460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar 5. febrúar 2025 13:46 Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Þar var vitnað til greiningar Matthíasar Matthíassonar hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum. Sú greining sýndi fram á að olíugjöld stóru skipafélaganna eru langtum hærri en sá kostnaður sem þeim er ætlað að dekka. Þarna er annars vegar um að ræða olíugjald (BAF), sem á að jafna út sveiflur í oliuverði, og hins vegar umhverfisgjald (LSS) sem á að jafna kostnaðarauka sem hlýst af því að brenna dísilolíu (MGO) fremur en svartolíu. Á undanförnum árum hefur Eimskip verið mun grófara í þessari aukagjaldtöku af viðskiptavinum sínum en Samskip. Matthías hefur nú birt nýja greiningu á vef sínum, en hún er viðbrögð við spurningum sem hann hefur fengið um hvað þessi ofrukkun skipafélaganna þýði í krónum talið. Hann styðst þar við þekkingu sína á flutningamarkaðnum, m.a. varðandi eyðslu og nýtingarhlutfall skipa Eimskips og Samskipa og þann afslátt sem félögin veita, og virðist greiningin varfærin ef eitthvað er. Eimskip með tæplega 90% af ofrukkuninni Niðurstaðan er sú að hagnaður Eimskips á viku hverri af olíugjöldunum, sem lögð eru á viðskiptavini, umfram olíukostnaðinn sem gjöldunum er ætlað að dekka, sé rúmlega 416 milljónir króna. Hjá Samskipum er sambærileg tala rúmlega 47 milljónir króna. Samtals eru þetta yfir 460 milljónir króna á viku. Matthías tekur fram að önnur skipafélög hér á landi, Smyril Line og Torcargo, rukki ekki sérstaklega olíugjöld, heldur hafi þennan kostnaðarlið inni í flutningsgjöldum sínum. Þrennt blasir við þegar þessir útreikningar eru skoðaðir. Í fyrsta lagi verður það enn skýrara en fyrr að stóru skipafélögin hafa gert umhverfiskröfur að tekjulind og það setur öll fallegu orðin í sjálfbærniskýrslum þeirra um umhverfisvænni flutninga í nýtt og óhagstætt ljós. Hagnaður af olíugjöldum var einhverra hluta vegna ekki nefndur sem skýring á snarbættri afkomu Eimskips seinni hluta síðasta árs. Í öðru lagi er deginum ljósara að hár flutningskostnaður er einn drifkraftur verðbólgunnar. Að koma böndum á hann er ein forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Samtök atvinnulífsins, sem hafa birt áskoranir til fyrirtækja um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, gætu hjálpað til með því að eiga samtal um þessa verðlagningu við félagsmenn sína, stóru skipafélögin. Fullt tilefni til að krefjast afslátta og endurgreiðslna Í þriðja lagi liggur í augum uppi að viðskiptavinir skipafélaganna, sem hafa verið rukkaðir um þessi gjöld, hafa allar forsendur til að krefjast afsláttar og/eða endurgreiðslu. Í því sambandi má líka enn á ný minna á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Jafnframt vaknar spurningin: Hvað hafa samkeppnisyfirvöld hugsað sér að gera með þessar skýru vísbendingar um óeðlilega verðlagningu? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skipaflutningar Neytendur Eimskip Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Þar var vitnað til greiningar Matthíasar Matthíassonar hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum. Sú greining sýndi fram á að olíugjöld stóru skipafélaganna eru langtum hærri en sá kostnaður sem þeim er ætlað að dekka. Þarna er annars vegar um að ræða olíugjald (BAF), sem á að jafna út sveiflur í oliuverði, og hins vegar umhverfisgjald (LSS) sem á að jafna kostnaðarauka sem hlýst af því að brenna dísilolíu (MGO) fremur en svartolíu. Á undanförnum árum hefur Eimskip verið mun grófara í þessari aukagjaldtöku af viðskiptavinum sínum en Samskip. Matthías hefur nú birt nýja greiningu á vef sínum, en hún er viðbrögð við spurningum sem hann hefur fengið um hvað þessi ofrukkun skipafélaganna þýði í krónum talið. Hann styðst þar við þekkingu sína á flutningamarkaðnum, m.a. varðandi eyðslu og nýtingarhlutfall skipa Eimskips og Samskipa og þann afslátt sem félögin veita, og virðist greiningin varfærin ef eitthvað er. Eimskip með tæplega 90% af ofrukkuninni Niðurstaðan er sú að hagnaður Eimskips á viku hverri af olíugjöldunum, sem lögð eru á viðskiptavini, umfram olíukostnaðinn sem gjöldunum er ætlað að dekka, sé rúmlega 416 milljónir króna. Hjá Samskipum er sambærileg tala rúmlega 47 milljónir króna. Samtals eru þetta yfir 460 milljónir króna á viku. Matthías tekur fram að önnur skipafélög hér á landi, Smyril Line og Torcargo, rukki ekki sérstaklega olíugjöld, heldur hafi þennan kostnaðarlið inni í flutningsgjöldum sínum. Þrennt blasir við þegar þessir útreikningar eru skoðaðir. Í fyrsta lagi verður það enn skýrara en fyrr að stóru skipafélögin hafa gert umhverfiskröfur að tekjulind og það setur öll fallegu orðin í sjálfbærniskýrslum þeirra um umhverfisvænni flutninga í nýtt og óhagstætt ljós. Hagnaður af olíugjöldum var einhverra hluta vegna ekki nefndur sem skýring á snarbættri afkomu Eimskips seinni hluta síðasta árs. Í öðru lagi er deginum ljósara að hár flutningskostnaður er einn drifkraftur verðbólgunnar. Að koma böndum á hann er ein forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Samtök atvinnulífsins, sem hafa birt áskoranir til fyrirtækja um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, gætu hjálpað til með því að eiga samtal um þessa verðlagningu við félagsmenn sína, stóru skipafélögin. Fullt tilefni til að krefjast afslátta og endurgreiðslna Í þriðja lagi liggur í augum uppi að viðskiptavinir skipafélaganna, sem hafa verið rukkaðir um þessi gjöld, hafa allar forsendur til að krefjast afsláttar og/eða endurgreiðslu. Í því sambandi má líka enn á ný minna á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Jafnframt vaknar spurningin: Hvað hafa samkeppnisyfirvöld hugsað sér að gera með þessar skýru vísbendingar um óeðlilega verðlagningu? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun