Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 07:00 Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum. Umskurður stúlkna hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 2005. Jafnframt var bannað að framkvæma aðgerðir á börnum með ódæmigerð kyneinkenni með örfáum undantekningum með lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrum þingkona Framsóknar fram frumvarp um bann við umskurði drengja. Mikil umræða skapaðist um frumvarpið bæði hérlendis og erlendis og fjöldi lækna fagnaði frumvarpinu. Frumvarpið varð þó ekki að lögum. Það verður að teljast ámælisvert að ekki sé enn búið að banna óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eins og búið er að gera á kynfærum stúlkna og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex). Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun á grundvelli kyneinkenna, sjálfsákvörðunarrétt barna og trúfrelsi barna. Ónauðsynleg inngrip Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns. Aðgerðin getur valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í einstaka tilfellum getur verið læknisfræðilega nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúð er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það á þó ekki við um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengja er fjarlægður af kynfærum þeirra. Helstu ástæður umskurðar í heiminum eru trúar- eða menningarlegar. Í því samhengi er vert að árétta að 12. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og 3. mgr. 24. gr. barnasáttmálans, sem hefur verið lögfestur hérlendis, skyldar aðildarríki til þess að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga um réttindi sjúklinga skal þá hlífa börnum við ónauðsynlegum aðgerðum. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja. Ekki er því skylda að umskurður fari fram á heilbrigðisstofnun eða sé framkvæmd af lækni. Forsjáraðilar geta því tekið ákvörðun um að framkvæma læknisfræðilega óþarfan umskurð eða fengið aðra til að framkvæma aðgerðina í heimahúsi. Er sú háttsemi að skera hluta af húð ómálga barns eða fá annan aðila til að gera það heima í stofu, án nauðsynjar, raunverulega lögleg á Íslandi? Túlka má 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd sem velferð þeirra krefst, á þann veg að hún skyldi löggjafann til þess að setja lög sem vernda börn gegn óþarfa læknisfræðilegum inngripum sem samræmast ekki velferð barna. Áðurnefndur dómur héraðsdóms telur þó ekki sannað að líf eða velferð brotaþola hafi verið ógnað með því að heimila umskurð á brotaþola ,,enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Það er ljóst að umrætt mál kann að vera viðkvæmt og mikilvægt er að sýna nærgætni við umfjöllun þess. Staðhæfingar héraðsdóms vekja þó undrun með tilliti til ofangreinds ákvæðis barnasáttmálans um að aðildarríkjum beri að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að lögfesta bann við umskurð drengja. Það er erfitt er að færa rök fyrir því að læknisfræðilega óþarfar aðgerðir á kynfærum barna séu ekki skaðlegar heilbrigði barna enda eru til ófá dæmi um það um heim allan. Þar á meðal í því máli sem dómurinn fjallaði um, en í vitnisburði skurðlæknis í málinu kemur fram að ,,laga hafi þurft skurð á getnaðarlim eftir umskurð í heimahúsi. Það hafi verið töluverð blæðing og áverki sem þurfti að laga.” Slíkt inngrip hlýtur að teljast ónauðsynlegt og skaðlegt heilbrigði barna þó ekki hafi verið um lífshættulega blæðingu að ræða samkvæmt dómnum. Við lestur dómsins vakna þá einnig upp spurningar um hvaða aðrar aðgerðir megi ráðast í með þeim rökum að þær eru ,,tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Sjálfsákvörðunarréttur Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns líkt og umskurður drengja án læknisfræðilegrar nauðsynjar er. Umskurður kvenna hefur verið tengdur við friðhelgi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Sambærileg rök hafa verið notuð um aðgerðir á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) og hið sama ætti að gilda um óþarfar aðgerðir á kynfærum drengja. Ákvarðanir foreldra um læknisfræðilega óþarfan umskurð barna tekur burt getu barnsins til þess að geta ákveðið sjálft hvort það vilji vera umskorið þegar það hefur aldur og þroska til þess að taka slíka ákvörðun. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða einstaklingarnir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Með því að leyfa læknifræðilega óþarfan umskurð á drengjum er verið að brjóta á sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Ótækt er að forsjáraðilar hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvarðanir um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að geta tjáð sig um aðgerðina ef ekki eru knýjandi heilsufarsleg rök fyrir henni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Aðgerða er þörf Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum hafa kallað eftir því að drengir fái sjálfir að ákveða hvort þeir vilji láta umskera sig þegar þeir hafa aldur og þroska til. Ég skora á Alþingi að grípa til aðgerða með því að setja lög sem banna öll óþarfa inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Börn eiga njóta verndar frá því að vera skorin án þess að brýn læknisfræðileg rök séu til staðar. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum. Umskurður stúlkna hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 2005. Jafnframt var bannað að framkvæma aðgerðir á börnum með ódæmigerð kyneinkenni með örfáum undantekningum með lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrum þingkona Framsóknar fram frumvarp um bann við umskurði drengja. Mikil umræða skapaðist um frumvarpið bæði hérlendis og erlendis og fjöldi lækna fagnaði frumvarpinu. Frumvarpið varð þó ekki að lögum. Það verður að teljast ámælisvert að ekki sé enn búið að banna óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eins og búið er að gera á kynfærum stúlkna og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex). Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun á grundvelli kyneinkenna, sjálfsákvörðunarrétt barna og trúfrelsi barna. Ónauðsynleg inngrip Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns. Aðgerðin getur valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í einstaka tilfellum getur verið læknisfræðilega nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúð er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það á þó ekki við um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengja er fjarlægður af kynfærum þeirra. Helstu ástæður umskurðar í heiminum eru trúar- eða menningarlegar. Í því samhengi er vert að árétta að 12. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og 3. mgr. 24. gr. barnasáttmálans, sem hefur verið lögfestur hérlendis, skyldar aðildarríki til þess að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga um réttindi sjúklinga skal þá hlífa börnum við ónauðsynlegum aðgerðum. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja. Ekki er því skylda að umskurður fari fram á heilbrigðisstofnun eða sé framkvæmd af lækni. Forsjáraðilar geta því tekið ákvörðun um að framkvæma læknisfræðilega óþarfan umskurð eða fengið aðra til að framkvæma aðgerðina í heimahúsi. Er sú háttsemi að skera hluta af húð ómálga barns eða fá annan aðila til að gera það heima í stofu, án nauðsynjar, raunverulega lögleg á Íslandi? Túlka má 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd sem velferð þeirra krefst, á þann veg að hún skyldi löggjafann til þess að setja lög sem vernda börn gegn óþarfa læknisfræðilegum inngripum sem samræmast ekki velferð barna. Áðurnefndur dómur héraðsdóms telur þó ekki sannað að líf eða velferð brotaþola hafi verið ógnað með því að heimila umskurð á brotaþola ,,enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Það er ljóst að umrætt mál kann að vera viðkvæmt og mikilvægt er að sýna nærgætni við umfjöllun þess. Staðhæfingar héraðsdóms vekja þó undrun með tilliti til ofangreinds ákvæðis barnasáttmálans um að aðildarríkjum beri að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að lögfesta bann við umskurð drengja. Það er erfitt er að færa rök fyrir því að læknisfræðilega óþarfar aðgerðir á kynfærum barna séu ekki skaðlegar heilbrigði barna enda eru til ófá dæmi um það um heim allan. Þar á meðal í því máli sem dómurinn fjallaði um, en í vitnisburði skurðlæknis í málinu kemur fram að ,,laga hafi þurft skurð á getnaðarlim eftir umskurð í heimahúsi. Það hafi verið töluverð blæðing og áverki sem þurfti að laga.” Slíkt inngrip hlýtur að teljast ónauðsynlegt og skaðlegt heilbrigði barna þó ekki hafi verið um lífshættulega blæðingu að ræða samkvæmt dómnum. Við lestur dómsins vakna þá einnig upp spurningar um hvaða aðrar aðgerðir megi ráðast í með þeim rökum að þær eru ,,tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir.” Sjálfsákvörðunarréttur Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns líkt og umskurður drengja án læknisfræðilegrar nauðsynjar er. Umskurður kvenna hefur verið tengdur við friðhelgi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Sambærileg rök hafa verið notuð um aðgerðir á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) og hið sama ætti að gilda um óþarfar aðgerðir á kynfærum drengja. Ákvarðanir foreldra um læknisfræðilega óþarfan umskurð barna tekur burt getu barnsins til þess að geta ákveðið sjálft hvort það vilji vera umskorið þegar það hefur aldur og þroska til þess að taka slíka ákvörðun. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða einstaklingarnir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Með því að leyfa læknifræðilega óþarfan umskurð á drengjum er verið að brjóta á sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Ótækt er að forsjáraðilar hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvarðanir um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að geta tjáð sig um aðgerðina ef ekki eru knýjandi heilsufarsleg rök fyrir henni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Aðgerða er þörf Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum hafa kallað eftir því að drengir fái sjálfir að ákveða hvort þeir vilji láta umskera sig þegar þeir hafa aldur og þroska til. Ég skora á Alþingi að grípa til aðgerða með því að setja lög sem banna öll óþarfa inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Börn eiga njóta verndar frá því að vera skorin án þess að brýn læknisfræðileg rök séu til staðar. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun