Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. nóvember 2024 16:42 Kynferðisofbeldi gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem samfélag getur staðið frammi fyrir. Ofbeldi af slíkum toga skilur eftir sig sár á líkama og sál fyrir þolandann um aldur og æfi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki einkamál heldur samfélagslegt vandamál. Öll berum við ábyrgð á því að hlúa að börnum, standa með þeim og skapa samfélag þar sem þau geta alist upp óttalaus. Aðeins með virkri þátttöku okkar allra getum við brotið keðju þöggunar og ofbeldis og lagt grunn að betri framtíð fyrir börnin okkar. „ Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.“ Kæruleiðir kynferðisbrotamála eru að kæra til lögreglu eða tilkynna til barnaverndarnefndar í þeim umdæmum sem að brotin voru framin í. Lögreglu ber síðan að hefja rannsókn á öllum slíkum kærum. Snapchatperrinn Snapchatperrinn svokallaði var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum þar sem að upplýst var um að hann var að klæmast við börn á Snapchat. Um var að ræða rannsóknarlögreglumann á sjötugsaldri sem að sagður var vera þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku í fréttaskýringaþættinum Kompás þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi hafði stundað það í mörg ár áður en hann var staðinn að verki að reyna að lokka til sín unga krakka. Á endanum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hvernig má það vera að slíkur ofbeldismaður er ekki fangelsaður og dæmdur til fangelsisvistar fyrr en á sjötugsaldri? Íslendingar, ekki vera fávitar! - Það er á ábyrgð samfélagsins að passa upp á að slíkir menn komist ekki upp með slíka glæpi í tugi ára. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Kynferðisofbeldi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem samfélag getur staðið frammi fyrir. Ofbeldi af slíkum toga skilur eftir sig sár á líkama og sál fyrir þolandann um aldur og æfi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki einkamál heldur samfélagslegt vandamál. Öll berum við ábyrgð á því að hlúa að börnum, standa með þeim og skapa samfélag þar sem þau geta alist upp óttalaus. Aðeins með virkri þátttöku okkar allra getum við brotið keðju þöggunar og ofbeldis og lagt grunn að betri framtíð fyrir börnin okkar. „ Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.“ Kæruleiðir kynferðisbrotamála eru að kæra til lögreglu eða tilkynna til barnaverndarnefndar í þeim umdæmum sem að brotin voru framin í. Lögreglu ber síðan að hefja rannsókn á öllum slíkum kærum. Snapchatperrinn Snapchatperrinn svokallaði var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum þar sem að upplýst var um að hann var að klæmast við börn á Snapchat. Um var að ræða rannsóknarlögreglumann á sjötugsaldri sem að sagður var vera þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku í fréttaskýringaþættinum Kompás þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi hafði stundað það í mörg ár áður en hann var staðinn að verki að reyna að lokka til sín unga krakka. Á endanum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hvernig má það vera að slíkur ofbeldismaður er ekki fangelsaður og dæmdur til fangelsisvistar fyrr en á sjötugsaldri? Íslendingar, ekki vera fávitar! - Það er á ábyrgð samfélagsins að passa upp á að slíkir menn komist ekki upp með slíka glæpi í tugi ára. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar