Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 3. janúar 2025 12:02 Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði. Því er ekki eins farið með opinber fyrirtæki. Maður verður stundum orðlaus yfir því sem stjórnendum opinberra fyrirtækja dettur í hug þegar kemur að rekstri þeirra. Isavia ohf. er í eigu okkar allra og þar af leiðandi má segja að þjóðin eigi þá fjármuni sem stjórnendur Isavia eru að höndla með. Annað hvort hafa þeir peningar komið frá okkur skattgreiðendum eða frá innlendum og erlendum ferðamönnum og flugfélögum sem fara um flugvelli á Íslandi, aðallega Keflavíkurflugvöll. Allt að einu eru fjármunirnir sameign okkar Íslendinga. Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi. Isavia ohf. birti rétt fyrir skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll, sem var hátt í tvær mínútur að lengd. Þessi eina birting kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna. Ég leyfi mér að giska á að framleiðslan á þessari auglýsingu hafi kostað a.m.k. annað eins, en treysti því að stjórnendur Isavia muni upplýsa almenning um það. Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga. Fyrir hvern var auglýsingin? Við getum gefið okkur að svo til allir sem horfa á áramótaskaupið séu Íslendingar og ljóst er að ekki er hægt að fljúga um aðra flugvelli til útlanda en flugvelli í eigu Isavia. Það má því spyrja hver tilgangurinn var með þessari rándýru auglýsingu? Getur verið að Isavia sé að bregðast við samkeppni frá Seyðisfjarðarhöfn, sem er svo gott sem eina leiðin til að komast til og frá landinu á annan hátt en um Keflavíkurflugvöll? Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla? Fjármagni illa varið Meðan ég geispaði yfir þessari tveggja mínútna sjónvarpsauglýsingu Isavia varð mér hugsað til þess hversu illa hefur gengið að byggja upp Keflavíkurflugvöll frá því að ferðamannabylgjan hófst á Íslandi fyrir um 12-13 árum. Ýmiss konar bútasaumur hefur átt sér stað og hinn ríkisrekni flugvöllur er líklegast orðinn einn lélegasti, leiðinlegasti og verst skipulagði flugvöllur í hinum vestræna heimi. Landgangar eru alltof fáir og farþegar þurfa iðulega að hírast í rútum milli flugstöðvar og flugvéla sem lagt er úti á hlaði líkt og tíðkast í þróunarlöndum. Margir verða forviða yfir sóðaskapnum á flugvellinum, enda þrifum í almennum rýmum oft ábótavant, snjór ekki ruddur á veturna frá gönguleiðum úr flugvélarútum inn í komurými og á sumrin eru sömu gönguleiðir ekki sópaðar og þaktar sandi og óhreinindum. Ekki hefur tekist að koma í gagnið sjálfsafgreiðslukössum fyrir vegabréf í komusal í á annað ár og þar standa þeir draugalegir og huldir plasti fyrir allra augum og úreldast hægt og rólega. Líklegast væri nær að verja fjármagni í að laga það sem miður hefur farið upp á Keflavíkurflugvelli frekar en að eyða því í dýrar ímyndarauglýsingar sem gefa ranga mynd af stöðu mála á flugvellinum. Ég tel að menn hljóti að fara að komast að því að sú ohf-væðing sem átti sér stað fyrir um 20 árum var gjörsamlega mislukkuð. Gagnsæið átti að aukast og skilvirknin sömuleiðis. Hins vegar hefur raunin orðið sú að stjórnendur virðast umgangast ohf-fyrirtækin sem einkafyrirtæki líkt og þeir eigi þau sjálfir og eru í raun ábyrgðarlausir gagnvart eigendum sínum, skattgreiðendum. Forsætisráðherra hefur óskað eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins. Ég vona að hún leiti ekki til stjórnar eða stjórnenda Isavia eftir þeim ráðum. Höfundur er hluthafi í Isavia ohf. líkt og allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði. Því er ekki eins farið með opinber fyrirtæki. Maður verður stundum orðlaus yfir því sem stjórnendum opinberra fyrirtækja dettur í hug þegar kemur að rekstri þeirra. Isavia ohf. er í eigu okkar allra og þar af leiðandi má segja að þjóðin eigi þá fjármuni sem stjórnendur Isavia eru að höndla með. Annað hvort hafa þeir peningar komið frá okkur skattgreiðendum eða frá innlendum og erlendum ferðamönnum og flugfélögum sem fara um flugvelli á Íslandi, aðallega Keflavíkurflugvöll. Allt að einu eru fjármunirnir sameign okkar Íslendinga. Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi. Isavia ohf. birti rétt fyrir skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll, sem var hátt í tvær mínútur að lengd. Þessi eina birting kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna. Ég leyfi mér að giska á að framleiðslan á þessari auglýsingu hafi kostað a.m.k. annað eins, en treysti því að stjórnendur Isavia muni upplýsa almenning um það. Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga. Fyrir hvern var auglýsingin? Við getum gefið okkur að svo til allir sem horfa á áramótaskaupið séu Íslendingar og ljóst er að ekki er hægt að fljúga um aðra flugvelli til útlanda en flugvelli í eigu Isavia. Það má því spyrja hver tilgangurinn var með þessari rándýru auglýsingu? Getur verið að Isavia sé að bregðast við samkeppni frá Seyðisfjarðarhöfn, sem er svo gott sem eina leiðin til að komast til og frá landinu á annan hátt en um Keflavíkurflugvöll? Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla? Fjármagni illa varið Meðan ég geispaði yfir þessari tveggja mínútna sjónvarpsauglýsingu Isavia varð mér hugsað til þess hversu illa hefur gengið að byggja upp Keflavíkurflugvöll frá því að ferðamannabylgjan hófst á Íslandi fyrir um 12-13 árum. Ýmiss konar bútasaumur hefur átt sér stað og hinn ríkisrekni flugvöllur er líklegast orðinn einn lélegasti, leiðinlegasti og verst skipulagði flugvöllur í hinum vestræna heimi. Landgangar eru alltof fáir og farþegar þurfa iðulega að hírast í rútum milli flugstöðvar og flugvéla sem lagt er úti á hlaði líkt og tíðkast í þróunarlöndum. Margir verða forviða yfir sóðaskapnum á flugvellinum, enda þrifum í almennum rýmum oft ábótavant, snjór ekki ruddur á veturna frá gönguleiðum úr flugvélarútum inn í komurými og á sumrin eru sömu gönguleiðir ekki sópaðar og þaktar sandi og óhreinindum. Ekki hefur tekist að koma í gagnið sjálfsafgreiðslukössum fyrir vegabréf í komusal í á annað ár og þar standa þeir draugalegir og huldir plasti fyrir allra augum og úreldast hægt og rólega. Líklegast væri nær að verja fjármagni í að laga það sem miður hefur farið upp á Keflavíkurflugvelli frekar en að eyða því í dýrar ímyndarauglýsingar sem gefa ranga mynd af stöðu mála á flugvellinum. Ég tel að menn hljóti að fara að komast að því að sú ohf-væðing sem átti sér stað fyrir um 20 árum var gjörsamlega mislukkuð. Gagnsæið átti að aukast og skilvirknin sömuleiðis. Hins vegar hefur raunin orðið sú að stjórnendur virðast umgangast ohf-fyrirtækin sem einkafyrirtæki líkt og þeir eigi þau sjálfir og eru í raun ábyrgðarlausir gagnvart eigendum sínum, skattgreiðendum. Forsætisráðherra hefur óskað eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins. Ég vona að hún leiti ekki til stjórnar eða stjórnenda Isavia eftir þeim ráðum. Höfundur er hluthafi í Isavia ohf. líkt og allir Íslendingar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun