Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar 20. febrúar 2025 09:30 Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu. Er ég að vinna með grunnþættina eða lykilhæfnina. Hvar finn ég matsviðmiðin fyrir 3. bekk. Veistu það ekki? Það er gert ráð fyrir því að þú búið þau til. Á ég að gefa liti, tölur, bókstafi eða umsögn í námsmati? Hvað með 10. bekk og matsviðmiðin þar ? Það er skylda að nota þau en á að fylla inn í þau jafnt og þétt eða gefa bara í lokin? Foreldrar og nemendur vilja sjá þróunina í matsviðmiðunum ekki bara hæfniviðmiðunum. Er búið að aðlaga hæfniviðmið fyrir 9. bekk? Hvað þýðir ,,á góðri leið“? Á ég að gefa A ef nemandinn getur 95% af prófinu en ekki flóknu spurninguna sem reynir á A-hæfni? Er öruggt að ef nemandi sem útskrifast með B fari inn á þriggja ára braut í framhaldsskóla? En ef hann er ekki með B í ensku? Er fjólublár það sama og A? Er B=3? En B+? Þeir sem eru búnir að þvæla sig í gegnum textabunkann hér að ofan segi ég til hamingju. Fyrir þá sem eru mjög vel að sér í ANG skilja það sem þarna er skrifað, aðrir ekki. Það er engri stétt boðlegt að ástandið sé svona. Getur verið að ónýtur leiðarvísir sé hluti af hruni á námsárangri? Drepum fæti niður í rannsókn sem gerð var á vegum MMR 2019 og er í fullu gildi í dag. ,,Hjá kennurum, nemendum, skólastjórnendum og foreldrum hefur ríkt mikil óvissa og óöryggi árum saman… Helstu þættir námskrár eru illskiljanlegir, of háfleygir og of undirorpnir túlkun hvers og eins… Að mikið ósamræmi er í því hvernig aðalatriði hennar eru notuð í grunnskólum og ljóst að helstu markmið núverandi aðalnámskrár hafa EKKI náðst.“ Það er því sérkennileg forgangsröð að byrja á Matsferli þar sem hann á að meta hvernig nemendum hefur gengið að tileinka sér ofangreinda aðalnámskrá sem skólakerfið hefur sett í ruslflokk. Að reyna að púkka upp á hið ónýta plagg væri eins og ætla sér að endurgera brunninn bíl sem farið hefur 10 veltur í stað þess að búa til nýjan. Nýja aðalnámskrá grunnskóla strax allra vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Jón Pétur Zimsen Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu. Er ég að vinna með grunnþættina eða lykilhæfnina. Hvar finn ég matsviðmiðin fyrir 3. bekk. Veistu það ekki? Það er gert ráð fyrir því að þú búið þau til. Á ég að gefa liti, tölur, bókstafi eða umsögn í námsmati? Hvað með 10. bekk og matsviðmiðin þar ? Það er skylda að nota þau en á að fylla inn í þau jafnt og þétt eða gefa bara í lokin? Foreldrar og nemendur vilja sjá þróunina í matsviðmiðunum ekki bara hæfniviðmiðunum. Er búið að aðlaga hæfniviðmið fyrir 9. bekk? Hvað þýðir ,,á góðri leið“? Á ég að gefa A ef nemandinn getur 95% af prófinu en ekki flóknu spurninguna sem reynir á A-hæfni? Er öruggt að ef nemandi sem útskrifast með B fari inn á þriggja ára braut í framhaldsskóla? En ef hann er ekki með B í ensku? Er fjólublár það sama og A? Er B=3? En B+? Þeir sem eru búnir að þvæla sig í gegnum textabunkann hér að ofan segi ég til hamingju. Fyrir þá sem eru mjög vel að sér í ANG skilja það sem þarna er skrifað, aðrir ekki. Það er engri stétt boðlegt að ástandið sé svona. Getur verið að ónýtur leiðarvísir sé hluti af hruni á námsárangri? Drepum fæti niður í rannsókn sem gerð var á vegum MMR 2019 og er í fullu gildi í dag. ,,Hjá kennurum, nemendum, skólastjórnendum og foreldrum hefur ríkt mikil óvissa og óöryggi árum saman… Helstu þættir námskrár eru illskiljanlegir, of háfleygir og of undirorpnir túlkun hvers og eins… Að mikið ósamræmi er í því hvernig aðalatriði hennar eru notuð í grunnskólum og ljóst að helstu markmið núverandi aðalnámskrár hafa EKKI náðst.“ Það er því sérkennileg forgangsröð að byrja á Matsferli þar sem hann á að meta hvernig nemendum hefur gengið að tileinka sér ofangreinda aðalnámskrá sem skólakerfið hefur sett í ruslflokk. Að reyna að púkka upp á hið ónýta plagg væri eins og ætla sér að endurgera brunninn bíl sem farið hefur 10 veltur í stað þess að búa til nýjan. Nýja aðalnámskrá grunnskóla strax allra vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun