Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar 11. febrúar 2025 23:03 Þjóðin hefur ákveðið að treysta stofnun fyrir sjávarauðlindum sínum. Því ætti að fylgja mikil ábyrgð, en stofnunin er ábyrgðarlaus með öllu. Þetta er líklega eina vísindastofnunin sem til er , sem alltaf kemst að “réttri” niðurstöðu í rannsóknum sínum. Það sem stofunin lætur frá sér, taka ráðamenn undantekingalaust sem “sannleikanum”. Að gagnrýna þessa stofnun er eins og að skvetta vatni á gæs, ekki til neins. Hafró er upp á stalli með þeim ósnertanlegu. Fólkið sem þjóðin hefur kosið til að bera ábyrgðina og taka ákvarðanir til heilla þjóðarhag; meðtekur ráðgjöfina meðvitundarlaust. Hagar sér eins og hvolpar sem gera eins og þeim er sagt. Þjóðin situr uppi með afleiðingarnar, sem eru þegar að er gáð heldur nöturlegar. Ráðgjöf Hafró eins og gereyðingavopn. Humar var ein verðmætasta auðlind Íslandsmiða sé miðað við kílóaverð. Áratugum saman var humaraflinn 1500 til 4000 tonn. Árið 2008 hófst hrun á nýliðun í stofninum. Endurnýjun, í humarstofninum minnkað um 50%. Nýjum einstaklingum til viðhalds stofninum hélt áfram að fækka, ár frá ári, og stofninn var hruninn 2016. Þessar staðreyndir lágu fyrir öllum sem vildu vita. Það þýðir á mannamáli að verið var að eyða humarstofninum. Þrátt fyrir það gefur Hafró út að veiðistofninn sé 9300 tonn og : ” Hafrannsóknastofnun ráðleggur, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2016/2017 verði ekki meiri en 1300 tonn.” Síðan árið 2018 var ráðgjöfin 1150 tonn. Stofnunin er alveg út á túni m.v.raunveruleikann. Á sama tíma er endurnýjun í stofninum engin, og verið að skrapa upp síðustu humarhalana! Hafró bætir svo um betur og ráðleggur að veiða nokkur hundruð tonn næstu 3 árin til “rannsókna á aldursdreifingu”, á stofni sem var að hverfa úr flórunni. Alþjóðahafrannsóknarráðið, hafði benti Hafró á, að aðferðin sem stofnunin notaði til að meta humarstofninn væri ekki viðurkennd í fræðunum. Hafró breytti um aðferð 2018, en eingöngu til þess eins að sjá hrikalegar afleiðingar eigin ráðgjafar. Rannsóknir hafa sýnt að staða humarslóða hér við land, er sú versta sem rannsökuð hefur verið með myndavélatækni. Samkvæmt Alþjóðahafrannsóknarráðinu eru búsvæði humars, hvergi jafn illa farin og hér við land, þar sem rannsóknir hafa farið fram. Ráðgjöf Hafró leyddi til gjöreyðingar humarstofnsins. Með endalausum trolldrætti á sömu bleyðunum, hafi ekki aðeins tekist að eyða stofninum heldur eyðileggja búsvæði humarsins líka. Hann heldur sig í leir eða sendnum botni, grefur holur og göng sem hann lifir í, og heldur sig á sömu slóðum allt lífið. Humarinn er langlífur, verður amk 12-15 ára. Af því leiðir að það ætti að vera auðveldari en ella að stjórna sókn og stofnstærð hans. En Hafró gjörsamlega lét sig í engu skipta öll merki þess að verið væri að eyða stofninum. Humarveiðar verða ekki stundaðar hér í náinni framtíð. Þjóðarbúið situr uppi með tjónið. Takk Hafró, takk sjávarútvegsráðherrar. Undantekning ef fiskistofn hefur stækkað í kjölfar ráðgjafar. Það er forvitnilegt að skoða hvernig fiskistofnar hafa þróast í kjölfar kvótasetningar árið 1984. En tilgangurinn var að sporna við ofveiði og byggja upp fiskistofna. Hafró var gefið “vald” til að veita ráðgjöf um nýtingu fiskistofnanna. Ráðherrum ber ekki að fara eftir ráðgjöfinni, en hafa farið auðveldu leiðina, látið ráðgjöfina ráða. Þannig hafa ráðherrar reynt að firra sig ábyrgð. Ef ráðgjöfin er skoðuð, þá kemur í ljós að helstu nytjafiskstofnarnir hafa minnkað en ekki stækkað. Tegund Ráðgjöf 1984 Ráðgjöf 2024 Hörpudiskur 14.100 tonn 75 tonn Þorskur 285.000 tonn(veidd) 211.000 tonn Loðna 375.000 tonn 0 Steinbítur 12.100 tonn 8.377 tonn Karfi 90.000 tonn 41.386 tonn Humar 2.400 tonn 0 Rækja (innfjarða) 5.130 tonn 0 Ufsa-og ýsuráðgjöf eru á pari, einu aðalnytjastofnarnir sem haldið hafa í horfinu. Er eitthvað gruggugt við þorskkvótann? Getur það verið tilviljun aflamark þorsks, hafi verið haldið í nær sömu tölu í 40 ár? Mikið hafa þeir þá hitt naglann á höfuðið í upphafi, með 200 þús tonn á ári. Hafró heldur fram að þorskstofninn sé rúmum 60 þús tonnum minni, en árið 1983. Reyndar er ótrúlegt að stofninn hafi minnkað, þegar aflanum er haldið um 50% minni eftir kvótasetningu, en hann var 30 árin þar á undan. Þorskurinn er eina fiskitegundin sem Hafró hefur verið með alveg í lás. Þó ekki. Það er talið að árið 1983 hafi um 87 milljónir þorska verið veiddir á Íslandsmiðum, sem viktuðu um 290.þús tonn. Rannsóknir sýna, að ef sami fjöldi þorska hefði verið veiddur á árinu 1977 hefði þeir viktað um 380 þús tonn. Ástæðan er hversu mikið hver einstakur þorskur hafði tapað í þyngd. Með þessa staðreynd var ekkert gert, annað en að ástæðunni var velt fyrir sér. Ótrúlegt þegar haft er í huga, að þorskurinn er verðmætasti nytjastofn þjóðarinnar. Fyrir leikmann er ástæðan stórauknar loðnuveiðar. Það var verið að ræna þorskinn fæðu sinni. Miðað við aðferðarfræði Hafró í mælingum á stærð þorskstofnsins, má með góðum rökum segja að stærð stofnsins gæti verið allt önnur en Hafró áætlar. Tengsl Hafró við stórútgerðina, væri víða talin mjög óeðlileg, í ljósi þess hversu miklir hagsmunir er undir. Samband Hafró við skipstjóra, lán á skipum til stofnmælinga og fleira, orkar allt tvímælis. Hafró er vel treystandi að taka “humarleiðina” á loðnunaþ Loðnan er gífurlega mikilvægur hluti í vistkerfi sjávar við Ísland, hvort sem hún er lifandi eða fellur til botns dauð. Hrun loðnustofnsins hefði rosalegar afleiðingar fyrir aðra nytjafiskstofna. Talið er að við náttúrulegar aðstæður sé allt að 40% af fæðu þorsks loðna. Nú hefur orðið loðnubrestur í 6 sinnum á síðast liðnum 10 árum. Loðnuafli s.l. 10 ára er um 80% minni en 10 árin frá 1996-2005. Ef þessar staðreyndir kalla ekki á aðgerðir, loðnuveiðibann, er ekkert nema hrun loðnunnar í kortunum. Það má segja að stofninn sé þegar hruninn. Eitt er víst, að í ljósi 40 ára sögu fiskveiðistjórnunnar undir leiðsögn Hafró, þá er þeirri ábyrgðarlausu stofnun alveg treystandi til að gereyða loðnunni eins og humarnum. Það er nefnilega margfalt auðveldara að eyða skammlífri fiskitegund, en langlífri krabbategund. Höfundur er útgerðartæknir og fyrrverandi sjómaður. Allar tölur eru unnar úr skýrslum Hafró. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þjóðin hefur ákveðið að treysta stofnun fyrir sjávarauðlindum sínum. Því ætti að fylgja mikil ábyrgð, en stofnunin er ábyrgðarlaus með öllu. Þetta er líklega eina vísindastofnunin sem til er , sem alltaf kemst að “réttri” niðurstöðu í rannsóknum sínum. Það sem stofunin lætur frá sér, taka ráðamenn undantekingalaust sem “sannleikanum”. Að gagnrýna þessa stofnun er eins og að skvetta vatni á gæs, ekki til neins. Hafró er upp á stalli með þeim ósnertanlegu. Fólkið sem þjóðin hefur kosið til að bera ábyrgðina og taka ákvarðanir til heilla þjóðarhag; meðtekur ráðgjöfina meðvitundarlaust. Hagar sér eins og hvolpar sem gera eins og þeim er sagt. Þjóðin situr uppi með afleiðingarnar, sem eru þegar að er gáð heldur nöturlegar. Ráðgjöf Hafró eins og gereyðingavopn. Humar var ein verðmætasta auðlind Íslandsmiða sé miðað við kílóaverð. Áratugum saman var humaraflinn 1500 til 4000 tonn. Árið 2008 hófst hrun á nýliðun í stofninum. Endurnýjun, í humarstofninum minnkað um 50%. Nýjum einstaklingum til viðhalds stofninum hélt áfram að fækka, ár frá ári, og stofninn var hruninn 2016. Þessar staðreyndir lágu fyrir öllum sem vildu vita. Það þýðir á mannamáli að verið var að eyða humarstofninum. Þrátt fyrir það gefur Hafró út að veiðistofninn sé 9300 tonn og : ” Hafrannsóknastofnun ráðleggur, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2016/2017 verði ekki meiri en 1300 tonn.” Síðan árið 2018 var ráðgjöfin 1150 tonn. Stofnunin er alveg út á túni m.v.raunveruleikann. Á sama tíma er endurnýjun í stofninum engin, og verið að skrapa upp síðustu humarhalana! Hafró bætir svo um betur og ráðleggur að veiða nokkur hundruð tonn næstu 3 árin til “rannsókna á aldursdreifingu”, á stofni sem var að hverfa úr flórunni. Alþjóðahafrannsóknarráðið, hafði benti Hafró á, að aðferðin sem stofnunin notaði til að meta humarstofninn væri ekki viðurkennd í fræðunum. Hafró breytti um aðferð 2018, en eingöngu til þess eins að sjá hrikalegar afleiðingar eigin ráðgjafar. Rannsóknir hafa sýnt að staða humarslóða hér við land, er sú versta sem rannsökuð hefur verið með myndavélatækni. Samkvæmt Alþjóðahafrannsóknarráðinu eru búsvæði humars, hvergi jafn illa farin og hér við land, þar sem rannsóknir hafa farið fram. Ráðgjöf Hafró leyddi til gjöreyðingar humarstofnsins. Með endalausum trolldrætti á sömu bleyðunum, hafi ekki aðeins tekist að eyða stofninum heldur eyðileggja búsvæði humarsins líka. Hann heldur sig í leir eða sendnum botni, grefur holur og göng sem hann lifir í, og heldur sig á sömu slóðum allt lífið. Humarinn er langlífur, verður amk 12-15 ára. Af því leiðir að það ætti að vera auðveldari en ella að stjórna sókn og stofnstærð hans. En Hafró gjörsamlega lét sig í engu skipta öll merki þess að verið væri að eyða stofninum. Humarveiðar verða ekki stundaðar hér í náinni framtíð. Þjóðarbúið situr uppi með tjónið. Takk Hafró, takk sjávarútvegsráðherrar. Undantekning ef fiskistofn hefur stækkað í kjölfar ráðgjafar. Það er forvitnilegt að skoða hvernig fiskistofnar hafa þróast í kjölfar kvótasetningar árið 1984. En tilgangurinn var að sporna við ofveiði og byggja upp fiskistofna. Hafró var gefið “vald” til að veita ráðgjöf um nýtingu fiskistofnanna. Ráðherrum ber ekki að fara eftir ráðgjöfinni, en hafa farið auðveldu leiðina, látið ráðgjöfina ráða. Þannig hafa ráðherrar reynt að firra sig ábyrgð. Ef ráðgjöfin er skoðuð, þá kemur í ljós að helstu nytjafiskstofnarnir hafa minnkað en ekki stækkað. Tegund Ráðgjöf 1984 Ráðgjöf 2024 Hörpudiskur 14.100 tonn 75 tonn Þorskur 285.000 tonn(veidd) 211.000 tonn Loðna 375.000 tonn 0 Steinbítur 12.100 tonn 8.377 tonn Karfi 90.000 tonn 41.386 tonn Humar 2.400 tonn 0 Rækja (innfjarða) 5.130 tonn 0 Ufsa-og ýsuráðgjöf eru á pari, einu aðalnytjastofnarnir sem haldið hafa í horfinu. Er eitthvað gruggugt við þorskkvótann? Getur það verið tilviljun aflamark þorsks, hafi verið haldið í nær sömu tölu í 40 ár? Mikið hafa þeir þá hitt naglann á höfuðið í upphafi, með 200 þús tonn á ári. Hafró heldur fram að þorskstofninn sé rúmum 60 þús tonnum minni, en árið 1983. Reyndar er ótrúlegt að stofninn hafi minnkað, þegar aflanum er haldið um 50% minni eftir kvótasetningu, en hann var 30 árin þar á undan. Þorskurinn er eina fiskitegundin sem Hafró hefur verið með alveg í lás. Þó ekki. Það er talið að árið 1983 hafi um 87 milljónir þorska verið veiddir á Íslandsmiðum, sem viktuðu um 290.þús tonn. Rannsóknir sýna, að ef sami fjöldi þorska hefði verið veiddur á árinu 1977 hefði þeir viktað um 380 þús tonn. Ástæðan er hversu mikið hver einstakur þorskur hafði tapað í þyngd. Með þessa staðreynd var ekkert gert, annað en að ástæðunni var velt fyrir sér. Ótrúlegt þegar haft er í huga, að þorskurinn er verðmætasti nytjastofn þjóðarinnar. Fyrir leikmann er ástæðan stórauknar loðnuveiðar. Það var verið að ræna þorskinn fæðu sinni. Miðað við aðferðarfræði Hafró í mælingum á stærð þorskstofnsins, má með góðum rökum segja að stærð stofnsins gæti verið allt önnur en Hafró áætlar. Tengsl Hafró við stórútgerðina, væri víða talin mjög óeðlileg, í ljósi þess hversu miklir hagsmunir er undir. Samband Hafró við skipstjóra, lán á skipum til stofnmælinga og fleira, orkar allt tvímælis. Hafró er vel treystandi að taka “humarleiðina” á loðnunaþ Loðnan er gífurlega mikilvægur hluti í vistkerfi sjávar við Ísland, hvort sem hún er lifandi eða fellur til botns dauð. Hrun loðnustofnsins hefði rosalegar afleiðingar fyrir aðra nytjafiskstofna. Talið er að við náttúrulegar aðstæður sé allt að 40% af fæðu þorsks loðna. Nú hefur orðið loðnubrestur í 6 sinnum á síðast liðnum 10 árum. Loðnuafli s.l. 10 ára er um 80% minni en 10 árin frá 1996-2005. Ef þessar staðreyndir kalla ekki á aðgerðir, loðnuveiðibann, er ekkert nema hrun loðnunnar í kortunum. Það má segja að stofninn sé þegar hruninn. Eitt er víst, að í ljósi 40 ára sögu fiskveiðistjórnunnar undir leiðsögn Hafró, þá er þeirri ábyrgðarlausu stofnun alveg treystandi til að gereyða loðnunni eins og humarnum. Það er nefnilega margfalt auðveldara að eyða skammlífri fiskitegund, en langlífri krabbategund. Höfundur er útgerðartæknir og fyrrverandi sjómaður. Allar tölur eru unnar úr skýrslum Hafró.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun