekstarformi og kennslufyrirkomulagi, á jafnræðisgrundvelli. Til þess að tryggja að markmið leik-og grunnskólalaga náist er, eins og nú, stuðst við aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Ég ólst að hluta til upp í Danmörku. Í Danmörku er engin skólaskylda. Hinsvegar er svokölluð „undervisningspligt“ sem á góðri íslensku kallast fræðsluskylda. Í dönsku fræðslulögunum er það réttur foreldra sem ákvarðar hvernig menntun barnsins skal háttað. Við skulum hafa hugfast að börnin eru jú foreldranna, ekki ríkiseign. Flestir foreldrar barna á skólaaldri í Danmörku velja að senda börnin sín í hefðbundna skóla rekna af sveitarfélaginu, en þeir hafa þó val um að kenna börnum sínum heimafyrir, ráða til sín einkakennara eða jafnvel senda barnið í svokallaða „frískóla“ sem eru reknir af t.d. sjálfseignarstofnunum. Við eigum reyndar nokkra slíka skóla hér, eins og t.d. Ísaksskóla, Landakotsskóla, Waldorfskólana, skóla aðventista og skóla Hjallastefnunnar til að nefna nokkur dæmi. Þessi stefna okkar er því ekki úr lausi lofti gripin. Það blasir við að réttur foreldra til að ákveða kennslufyrirkomulag fyrir börnin sín, og bein aðkoma þeirra hefur verið á undanhaldi hér á landi síðsutu ár.Ýmsar lagasetningar sem á yfirborðinu virðast sakleysilegar og af hinu góða, eins og t.d. farsældarlögin sem voru samþykkt á Alþingi árið 2021 hafa einmitt gengið að þessum rétt foreldra til þess að hafa bein áhrif á afdrif barna sinna í menntakerfinu. Ég þekki t.d. dæmi þess, þar sem ágreiningur hefur blossað upp af siðferðislegum ástæðum á milli forsjáraðila og skólastjórnenda, að málum hefur m.a. lyktað með bréfsendingum frá bæjarlögmönnum sveitarfélaga til foreldra sem beinlínis kunngjörir þeim að það sem gerist innan veggja skóla sé þeim algjörlega óviðkomandi. Þetta er vitaskuld óviðundandi samskipti við foreldra sem eru að sinna barnauppeldinu af alúð og samkvæmt eigin siðferðislegri vitund, sem er réttur hvers og eins í lýðræðissamfélagi. Hvergi fleiri börn í sérkennsluúrræði en á Íslandi Í síðustu viku heyrði ég viðtal á gömlu gufunni (Rás 1) við Guðbjörgu Rut Þórisdóttur, læsisfræðing. Í því kemur fram að um 34% barna eru í sérkennsluúrræði í grunnskólum landsins. Þetta gefur tilefni til þess að íhuga hvort þetta „uniform“ skólakerfi sem hér hefur þróast síðustu áratugina (síðan skóli án aðgreiningar-stefan var tekin upp í kringum 1994) henti öllum nemendum. Það virðist að núverandi fyrirkomulag henti alls ekki stórum hluta nemenda. Þegar helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla, og þ.a.l. með afar takmarkaða möguleika á framhaldsnámi – þá verður að bregðast við. Við verðum að búa þannig um hlutina að grunnmenntun nái að fanga áhuga allra barna og að unnið sé markvisst með styrkleika sérhvers barns, eins fjölbreyttir og ólíkir þeir eru. Það styrkir sjálfsímynd þeirra og vellíðan. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar