Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar 20. nóvember 2024 13:33 Unga fólkið sem nú er að kjósa fulltrúa sína til sætis á hinu háa Alþingi, jafnvel í fyrsta skipti, kann kannski að undrast það afhverju við í Viðreisn viljum halda í heiðri frelsi í sinni víðustu mynd. Frelsi einstaklinga til að fá að vera í friði frá stjórnvöldum með sín mál, frelsi til athafna, lífsskoðana og viðskipta. Það þykir sennilega sjálfsagt mál núorðið en hefur ekki alltaf verið svo. Fyrir okkur sem eldri erum rifjast upp margt forvitnilegt sem fallið hafði í gleymsku þegar við spáum í frelsishugtakinu. En frelsi, svona almennt, er mjög af hinu jákvæða, um það geta kannski flestir orðið sammála, aldnir sem ungir. Þeir sem orðnir eru miðaldra muna þá tíð er hundahald var með öllu óheimilt í Reykjavík. Var það meðal annars skýrt með þeim rökum að hundahaldi fylgdi mikill sóðaskapur og var þá sennilega vísað til hundaskítsins sem óneitanlega var hvimleiður. Hundaeigendum í dag, sem fara jafnan í göngutúra með besta vininum þykir þetta sennilega haldlítil rök þegar þeir munda lítinn grænan plastpoka og málið er úr sögunni. Þegar Varnarliðið hóf útsendingar í sjónvarpi á Viðreisnarárunum svonefndu, með miklu afþreyingarefni, var stöðin fljótlega bönnuð af íslenskum stjórnvöldum. Þetta var gert til að vernda íslenska tungu og þó margir hafi saknað skemmtiefnisins var ekki gerður mikill ágreiningur um þetta. Það þótti sjálfsagt að skerða heldur frelsið en að tefla íslenskunni í voða. Á svipuðum tíma var ákveðið að á Íslandi skyldi starfa ein sjónvarpsstöð í eigu ríkisins. Sjónvarpsrekstur á örmarkaðinum Íslandi var strembinn og ýmislegt þar sem kyndugt þætti eða skoplegt í dag. Það voru engar útsendingar á fimmtudögum, því það var frídagur starfsmanna sjónvarpsins. Það var heldur enginn rekstur í júlí. Þá var einfaldlega skellt í lás í einn mánuð og voru þá starfsmenn sendir í sumarfrí. Það var lítill vilji til að senda út í lit, það þótti óráðsía rétt eins og þegar bændur mótmæltu komu landsímans á bernskuárum fullveldisins. Um miðjan níunda áratuginn á síðustu öld, gerðu ýmsir athafnamenn sér þann leik að kanna hvort mögulegt væri að stofna rekstur um einkarekið útvarp í fyrstu og síðar sjónvarp. Þingmenn tóku ekkert sérstaklega vel í þessi áform. Þaðan af síður þeir sem með stjórnvald á þessu sviði fóru. Þegar útvarpsútsendingar hófust loks í tilraunaskyni úr litlum sendi í Breiðholti, var harðskeytt lögreglusveit send á vettvang til að skella í lás. Einokun ríkisins á þessu sviði skyldi varin af ákveðni. Einkennilega harkaleg viðbrögð gegn áformum um sjónvarpsrekstur sneri mörgum á sveif með stofnendum Stöðvar 2, sem fór svo í loftið árið 1986 með glæsibrag, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Frelsið sigraði í þessum átökum en það var ekkert sjálfgefið, til þess þurftu þeir er studdu atvinnufrelsi og höfnuðu einokun á fjarskiptamarkaði að taka höndum saman. Það borgar sig að hafa þingmenn við Austurvöll sem skilja mikilvægi frelsis alls staðar þar sem því verður við komið. Þessu hafa verið gerð skýr skil í stefnuskrá Viðreisnar og munu þingmenn okkar standa vörð um þetta grundvallaratriði og láta frelsið njóta vafans þegar að því er sótt. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Unga fólkið sem nú er að kjósa fulltrúa sína til sætis á hinu háa Alþingi, jafnvel í fyrsta skipti, kann kannski að undrast það afhverju við í Viðreisn viljum halda í heiðri frelsi í sinni víðustu mynd. Frelsi einstaklinga til að fá að vera í friði frá stjórnvöldum með sín mál, frelsi til athafna, lífsskoðana og viðskipta. Það þykir sennilega sjálfsagt mál núorðið en hefur ekki alltaf verið svo. Fyrir okkur sem eldri erum rifjast upp margt forvitnilegt sem fallið hafði í gleymsku þegar við spáum í frelsishugtakinu. En frelsi, svona almennt, er mjög af hinu jákvæða, um það geta kannski flestir orðið sammála, aldnir sem ungir. Þeir sem orðnir eru miðaldra muna þá tíð er hundahald var með öllu óheimilt í Reykjavík. Var það meðal annars skýrt með þeim rökum að hundahaldi fylgdi mikill sóðaskapur og var þá sennilega vísað til hundaskítsins sem óneitanlega var hvimleiður. Hundaeigendum í dag, sem fara jafnan í göngutúra með besta vininum þykir þetta sennilega haldlítil rök þegar þeir munda lítinn grænan plastpoka og málið er úr sögunni. Þegar Varnarliðið hóf útsendingar í sjónvarpi á Viðreisnarárunum svonefndu, með miklu afþreyingarefni, var stöðin fljótlega bönnuð af íslenskum stjórnvöldum. Þetta var gert til að vernda íslenska tungu og þó margir hafi saknað skemmtiefnisins var ekki gerður mikill ágreiningur um þetta. Það þótti sjálfsagt að skerða heldur frelsið en að tefla íslenskunni í voða. Á svipuðum tíma var ákveðið að á Íslandi skyldi starfa ein sjónvarpsstöð í eigu ríkisins. Sjónvarpsrekstur á örmarkaðinum Íslandi var strembinn og ýmislegt þar sem kyndugt þætti eða skoplegt í dag. Það voru engar útsendingar á fimmtudögum, því það var frídagur starfsmanna sjónvarpsins. Það var heldur enginn rekstur í júlí. Þá var einfaldlega skellt í lás í einn mánuð og voru þá starfsmenn sendir í sumarfrí. Það var lítill vilji til að senda út í lit, það þótti óráðsía rétt eins og þegar bændur mótmæltu komu landsímans á bernskuárum fullveldisins. Um miðjan níunda áratuginn á síðustu öld, gerðu ýmsir athafnamenn sér þann leik að kanna hvort mögulegt væri að stofna rekstur um einkarekið útvarp í fyrstu og síðar sjónvarp. Þingmenn tóku ekkert sérstaklega vel í þessi áform. Þaðan af síður þeir sem með stjórnvald á þessu sviði fóru. Þegar útvarpsútsendingar hófust loks í tilraunaskyni úr litlum sendi í Breiðholti, var harðskeytt lögreglusveit send á vettvang til að skella í lás. Einokun ríkisins á þessu sviði skyldi varin af ákveðni. Einkennilega harkaleg viðbrögð gegn áformum um sjónvarpsrekstur sneri mörgum á sveif með stofnendum Stöðvar 2, sem fór svo í loftið árið 1986 með glæsibrag, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Frelsið sigraði í þessum átökum en það var ekkert sjálfgefið, til þess þurftu þeir er studdu atvinnufrelsi og höfnuðu einokun á fjarskiptamarkaði að taka höndum saman. Það borgar sig að hafa þingmenn við Austurvöll sem skilja mikilvægi frelsis alls staðar þar sem því verður við komið. Þessu hafa verið gerð skýr skil í stefnuskrá Viðreisnar og munu þingmenn okkar standa vörð um þetta grundvallaratriði og láta frelsið njóta vafans þegar að því er sótt. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun