Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. nóvember 2024 16:42 Kynferðisofbeldi gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem samfélag getur staðið frammi fyrir. Ofbeldi af slíkum toga skilur eftir sig sár á líkama og sál fyrir þolandann um aldur og æfi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki einkamál heldur samfélagslegt vandamál. Öll berum við ábyrgð á því að hlúa að börnum, standa með þeim og skapa samfélag þar sem þau geta alist upp óttalaus. Aðeins með virkri þátttöku okkar allra getum við brotið keðju þöggunar og ofbeldis og lagt grunn að betri framtíð fyrir börnin okkar. „ Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.“ Kæruleiðir kynferðisbrotamála eru að kæra til lögreglu eða tilkynna til barnaverndarnefndar í þeim umdæmum sem að brotin voru framin í. Lögreglu ber síðan að hefja rannsókn á öllum slíkum kærum. Snapchatperrinn Snapchatperrinn svokallaði var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum þar sem að upplýst var um að hann var að klæmast við börn á Snapchat. Um var að ræða rannsóknarlögreglumann á sjötugsaldri sem að sagður var vera þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku í fréttaskýringaþættinum Kompás þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi hafði stundað það í mörg ár áður en hann var staðinn að verki að reyna að lokka til sín unga krakka. Á endanum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hvernig má það vera að slíkur ofbeldismaður er ekki fangelsaður og dæmdur til fangelsisvistar fyrr en á sjötugsaldri? Íslendingar, ekki vera fávitar! - Það er á ábyrgð samfélagsins að passa upp á að slíkir menn komist ekki upp með slíka glæpi í tugi ára. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem samfélag getur staðið frammi fyrir. Ofbeldi af slíkum toga skilur eftir sig sár á líkama og sál fyrir þolandann um aldur og æfi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki einkamál heldur samfélagslegt vandamál. Öll berum við ábyrgð á því að hlúa að börnum, standa með þeim og skapa samfélag þar sem þau geta alist upp óttalaus. Aðeins með virkri þátttöku okkar allra getum við brotið keðju þöggunar og ofbeldis og lagt grunn að betri framtíð fyrir börnin okkar. „ Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.“ Kæruleiðir kynferðisbrotamála eru að kæra til lögreglu eða tilkynna til barnaverndarnefndar í þeim umdæmum sem að brotin voru framin í. Lögreglu ber síðan að hefja rannsókn á öllum slíkum kærum. Snapchatperrinn Snapchatperrinn svokallaði var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum þar sem að upplýst var um að hann var að klæmast við börn á Snapchat. Um var að ræða rannsóknarlögreglumann á sjötugsaldri sem að sagður var vera þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku í fréttaskýringaþættinum Kompás þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi hafði stundað það í mörg ár áður en hann var staðinn að verki að reyna að lokka til sín unga krakka. Á endanum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hvernig má það vera að slíkur ofbeldismaður er ekki fangelsaður og dæmdur til fangelsisvistar fyrr en á sjötugsaldri? Íslendingar, ekki vera fávitar! - Það er á ábyrgð samfélagsins að passa upp á að slíkir menn komist ekki upp með slíka glæpi í tugi ára. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar