Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 30. janúar 2025 07:31 Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað. Þrátt fyrir það er alveg ljóst að háir vextir hafa haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn, bæði hjá byggjendum og væntanlegum kaupendum. Við erum ekki að byggja nóg samkvæmt öllum tölum og hert lánþegaskilyrði hafa gert kaupendum erfitt með að standast greiðslumat. Á sama tíma er fólki svo gert að borga himinháa leigu. Þversögnin í þessu er mikil. Nú er Seðlabankinn loks farinn að horfa til þess að slaka á skilyrðum til fyrstu kaupenda og það er mikilvægt í ljósi stöðunnar að slíkt verði gert. Metnaðarfull áform og stuðningur fyrir sveitarfélög Það er ánægjulegt að ný ríkisstjórn hafi metnaðarfull markmið þegar kemur að aðgerðum á húsnæðismarkaði þar sem hún ætlar sér sérstaklega að hvetja til aðkomu lífeyrissjóða á húsnæðismarkaðinn. Lífeyrissjóðir fengu auknar heimildir frá Alþingi á síðasta kjörtímabili sem gaf þeim aukið svigrúm til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Undirritaður var framsögumaður þess máls og hef fulla trú á því að það muni nú styðja stjórnvöld í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að hvetja til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Þetta er sérstaklega ánægjulegt, því ég hef mikinn skilning á því að sveitarstjórnarfólk hafi áhyggjur af þeim innviðakostnaði sem fylgir uppbyggingu nýrra hverfa fyrir nýja íbúa. Þær áhyggjur mega þó ekki lenda ofan á í því stóra verkefni sem er annars vegar að tryggja fólki og fjölskyldum þak yfir höfuðið og hins vegar að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Hér þurfa kjörnir fulltrúar hvar sem þeir sitja að vera vel undirbúnir og láta verkin tala. Það eru til svæði til uppbyggingar nýrra hverfa sem hægt er að hefja vinnu við, en samhliða þarf að tryggja ný svæði utan núverandi vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Það tryggir aðkomu allra sveitarfélaga að þessu verkefni. Vinnum hratt og komum okkur út úr þessari vondu stöðu sem hefur áhrif á allt og alla. Höfundur er frv. þingmaður og núverandi eigandi af Vissa ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Seðlabankinn Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað. Þrátt fyrir það er alveg ljóst að háir vextir hafa haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn, bæði hjá byggjendum og væntanlegum kaupendum. Við erum ekki að byggja nóg samkvæmt öllum tölum og hert lánþegaskilyrði hafa gert kaupendum erfitt með að standast greiðslumat. Á sama tíma er fólki svo gert að borga himinháa leigu. Þversögnin í þessu er mikil. Nú er Seðlabankinn loks farinn að horfa til þess að slaka á skilyrðum til fyrstu kaupenda og það er mikilvægt í ljósi stöðunnar að slíkt verði gert. Metnaðarfull áform og stuðningur fyrir sveitarfélög Það er ánægjulegt að ný ríkisstjórn hafi metnaðarfull markmið þegar kemur að aðgerðum á húsnæðismarkaði þar sem hún ætlar sér sérstaklega að hvetja til aðkomu lífeyrissjóða á húsnæðismarkaðinn. Lífeyrissjóðir fengu auknar heimildir frá Alþingi á síðasta kjörtímabili sem gaf þeim aukið svigrúm til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Undirritaður var framsögumaður þess máls og hef fulla trú á því að það muni nú styðja stjórnvöld í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að hvetja til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Þetta er sérstaklega ánægjulegt, því ég hef mikinn skilning á því að sveitarstjórnarfólk hafi áhyggjur af þeim innviðakostnaði sem fylgir uppbyggingu nýrra hverfa fyrir nýja íbúa. Þær áhyggjur mega þó ekki lenda ofan á í því stóra verkefni sem er annars vegar að tryggja fólki og fjölskyldum þak yfir höfuðið og hins vegar að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Hér þurfa kjörnir fulltrúar hvar sem þeir sitja að vera vel undirbúnir og láta verkin tala. Það eru til svæði til uppbyggingar nýrra hverfa sem hægt er að hefja vinnu við, en samhliða þarf að tryggja ný svæði utan núverandi vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Það tryggir aðkomu allra sveitarfélaga að þessu verkefni. Vinnum hratt og komum okkur út úr þessari vondu stöðu sem hefur áhrif á allt og alla. Höfundur er frv. þingmaður og núverandi eigandi af Vissa ráðgjöf ehf.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun