Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2025 18:30 Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Einkennilegasta fullyrðingin var að kennarar hafi ekki áhuga á að auka við sig til að fá hærri laun. Það er nú þegar hægt. Það kallast að taka forföll, eða ef heppnin er með þér, að fá fasta yfirvinnu í töflu. Bæði eru hlutir sem fela í sér að kenna meira. En þessu er ekki hlaupið að því að hækka sig í launum. Mikil sparnaðarkrafan er svo mikil að skólastjórnendum er settur þröngur kostur. Það er allt fellt niður sem mögulega má fella niður. Því annars þarf að borga yfirvinnu og það er dýrt. Að fá fasta tíma í töflu er með öllu þægilegra, því þá hefur kennarinn fyrirsjáanleika um tekjur og getur líka skipulagt kennslu samkvæmt því. Forföll eru allt önnur skepna, og auk þess ekki á allra færi, því forföllin fara líka eftir því hvernig tafla kennarans raðast. Þú færð ekki greitt fyrir neitt annað en að kenna. Þetta þýðir að ekki ert greitt fyrir hversu vel þú undirbýrð þig, hversu miklum samskiptum þú þarft að eiga við foreldar, hversu mikið af fundum sem þú situr í teymi, hvað þú vinnur lengi frammeftir, hvort þú vinnur um helgar eða á kvöldin. Það er í rauninni búið til hvata í kerfinu til þess að leggja minna á sig í öllum öðrum þáttum starfsins nema að standa fyrir framan nemendur og hafa ofan af fyrir þeim. Þetta held ég að gera kennara alla jafna mjög færa í félagslegum þáttum, sem gerir þá svo eftirsótta í öðrum geirum. En mig grunar að það gæti af einhverjum hluta útskýrt pirring og reiði samfélagsins út í kennara. Foreldrið sem nær aldrei sambandi við kennara barna sinna getur ekki verið í frábærum gír þegar það sér kennara á leið í verkfall. Því strangt til tekið er enginn fjárhagslegur hvati fyrir kennarann til þess að gera þessa hluti vel. Sem gæti verið að buga marga kennara, því fagmennska þeirra og sjálfsálit leyfir hreinleg ekki að skila af sér slöku vinnuframlagi. Þeir sjá hins vegar að vinnuframlagið skilar sér ekki í vasann. Tímakaupið verður skítur og kanill. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Einkennilegasta fullyrðingin var að kennarar hafi ekki áhuga á að auka við sig til að fá hærri laun. Það er nú þegar hægt. Það kallast að taka forföll, eða ef heppnin er með þér, að fá fasta yfirvinnu í töflu. Bæði eru hlutir sem fela í sér að kenna meira. En þessu er ekki hlaupið að því að hækka sig í launum. Mikil sparnaðarkrafan er svo mikil að skólastjórnendum er settur þröngur kostur. Það er allt fellt niður sem mögulega má fella niður. Því annars þarf að borga yfirvinnu og það er dýrt. Að fá fasta tíma í töflu er með öllu þægilegra, því þá hefur kennarinn fyrirsjáanleika um tekjur og getur líka skipulagt kennslu samkvæmt því. Forföll eru allt önnur skepna, og auk þess ekki á allra færi, því forföllin fara líka eftir því hvernig tafla kennarans raðast. Þú færð ekki greitt fyrir neitt annað en að kenna. Þetta þýðir að ekki ert greitt fyrir hversu vel þú undirbýrð þig, hversu miklum samskiptum þú þarft að eiga við foreldar, hversu mikið af fundum sem þú situr í teymi, hvað þú vinnur lengi frammeftir, hvort þú vinnur um helgar eða á kvöldin. Það er í rauninni búið til hvata í kerfinu til þess að leggja minna á sig í öllum öðrum þáttum starfsins nema að standa fyrir framan nemendur og hafa ofan af fyrir þeim. Þetta held ég að gera kennara alla jafna mjög færa í félagslegum þáttum, sem gerir þá svo eftirsótta í öðrum geirum. En mig grunar að það gæti af einhverjum hluta útskýrt pirring og reiði samfélagsins út í kennara. Foreldrið sem nær aldrei sambandi við kennara barna sinna getur ekki verið í frábærum gír þegar það sér kennara á leið í verkfall. Því strangt til tekið er enginn fjárhagslegur hvati fyrir kennarann til þess að gera þessa hluti vel. Sem gæti verið að buga marga kennara, því fagmennska þeirra og sjálfsálit leyfir hreinleg ekki að skila af sér slöku vinnuframlagi. Þeir sjá hins vegar að vinnuframlagið skilar sér ekki í vasann. Tímakaupið verður skítur og kanill. Höfundur er kennari
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun