Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar 20. nóvember 2024 14:03 Í dag höldum við upp á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sáttmálans sem gjörbreytti skilningi okkar á réttindum barna. Þessi áfangi er mikilvægur tímapunktur til að horfa í baksýnisspegilinn og leggja mat á þá áfanga sem hafa náðst, en einnig nauðsynleg brýning til okkar allra um að halda áfram á vegferðinni að skapa betra samfélag fyrir öll börn. Réttindi barna gerð að veruleika Á undanförnum árum höfum við stigið stór skref fyrir börn og fjölskyldur á Íslandi. Lög um farsæld barna, sem tóku gildi árið 2022, marka tímamót í því hvernig þjónusta við börn er skipulögð og framkvæmd. Með lögunum er tryggt að öll börn með stuðningsþarfir fái sérstakan tengilið sem styður við þau og fjölskyldur þeirra með einstaklingsmiðaðri og samþættri þjónustu. Við höfum lengt fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf og hækkað hámarksgreiðslur. Ég er einstaklega stoltur af þessum áfanga sem styður foreldra í því að sinna því allra mikilvægasta í lífinu. Jafnframt leggur þessi breyting sitt af mörkum til að jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði og stuðlar þannig að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi. Eins höfum við gert gjaldfrjálsar skólamáltíðir að veruleika fyrir grunnskólabörn, sem er annað mikilvægt skref í átt að jafnræði. Á sviði menntunar höfum við lagt sérstaka áherslu á að styrkja grunnstoðir skólastarfs um land allt og tryggja að skólaþjónusta sé jöfn og samræmd óháð búsetu. Með því að fjölga verkfærum og stuðningi sem skólasamfélagið getur nýtt sér og innleiða samræmt matskerfi námsárangurs höfum við skapað traustari umgjörð fyrir menntun barna og ungmenna. Nýtt samræmt verklag fyrir menntun barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn tryggir börnum jöfn tækifæri til náms og félagslegrar þátttöku. Auk þess höfum við aukið aðgengi að verknámi um allt land, sem opnar nýjar dyr fyrir fjölbreyttari námsleiðir. Framkvæmdir til að bæta aðstöðu í framhaldsskólum víða um land, þar á meðal í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Verkmenntaskólanum á Akureyri, marka tímamót í starfsnámi. Þessar umbætur eru ekki aðeins fjárfesting í menntakerfinu heldur einnig í framtíð ungs fólks og samfélagsins alls. Geðheilbrigði ungmenna hefur verið stórt mál á kjörtímabilinu. Með stuðningi við úrræði á borð við Bergið Headspace hefur geðheilbrigðisþjónusta verið efld, með áherslu á snemmtæk inngrip. Að auki hefur sérstök ráðgjöf verið sett á laggirnar fyrir börn og ungmenni sem eiga foreldra með geðrænan vanda, með það að markmiði að draga úr líkum á að áföll í fjölskyldum hafi langvarandi áhrif. Verkefnið Samvinna eftir skilnað býður nú upp á stafrænt námsefni sem hjálpar foreldrum að setja þarfir barna í forgrunn við breytingar á fjölskylduaðstæðum. Þar að auki er unnið er að innleiðingu námskeiðanna Tengjumst í leik í samstarfi við leik- og grunnskóla, með það að marki að styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Árangur sem við getum verið stolt af Það er ljóst að réttindi barna og málefni sem þeim tengjast krefjast langtímasýnar, víðtækra lausna og aðgerða sem taka á flóknum áskorunum. Þess vegna er ánægjulegt að sjá að niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, gefa skýrar vísbendingar um að stefna og aðgerðir síðustu ára séu þegar að skila árangri. Ný gögn sýna að 90% barna lýsa heilsu sinni sem mjög góðri, og lífsánægja barna hefur aukist úr 74% árið 2018 í 81% árið 2022. Tíðni eineltis hefur minnkað verulega, sérstaklega í 10. bekk, þar sem hlutfall barna sem segjast upplifa einelti er nú 4%. Í skólum segjast meir en 85% barna líða vel, og 90% þeirra telja mikilvægt að leggja sig fram í námi. Þá eru slagsmál meðal ungmenna á undanhaldi, og hnífaburður meðal barna í þeim tilgangi að nota sem vopn mælist 0,7%. Áfram veginn Barnasáttmálinn kennir okkur að samfélög sem leggja áherslu á réttindi barna séu samfélög sem uppskera ríkulega. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra – barna, foreldra, fagfólks og stjórnvalda, að tryggja að réttindi barna séu ekki aðeins orð á blaði heldur hluti af daglegu lífi. Við erum komin vel af stað á þeirri vegferð, en eigum enn verk að vinna. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag höldum við upp á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sáttmálans sem gjörbreytti skilningi okkar á réttindum barna. Þessi áfangi er mikilvægur tímapunktur til að horfa í baksýnisspegilinn og leggja mat á þá áfanga sem hafa náðst, en einnig nauðsynleg brýning til okkar allra um að halda áfram á vegferðinni að skapa betra samfélag fyrir öll börn. Réttindi barna gerð að veruleika Á undanförnum árum höfum við stigið stór skref fyrir börn og fjölskyldur á Íslandi. Lög um farsæld barna, sem tóku gildi árið 2022, marka tímamót í því hvernig þjónusta við börn er skipulögð og framkvæmd. Með lögunum er tryggt að öll börn með stuðningsþarfir fái sérstakan tengilið sem styður við þau og fjölskyldur þeirra með einstaklingsmiðaðri og samþættri þjónustu. Við höfum lengt fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf og hækkað hámarksgreiðslur. Ég er einstaklega stoltur af þessum áfanga sem styður foreldra í því að sinna því allra mikilvægasta í lífinu. Jafnframt leggur þessi breyting sitt af mörkum til að jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði og stuðlar þannig að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi. Eins höfum við gert gjaldfrjálsar skólamáltíðir að veruleika fyrir grunnskólabörn, sem er annað mikilvægt skref í átt að jafnræði. Á sviði menntunar höfum við lagt sérstaka áherslu á að styrkja grunnstoðir skólastarfs um land allt og tryggja að skólaþjónusta sé jöfn og samræmd óháð búsetu. Með því að fjölga verkfærum og stuðningi sem skólasamfélagið getur nýtt sér og innleiða samræmt matskerfi námsárangurs höfum við skapað traustari umgjörð fyrir menntun barna og ungmenna. Nýtt samræmt verklag fyrir menntun barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn tryggir börnum jöfn tækifæri til náms og félagslegrar þátttöku. Auk þess höfum við aukið aðgengi að verknámi um allt land, sem opnar nýjar dyr fyrir fjölbreyttari námsleiðir. Framkvæmdir til að bæta aðstöðu í framhaldsskólum víða um land, þar á meðal í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Verkmenntaskólanum á Akureyri, marka tímamót í starfsnámi. Þessar umbætur eru ekki aðeins fjárfesting í menntakerfinu heldur einnig í framtíð ungs fólks og samfélagsins alls. Geðheilbrigði ungmenna hefur verið stórt mál á kjörtímabilinu. Með stuðningi við úrræði á borð við Bergið Headspace hefur geðheilbrigðisþjónusta verið efld, með áherslu á snemmtæk inngrip. Að auki hefur sérstök ráðgjöf verið sett á laggirnar fyrir börn og ungmenni sem eiga foreldra með geðrænan vanda, með það að markmiði að draga úr líkum á að áföll í fjölskyldum hafi langvarandi áhrif. Verkefnið Samvinna eftir skilnað býður nú upp á stafrænt námsefni sem hjálpar foreldrum að setja þarfir barna í forgrunn við breytingar á fjölskylduaðstæðum. Þar að auki er unnið er að innleiðingu námskeiðanna Tengjumst í leik í samstarfi við leik- og grunnskóla, með það að marki að styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Árangur sem við getum verið stolt af Það er ljóst að réttindi barna og málefni sem þeim tengjast krefjast langtímasýnar, víðtækra lausna og aðgerða sem taka á flóknum áskorunum. Þess vegna er ánægjulegt að sjá að niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, gefa skýrar vísbendingar um að stefna og aðgerðir síðustu ára séu þegar að skila árangri. Ný gögn sýna að 90% barna lýsa heilsu sinni sem mjög góðri, og lífsánægja barna hefur aukist úr 74% árið 2018 í 81% árið 2022. Tíðni eineltis hefur minnkað verulega, sérstaklega í 10. bekk, þar sem hlutfall barna sem segjast upplifa einelti er nú 4%. Í skólum segjast meir en 85% barna líða vel, og 90% þeirra telja mikilvægt að leggja sig fram í námi. Þá eru slagsmál meðal ungmenna á undanhaldi, og hnífaburður meðal barna í þeim tilgangi að nota sem vopn mælist 0,7%. Áfram veginn Barnasáttmálinn kennir okkur að samfélög sem leggja áherslu á réttindi barna séu samfélög sem uppskera ríkulega. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra – barna, foreldra, fagfólks og stjórnvalda, að tryggja að réttindi barna séu ekki aðeins orð á blaði heldur hluti af daglegu lífi. Við erum komin vel af stað á þeirri vegferð, en eigum enn verk að vinna. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar