Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir og Bragi Reynir Sæmundsson skrifa 23. febrúar 2025 16:01 Ég tel mig alltaf hafa borið virðingu fyrir kennurum og er þakklát öllum þeim kennurum sem hafa mótað mig og mitt líf en ég gerði mér þó ekki fullkomlega grein fyrir virði kennara fyrr en ég varð foreldri barna í leik- og grunnskóla. Þá fyrst áttaði ég mig á því hversu ómetanlegt það er að vita af börnum mínum í höndum frábærra kennara. Takk Aðalþing Ég man að rétt fyrir jólin þegar ég var að keyra frá leikskóla dóttur minnar, Aðalþingi, hugsaði ég „takk Aðalþing“. Ég keyrði frá leikskólanum uppfull þakklætis yfir því hversu góður staður þetta væri sem dóttir okkar fengi að verja dögum sínum á. Staður sem ætti stóran hlut í því að móta litlu dömuna okkar í þann magnaða einstakling sem hún er og verður. Þegar við mætum er oft dempuð birta, hlýleg ljós, klassísk tónlist, rólegheit og faglegt starfsfólk sem eru sérfræðingar í uppeldisfræðum og kennslu. Starfsfólk sem brennur fyrir starfi sínu og skilar því aldeilis til litlu konunnar okkar. Alla daga, allt árið. Öruggt umhverfi sem er úthugsað með alls kyns aðferðum til að laða fram þroska, áhuga, forvitni, sköpun og öfluga einstaklinga. Þegar dóttir okkar var í aðlögun fundum við foreldrar barnanna þetta strax og vorum sammála að þarna liði okkur þannig að við gætum næstum því farið á fyrsta degi og treyst starfsfólkinu fyrir því allra verðmætasta í lífinu og það hefur svo sannarlega staðist. Takk Sigga, Oddný, Hörður, Brynja og þið öll á Aðalþingi! Takk Vatnsendaskóli Ég man líka þegar ein af umsjónarkennurum sonarins hringdi í mig fyrir jólin þar sem sonur minn var ekki kominn inn í bekkinn sem er ólíkt honum. Sem betur fer hafði ekkert gerst, drengurinn einungis byrjað daginn á öðrum stað í skólanum fyrir smá misskilning. Ég man hvað við vorum þakklát fyrir að finna hversu vakandi þær væru fyrir að allir ungarnir þeirra væru mættir, brygðust strax við og hversu mikilvægt er að bregðast við ef eitthvað hefði gerst því þá geta mínútur skipt máli. Við upplifðum hversu vel öryggi sonar okkar væri sinnt í Vatnsendaskóla og ég hugsaði „takk Elsa“. Þetta var aðeins eitt af mörgum símtölum og samskiptum sem við foreldrarnir höfum átt við umsjónarkennara sonarins þar sem þær eru að upplýsa um eitthvað, ræða málin og allt með því sjónarmiði að tryggja sem allra best hans þroska og velferð í skólanum. Umhyggjan og sönn væntumþykja fyrir syni okkar er augljós. Að sama skapi höfum við alltaf upplifað að sérþörfum hans sé mætt mjög faglega og eins vel og mögulegt er. Aldrei hikað við að leggja aukalega á sig, hugsa út frá þörfum hans og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja sem best að litli maðurinn okkar vaxi og dafni sem sá magnaði einstaklingur sem hann er og verður. Mikið lagt á sig til að laða fram styrkleika hans og smám saman byggja upp þar sem veikleikar hans liggja. Við myndum helst vilja að þær gætu kennt honum upp í háskóla. Takk Elsa, Íris, Svandís, Magga og þið öll í Vatnsendaskóla! Að lokum, áskorun til foreldra og stjórnvalda Af hverju að skrifa þennan pistil? Jú vegna þess að aðbúnaður barnanna hefur verið framúrskarandi. Þau eru í frábærum skólum með frábæra kennara. Það verður seint metið til fjár það sem faglegir og góðir kennarar skilja eftir gagnvart því langverðmætasta sem hvert og eitt okkar á sem eru börnin okkar. Á sama tíma er í okkar huga ekkert starf sem skapar eins mikil verðmæti og starf kennara því þeir, ásamt okkur foreldrum, eiga yfirleitt mestan þátt í því að byggja upp framtíðina. Allt veltur á því að þar séu byggðir upp einstaklingar sem hafa fengið að vaxa, dafna og þrífast í að verða besta útgáfan af sér. Það er stoð alls annars í okkar samfélagslega heilbrigði og arðsemin af því stjarnfræðileg. Þess vegna viljum við okkar allra besta fólk inn í skólana. Fagfólk sem brennur fyrir því að kenna, fólk sem eru frábærar fyrirmyndir og öruggir klettar fyrir börnin okkar. Nú er tími til kominn að standa með kennurum, sýna störfum þeirra virðingu í verki og lyfta starfi þeirra aftur upp á það plan sem það svo sannarlega hefur verið á í mannskynssögunni. Tími til kominn að endurhugsa það hvernig virði starfa í okkar samfélagi er út frá þeim verðmætum sem hvert starf skapar. Stokkum upp spilin! Gæti verið að slík breyting á verðmætamati myndi mögulega leysa fleiri vandamál eins og það að vel metin kennarastörf myndu gera fólki sem brennur fyrir skólunum og kennslu kleift að starfa við sína hugsjón og vilja vera í því starfi til frambúðar. Þannig þyrfti til dæmis ekki að fara í vanhugsaðar aðgerðir eins og að ráða tímabundið foreldra sem vinna við allt annað inn í leikskóla til að tryggja barni sínu pláss eða vera með ómannaða skóla. Takk kennarar, við styðjum ykkur og hvetjum fleiri foreldra til að láta sömuleiðis í sér heyra. Höfundar eru sálfræðingar og foreldrar barna á leikskólanum Aðalþingi og Vatnsendaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel mig alltaf hafa borið virðingu fyrir kennurum og er þakklát öllum þeim kennurum sem hafa mótað mig og mitt líf en ég gerði mér þó ekki fullkomlega grein fyrir virði kennara fyrr en ég varð foreldri barna í leik- og grunnskóla. Þá fyrst áttaði ég mig á því hversu ómetanlegt það er að vita af börnum mínum í höndum frábærra kennara. Takk Aðalþing Ég man að rétt fyrir jólin þegar ég var að keyra frá leikskóla dóttur minnar, Aðalþingi, hugsaði ég „takk Aðalþing“. Ég keyrði frá leikskólanum uppfull þakklætis yfir því hversu góður staður þetta væri sem dóttir okkar fengi að verja dögum sínum á. Staður sem ætti stóran hlut í því að móta litlu dömuna okkar í þann magnaða einstakling sem hún er og verður. Þegar við mætum er oft dempuð birta, hlýleg ljós, klassísk tónlist, rólegheit og faglegt starfsfólk sem eru sérfræðingar í uppeldisfræðum og kennslu. Starfsfólk sem brennur fyrir starfi sínu og skilar því aldeilis til litlu konunnar okkar. Alla daga, allt árið. Öruggt umhverfi sem er úthugsað með alls kyns aðferðum til að laða fram þroska, áhuga, forvitni, sköpun og öfluga einstaklinga. Þegar dóttir okkar var í aðlögun fundum við foreldrar barnanna þetta strax og vorum sammála að þarna liði okkur þannig að við gætum næstum því farið á fyrsta degi og treyst starfsfólkinu fyrir því allra verðmætasta í lífinu og það hefur svo sannarlega staðist. Takk Sigga, Oddný, Hörður, Brynja og þið öll á Aðalþingi! Takk Vatnsendaskóli Ég man líka þegar ein af umsjónarkennurum sonarins hringdi í mig fyrir jólin þar sem sonur minn var ekki kominn inn í bekkinn sem er ólíkt honum. Sem betur fer hafði ekkert gerst, drengurinn einungis byrjað daginn á öðrum stað í skólanum fyrir smá misskilning. Ég man hvað við vorum þakklát fyrir að finna hversu vakandi þær væru fyrir að allir ungarnir þeirra væru mættir, brygðust strax við og hversu mikilvægt er að bregðast við ef eitthvað hefði gerst því þá geta mínútur skipt máli. Við upplifðum hversu vel öryggi sonar okkar væri sinnt í Vatnsendaskóla og ég hugsaði „takk Elsa“. Þetta var aðeins eitt af mörgum símtölum og samskiptum sem við foreldrarnir höfum átt við umsjónarkennara sonarins þar sem þær eru að upplýsa um eitthvað, ræða málin og allt með því sjónarmiði að tryggja sem allra best hans þroska og velferð í skólanum. Umhyggjan og sönn væntumþykja fyrir syni okkar er augljós. Að sama skapi höfum við alltaf upplifað að sérþörfum hans sé mætt mjög faglega og eins vel og mögulegt er. Aldrei hikað við að leggja aukalega á sig, hugsa út frá þörfum hans og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja sem best að litli maðurinn okkar vaxi og dafni sem sá magnaði einstaklingur sem hann er og verður. Mikið lagt á sig til að laða fram styrkleika hans og smám saman byggja upp þar sem veikleikar hans liggja. Við myndum helst vilja að þær gætu kennt honum upp í háskóla. Takk Elsa, Íris, Svandís, Magga og þið öll í Vatnsendaskóla! Að lokum, áskorun til foreldra og stjórnvalda Af hverju að skrifa þennan pistil? Jú vegna þess að aðbúnaður barnanna hefur verið framúrskarandi. Þau eru í frábærum skólum með frábæra kennara. Það verður seint metið til fjár það sem faglegir og góðir kennarar skilja eftir gagnvart því langverðmætasta sem hvert og eitt okkar á sem eru börnin okkar. Á sama tíma er í okkar huga ekkert starf sem skapar eins mikil verðmæti og starf kennara því þeir, ásamt okkur foreldrum, eiga yfirleitt mestan þátt í því að byggja upp framtíðina. Allt veltur á því að þar séu byggðir upp einstaklingar sem hafa fengið að vaxa, dafna og þrífast í að verða besta útgáfan af sér. Það er stoð alls annars í okkar samfélagslega heilbrigði og arðsemin af því stjarnfræðileg. Þess vegna viljum við okkar allra besta fólk inn í skólana. Fagfólk sem brennur fyrir því að kenna, fólk sem eru frábærar fyrirmyndir og öruggir klettar fyrir börnin okkar. Nú er tími til kominn að standa með kennurum, sýna störfum þeirra virðingu í verki og lyfta starfi þeirra aftur upp á það plan sem það svo sannarlega hefur verið á í mannskynssögunni. Tími til kominn að endurhugsa það hvernig virði starfa í okkar samfélagi er út frá þeim verðmætum sem hvert starf skapar. Stokkum upp spilin! Gæti verið að slík breyting á verðmætamati myndi mögulega leysa fleiri vandamál eins og það að vel metin kennarastörf myndu gera fólki sem brennur fyrir skólunum og kennslu kleift að starfa við sína hugsjón og vilja vera í því starfi til frambúðar. Þannig þyrfti til dæmis ekki að fara í vanhugsaðar aðgerðir eins og að ráða tímabundið foreldra sem vinna við allt annað inn í leikskóla til að tryggja barni sínu pláss eða vera með ómannaða skóla. Takk kennarar, við styðjum ykkur og hvetjum fleiri foreldra til að láta sömuleiðis í sér heyra. Höfundar eru sálfræðingar og foreldrar barna á leikskólanum Aðalþingi og Vatnsendaskóla
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun