Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar 12. desember 2024 15:32 Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í. Þá þurfa þeir að standa á eigin fótum og verja sjálfir sinn málstað sem gæti reynst þeim þrautinni þyngri. Þessir erfiðleikar kvótakónganna kristallast í umræðunni um veiðigjöld. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), eru nú í óða önn að dæla út áróðri um hversu ómissandi þeir eru fyrir land og þjóð. „15 milljarðar í ríkissjóð á næsta ári! (ef og kannski…)“ æpir framkvæmdastjórinn á hvern þann sem nennir að hlusta, þó svo að veiðigjaldið hafi sjaldan slefast yfir 10 milljarða. Vandamálið er að alþjóð veit vel að stórútgerðin greiðir alltof lítið fyrir afnot af sameiginlegri auðlind Íslendinga. Skoðum dæmið aðeins nánar. Reiknisdæmi SFS gengur ekki upp Í raun réttri veit enginn hvert raunverulegt auðlindagjald í sjávarútvegi er, því opinberar tölur taka eingöngu til þess hagnaðar sem stórútgerðinni tekst ekki að fela í erlendum skattaskjólum. Það er opið leyndarmál að lóðrétt samþætting veiða, vinnslu og sölu leyfir stærstu útgerðarrisunum að draga úr hagnaði á Íslandi og láta hagnaðinn þess í stað myndast hjá sölufyrirtækjum sem skráð eru í lágskattaríkjum. En tökum SFS samt á orðinu og skoðum hvert opinbert framlag þeirra er í ríkiskassann. Sægreifarnir berja sér gjarnan á brjóst með þau 33% af hagnaði sem þeir þykjast greiða í auðlindagjöld. Það er skrýtið, því árið 2022 var hagnaður í sjávarútvegi 85 milljarðar en veiðigjöld 7,9 milljarðar, eða 9% af hagnaði. Nú átta ég mig á því að veiðigjaldið er reiknað sem föst prósenta af afkomu fiskveiða á hverri tegund fyrir sig. Í ár er veiðigjaldið 26 krónur per veitt kíló af þorski vegna þess að 2022 var afkoman af þorskveiðum 80 krónur pr/kg. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig getur það mögulega staðist að aflaverðmæti uppá 350 kr/kg skili sér eingöngu í 80 kr/kg hagnaði? Til þess að sjá brenglunina í þessum útreikningum má beina sjónum að smábátum. Smábátar bjóða betur Landssamband Smábátaeigenda gerði ríkinu í haust „tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“ Með öðrum orðum treysta smábátasjómenn sér til þess að borga fjórum sinnum meira en núverandi veiðigjald og 20 krónum meira en það sem stórútgerðin heldur fram að sé allur „hagnaðurinn“ af þorskveiðum. Fyrir þessi 10.000 tonn rynni því milljarður í ríkissjóð og værum við þá að greiða 10% af auðlindagjöldum fyrir aðgang að 1% af heildarkvóta í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að 210.000 tonna ráðgjöf Hafró gæti skilað 21 milljarði í ríkissjóð, og þá erum við eingöngu að tala um þorskinn. Þetta er í algjörri andstöðu við þá 10 milljarða sem SFS greiðir fyrir allan fisk sem dreginn er úr sjó. Sægreifarnir nýta sér allar mögulegar leiðir til þess að snuða ríkissjóð. Smábátaflotinn er aftur á móti tilbúinn til að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar. Hefur ríkissjóður virkilega efni á því að hunsa tilboð okkar? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Strandveiðar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í. Þá þurfa þeir að standa á eigin fótum og verja sjálfir sinn málstað sem gæti reynst þeim þrautinni þyngri. Þessir erfiðleikar kvótakónganna kristallast í umræðunni um veiðigjöld. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), eru nú í óða önn að dæla út áróðri um hversu ómissandi þeir eru fyrir land og þjóð. „15 milljarðar í ríkissjóð á næsta ári! (ef og kannski…)“ æpir framkvæmdastjórinn á hvern þann sem nennir að hlusta, þó svo að veiðigjaldið hafi sjaldan slefast yfir 10 milljarða. Vandamálið er að alþjóð veit vel að stórútgerðin greiðir alltof lítið fyrir afnot af sameiginlegri auðlind Íslendinga. Skoðum dæmið aðeins nánar. Reiknisdæmi SFS gengur ekki upp Í raun réttri veit enginn hvert raunverulegt auðlindagjald í sjávarútvegi er, því opinberar tölur taka eingöngu til þess hagnaðar sem stórútgerðinni tekst ekki að fela í erlendum skattaskjólum. Það er opið leyndarmál að lóðrétt samþætting veiða, vinnslu og sölu leyfir stærstu útgerðarrisunum að draga úr hagnaði á Íslandi og láta hagnaðinn þess í stað myndast hjá sölufyrirtækjum sem skráð eru í lágskattaríkjum. En tökum SFS samt á orðinu og skoðum hvert opinbert framlag þeirra er í ríkiskassann. Sægreifarnir berja sér gjarnan á brjóst með þau 33% af hagnaði sem þeir þykjast greiða í auðlindagjöld. Það er skrýtið, því árið 2022 var hagnaður í sjávarútvegi 85 milljarðar en veiðigjöld 7,9 milljarðar, eða 9% af hagnaði. Nú átta ég mig á því að veiðigjaldið er reiknað sem föst prósenta af afkomu fiskveiða á hverri tegund fyrir sig. Í ár er veiðigjaldið 26 krónur per veitt kíló af þorski vegna þess að 2022 var afkoman af þorskveiðum 80 krónur pr/kg. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig getur það mögulega staðist að aflaverðmæti uppá 350 kr/kg skili sér eingöngu í 80 kr/kg hagnaði? Til þess að sjá brenglunina í þessum útreikningum má beina sjónum að smábátum. Smábátar bjóða betur Landssamband Smábátaeigenda gerði ríkinu í haust „tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“ Með öðrum orðum treysta smábátasjómenn sér til þess að borga fjórum sinnum meira en núverandi veiðigjald og 20 krónum meira en það sem stórútgerðin heldur fram að sé allur „hagnaðurinn“ af þorskveiðum. Fyrir þessi 10.000 tonn rynni því milljarður í ríkissjóð og værum við þá að greiða 10% af auðlindagjöldum fyrir aðgang að 1% af heildarkvóta í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að 210.000 tonna ráðgjöf Hafró gæti skilað 21 milljarði í ríkissjóð, og þá erum við eingöngu að tala um þorskinn. Þetta er í algjörri andstöðu við þá 10 milljarða sem SFS greiðir fyrir allan fisk sem dreginn er úr sjó. Sægreifarnir nýta sér allar mögulegar leiðir til þess að snuða ríkissjóð. Smábátaflotinn er aftur á móti tilbúinn til að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar. Hefur ríkissjóður virkilega efni á því að hunsa tilboð okkar? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun