Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar 3. febrúar 2025 11:02 Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Vöktu bloggfærslur hans verðskuldaða athygli í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga, en nú hefur hann birt sína eina ótrúlegustu bloggfærslu hingað til undir titlinum „Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum.“ á nýrri bloggsíðu sinni sem ber nafnið Kjarnyrt, sem er örlítið kaldhæðnisleg nafngift þar sem færslan er allt annað en kjarnyrt, heldur náði hann einhvern veginn að teygja hana í tæplega 2000 orð. Hin meinta hnignun fjölmiðla Þórður eyðir bróðurparti greinarinnar í að barma sér yfir meintri hnignun fjölmiðla en fer svo réttilega yfir mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum aðhald. Hann er hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar hann byrjar að kvarta sáran yfir því að tilteknir fjölmiðlar séu óheiðarlegir og annarlegar hvatir liggi að baki frétta þeirra sem koma ríkisstjórninni illa. Kemur þessi afstaða Þórðar reyndar ekki sérstaklega á óvart miðað við afstöðu ríkisstjórnarflokkana til fjölmiðla, sem birtist glögglega í Facebook færslu félags- og húsnæðismálaráðherra, sem bar þess merki að ráðherrann hefði sett ræðu frá Donald Trump í þýðingarvél Google og birt óbreytta, enda innihélt færslan makalausar ásakanir í garð fjölmiðlamanna sem hún sakaði um „falsfréttir“ án þess þó að hafa fyrir því að tiltaka hvaða atriði fréttarflutningsins voru rangar. Þetta féll heldur betur í kramið hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og fundu þingmenn og ráðherrar samstarfsflokkanna sig viljuga til að líka við færslu ráðherrans, svo hrifnir voru þeir af henni. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðlar sæti gagnrýni fyrir störf sín þegar tilefni er til. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ráðamanna að gagnrýnin sé málefnaleg en ekki fengin að láni úr leikjafræðabók Bandaríkjaforseta. „Falsfréttirnar“ sem ekki hefði átt að segja Þessar „falsfréttir“ sem fóru svona mikið fyrir brjóstið á ríkisstjórnarflokkunum var umfjöllun um Flokk fólksins sem fékk fyrir mistök greidd framlög frá hinu opinbera sem þau hefðu aldrei átt að fá þar sem flokkurinn hafði aldrei skráð sig á stjórnmálaskrá Skattsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið í sífelldri vörn allar götur síðan og reynt að afvegaleiða umræðuna með fullyrðingu um að aðrir flokkar voru í sömu stöðu, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, og því væri þetta bara ekkert mál. Svo var hins vegar ekki, enda breyttu aðrir flokkar skráningu sinni í samræmi við lögin árið 2022, sama ár og lögin tóku gildi, og fengu því greidd framlög fyrir árið 2022. Svo einfalt var það. Flokkur fólksins þáði aftur á móti framlög fyrir árin 2022-2024 án þess að hafa skráð sig, og hafa ekki gert enn. Þessi staðreynd virðist ekki eiga erindi til almennings að mati ríkisstjórnarflokkana og allar fréttir um hana eru hreinlega falsfréttir. Stóra herbergismálið Í lokin hneykslast Þórður á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki látið undan kröfu Samfylkingarinnar um að yfirgefa þingflokksherbergi sitt. Skipti það hann engu máli að krafa Samfylkingarinnar var í trássi við reglur Alþingis þar um, eins og staðfest var fyrir helgi af skrifstofustjóra Alþingis. Það er vonandi að Samfylkingin fari að eyða meiri tíma í að huga að mikilvægari málum í þinghúsinu, til dæmis að setja saman þingmálaskrá, frekar en að standa í einhverju óskiljanlegu stríði við aðra flokka um herbergi þeirra í þinghúsinu sem þeir hafa réttmætt tilkall til. Nú eða þau geta fengið Ingu Sæland til að hringja skrifstofustjóra Alþingis og minna hana á vald sitt og ítök í lögreglunni. Annað eins hefur gerst í þessari ríkisstjórn. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingi Helgi Brynjarsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Vöktu bloggfærslur hans verðskuldaða athygli í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga, en nú hefur hann birt sína eina ótrúlegustu bloggfærslu hingað til undir titlinum „Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum.“ á nýrri bloggsíðu sinni sem ber nafnið Kjarnyrt, sem er örlítið kaldhæðnisleg nafngift þar sem færslan er allt annað en kjarnyrt, heldur náði hann einhvern veginn að teygja hana í tæplega 2000 orð. Hin meinta hnignun fjölmiðla Þórður eyðir bróðurparti greinarinnar í að barma sér yfir meintri hnignun fjölmiðla en fer svo réttilega yfir mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum aðhald. Hann er hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar hann byrjar að kvarta sáran yfir því að tilteknir fjölmiðlar séu óheiðarlegir og annarlegar hvatir liggi að baki frétta þeirra sem koma ríkisstjórninni illa. Kemur þessi afstaða Þórðar reyndar ekki sérstaklega á óvart miðað við afstöðu ríkisstjórnarflokkana til fjölmiðla, sem birtist glögglega í Facebook færslu félags- og húsnæðismálaráðherra, sem bar þess merki að ráðherrann hefði sett ræðu frá Donald Trump í þýðingarvél Google og birt óbreytta, enda innihélt færslan makalausar ásakanir í garð fjölmiðlamanna sem hún sakaði um „falsfréttir“ án þess þó að hafa fyrir því að tiltaka hvaða atriði fréttarflutningsins voru rangar. Þetta féll heldur betur í kramið hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og fundu þingmenn og ráðherrar samstarfsflokkanna sig viljuga til að líka við færslu ráðherrans, svo hrifnir voru þeir af henni. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðlar sæti gagnrýni fyrir störf sín þegar tilefni er til. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ráðamanna að gagnrýnin sé málefnaleg en ekki fengin að láni úr leikjafræðabók Bandaríkjaforseta. „Falsfréttirnar“ sem ekki hefði átt að segja Þessar „falsfréttir“ sem fóru svona mikið fyrir brjóstið á ríkisstjórnarflokkunum var umfjöllun um Flokk fólksins sem fékk fyrir mistök greidd framlög frá hinu opinbera sem þau hefðu aldrei átt að fá þar sem flokkurinn hafði aldrei skráð sig á stjórnmálaskrá Skattsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið í sífelldri vörn allar götur síðan og reynt að afvegaleiða umræðuna með fullyrðingu um að aðrir flokkar voru í sömu stöðu, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, og því væri þetta bara ekkert mál. Svo var hins vegar ekki, enda breyttu aðrir flokkar skráningu sinni í samræmi við lögin árið 2022, sama ár og lögin tóku gildi, og fengu því greidd framlög fyrir árið 2022. Svo einfalt var það. Flokkur fólksins þáði aftur á móti framlög fyrir árin 2022-2024 án þess að hafa skráð sig, og hafa ekki gert enn. Þessi staðreynd virðist ekki eiga erindi til almennings að mati ríkisstjórnarflokkana og allar fréttir um hana eru hreinlega falsfréttir. Stóra herbergismálið Í lokin hneykslast Þórður á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki látið undan kröfu Samfylkingarinnar um að yfirgefa þingflokksherbergi sitt. Skipti það hann engu máli að krafa Samfylkingarinnar var í trássi við reglur Alþingis þar um, eins og staðfest var fyrir helgi af skrifstofustjóra Alþingis. Það er vonandi að Samfylkingin fari að eyða meiri tíma í að huga að mikilvægari málum í þinghúsinu, til dæmis að setja saman þingmálaskrá, frekar en að standa í einhverju óskiljanlegu stríði við aðra flokka um herbergi þeirra í þinghúsinu sem þeir hafa réttmætt tilkall til. Nú eða þau geta fengið Ingu Sæland til að hringja skrifstofustjóra Alþingis og minna hana á vald sitt og ítök í lögreglunni. Annað eins hefur gerst í þessari ríkisstjórn. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun