Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 26. febrúar 2025 21:01 „Sterkur íslenskur her“ er fyrirsögn greinar sem góður kollegi minn, Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, birti í Morgunblaðinu í vikunni. Þar leiðir hann að því getum að við núverandi – og að ýmsu leyti mjög breyttar – aðstæður í alþjóðamálum _verði Ísland að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum en áður“. Leggur hann til ýmsar aðgerðir í því skyni, til dæmis að efla stjórnsýslu varnarmála, sem flestir geta líklega tekið undir. Megin niðurstaða greinarhöfundar er þó sú að Ísland geti ekki lengur verið herlaust ríki og þurfi nú bráðnauðsynlega á _sterkum íslenskum her“ að halda. Breyttur heimur Öll erum við væntanlega sammála um að aðstæður á alþjóðavettvangi hafi breyst umtalsvert undanfarna mánuði og misseri, einkum eftir innrás Rússa í Úkraínu, útrýmingarstríðið sem staðið hefur í Palestínu og nú síðast kjör Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna, þar sem stjórnarhættir geðþóttans hafa tekið við af lýðræðishefðum og skipulegum verkferlum í stjórnkerfinu. Auðsýnd ásælni Bandaríkjaforseta í landsvæði og auðlindir á Norðurslóðum sem víðar, hefur valdið ótta og vakið okkur til umhugsunar um stöðu Íslands. Munum við sogast inn í hringiðu landvinningaátaka, varnarlítil örþjóð norður í Ballarhafi? Hvað er til ráða? Hvernig tryggjum við öryggi landsins? Vangaveltur um her á Íslandi eru ekki nýjar af nálinni og teygja sig langt aftur eftir síðustu öld. Um efnið hafa bæði verið skrifaðar blaðagreinar og bækur. Staðreyndin er þó sú að á Íslandi hefur til þessa verið samstaða um það sjónarmið að stríðsátök og hernaðarbrölt sé ekki farsæl leið fyrir litla og vanmegnuga þjóð í ófriðvænlegum heimi. Samstaða með bræðraþjóðum um varnir og öryggi innan ríkjabandalaga eftir diplómatískum leiðum séu vænlegri til árangurs. Vægi háskólasamfélagsins Á tímum þegar upplýsingaóreiða nærir geðþóttastjórnun, og línur gerast óskýrar í alþjóðastjórnmálum, verður hlutverk fjölmiðla og háskólasamfélagsins mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Þá ríður á að háskólar og þekkingarstofnanir leggi sitt af mörkum til þekkingarsköpunar og yfirvegaðrar umræðu. Skoðanagrein deildarforseta lagadeildar tjáir hans persónulegu afstöðu. Framlag Háskólans á Bifröst til málefnisins birtist hins vegar í námsframboði og þeim áherslum sem ríkja í fræðastarfi háskólans.Við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst er nú boðið upp á tvær nýjar námslínur sem fjalla einmitt um stöðuna í breyttum heimi. Annars vegar er um að ræða grunnnámslínuna Öryggisfræði og almannavarnir sem hrundið var af stokkum s.l. haust til undirbyggingar meistaranámslínunnar Áfallastjórnunar sem fjallar um endurreisn og uppbyggingu eftir áföll og ógnir. Í öryggisfræðanáminu er öryggishugtakið sett í alþjóðlegt og íslenskt samhengi í ljósi sögu, stjórnmála, menningar og lagaumhverfis. Því er fylgt eftir með að kynna og greina þær ógnir sem alþjóðasamfélagið og Ísland sérstaklega stendur frammi fyrir og þær varnir sem við búum að. Fjallað er um þá innviði, auðlindir og regluverk sem styrkja varnir gegn öryggisvá sem og þá aðila sem koma að almannavörnum gegn slíkri ógn. Lykilhugtökin eru ekki hernaðarhyggja og valdbeiting, heldur almannaheill og samfélagsöryggi. Um þessar mundir er einnig að hefjast innritun í nýja meistaranámslínu, Samskiptastjórnun nefnist hún og fer af stað næsta haust. Upplýsingaóreiða og óljós skil milli fjölmiðla og annara samskiptamiðla geta verið ógn við samfélagsskipan og öryggi. Í náminu liggur áherslan á að skilja þverfaglegt samband miðlunar og samskipta í breytilegu nútímaumhverfi þar sem örugg miðlun upplýsinga og traust samskipti eru sífellt mikilvægari þáttur í stjórnun flestra skipulagsheilda. Samstöðu frekar en vopnaskak Það er á tímum sem þessum sem reynir á staðfestu og yfirvegun lítillar þjóðar og þeirra lykilstofnana sem hún byggir á, þar með háskólastofnana og fjölmiðla. Augljóst má vera að 400 þúsund manna þjóð mun aldrei geta komið sér upp burðugum her sem veitt geti minnsta viðnám ef til alvörunnar kæmi gagnvart milljónasamfélögum sem kunna að ásælast land okkar eða auðlindir. Okkar styrkur og sterkasta von til að standa af okkur ófrið á alþjóðavettvangi er sú vörn sem felst í alþjóðalögum, evrópskum og norrænum lýðræðishefðum og stjórnfestu – en ekki síst kröfunni um að ákvarðanir sem teknar eru í nafni þjóða séu teknar á forsendum þekkingar, almannaheilla og friðarhyggju. Að hvika frá kröfunni um að þau gildi ráði för jafngildir uppgjöf. Þar með er friðarkröfunni kastað fyrir róða og boðið upp á valdbeitingu með fyrirsjáanlegri niðurstöðu fyrir þann sem lítið afl hefur.Það er engin tilviljun að allt ungviði ber utan á sér varnarleysi á fyrsta skeiði lífs. Í því er fólgin helsta vörn náttúrunnar andspænis hættum heimsins. Í samfélagi þjóða eiga lítil og vanmáttug ríki allt sitt undir góðu samkomulagi við nágrannaríki, samningum og friðsamlegum lausnum. Það er sú staða sem við Íslendingar erum í nú um stundir. Herleysi er styrkur varnarlausrar örþjóðar. Styrkur okkar og von felst í öðru en vopnaskaki. Davíð sigraði ekki Golíat með aflsmunum heldur vitsmunum. Höfundur er deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
„Sterkur íslenskur her“ er fyrirsögn greinar sem góður kollegi minn, Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, birti í Morgunblaðinu í vikunni. Þar leiðir hann að því getum að við núverandi – og að ýmsu leyti mjög breyttar – aðstæður í alþjóðamálum _verði Ísland að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum en áður“. Leggur hann til ýmsar aðgerðir í því skyni, til dæmis að efla stjórnsýslu varnarmála, sem flestir geta líklega tekið undir. Megin niðurstaða greinarhöfundar er þó sú að Ísland geti ekki lengur verið herlaust ríki og þurfi nú bráðnauðsynlega á _sterkum íslenskum her“ að halda. Breyttur heimur Öll erum við væntanlega sammála um að aðstæður á alþjóðavettvangi hafi breyst umtalsvert undanfarna mánuði og misseri, einkum eftir innrás Rússa í Úkraínu, útrýmingarstríðið sem staðið hefur í Palestínu og nú síðast kjör Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna, þar sem stjórnarhættir geðþóttans hafa tekið við af lýðræðishefðum og skipulegum verkferlum í stjórnkerfinu. Auðsýnd ásælni Bandaríkjaforseta í landsvæði og auðlindir á Norðurslóðum sem víðar, hefur valdið ótta og vakið okkur til umhugsunar um stöðu Íslands. Munum við sogast inn í hringiðu landvinningaátaka, varnarlítil örþjóð norður í Ballarhafi? Hvað er til ráða? Hvernig tryggjum við öryggi landsins? Vangaveltur um her á Íslandi eru ekki nýjar af nálinni og teygja sig langt aftur eftir síðustu öld. Um efnið hafa bæði verið skrifaðar blaðagreinar og bækur. Staðreyndin er þó sú að á Íslandi hefur til þessa verið samstaða um það sjónarmið að stríðsátök og hernaðarbrölt sé ekki farsæl leið fyrir litla og vanmegnuga þjóð í ófriðvænlegum heimi. Samstaða með bræðraþjóðum um varnir og öryggi innan ríkjabandalaga eftir diplómatískum leiðum séu vænlegri til árangurs. Vægi háskólasamfélagsins Á tímum þegar upplýsingaóreiða nærir geðþóttastjórnun, og línur gerast óskýrar í alþjóðastjórnmálum, verður hlutverk fjölmiðla og háskólasamfélagsins mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Þá ríður á að háskólar og þekkingarstofnanir leggi sitt af mörkum til þekkingarsköpunar og yfirvegaðrar umræðu. Skoðanagrein deildarforseta lagadeildar tjáir hans persónulegu afstöðu. Framlag Háskólans á Bifröst til málefnisins birtist hins vegar í námsframboði og þeim áherslum sem ríkja í fræðastarfi háskólans.Við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst er nú boðið upp á tvær nýjar námslínur sem fjalla einmitt um stöðuna í breyttum heimi. Annars vegar er um að ræða grunnnámslínuna Öryggisfræði og almannavarnir sem hrundið var af stokkum s.l. haust til undirbyggingar meistaranámslínunnar Áfallastjórnunar sem fjallar um endurreisn og uppbyggingu eftir áföll og ógnir. Í öryggisfræðanáminu er öryggishugtakið sett í alþjóðlegt og íslenskt samhengi í ljósi sögu, stjórnmála, menningar og lagaumhverfis. Því er fylgt eftir með að kynna og greina þær ógnir sem alþjóðasamfélagið og Ísland sérstaklega stendur frammi fyrir og þær varnir sem við búum að. Fjallað er um þá innviði, auðlindir og regluverk sem styrkja varnir gegn öryggisvá sem og þá aðila sem koma að almannavörnum gegn slíkri ógn. Lykilhugtökin eru ekki hernaðarhyggja og valdbeiting, heldur almannaheill og samfélagsöryggi. Um þessar mundir er einnig að hefjast innritun í nýja meistaranámslínu, Samskiptastjórnun nefnist hún og fer af stað næsta haust. Upplýsingaóreiða og óljós skil milli fjölmiðla og annara samskiptamiðla geta verið ógn við samfélagsskipan og öryggi. Í náminu liggur áherslan á að skilja þverfaglegt samband miðlunar og samskipta í breytilegu nútímaumhverfi þar sem örugg miðlun upplýsinga og traust samskipti eru sífellt mikilvægari þáttur í stjórnun flestra skipulagsheilda. Samstöðu frekar en vopnaskak Það er á tímum sem þessum sem reynir á staðfestu og yfirvegun lítillar þjóðar og þeirra lykilstofnana sem hún byggir á, þar með háskólastofnana og fjölmiðla. Augljóst má vera að 400 þúsund manna þjóð mun aldrei geta komið sér upp burðugum her sem veitt geti minnsta viðnám ef til alvörunnar kæmi gagnvart milljónasamfélögum sem kunna að ásælast land okkar eða auðlindir. Okkar styrkur og sterkasta von til að standa af okkur ófrið á alþjóðavettvangi er sú vörn sem felst í alþjóðalögum, evrópskum og norrænum lýðræðishefðum og stjórnfestu – en ekki síst kröfunni um að ákvarðanir sem teknar eru í nafni þjóða séu teknar á forsendum þekkingar, almannaheilla og friðarhyggju. Að hvika frá kröfunni um að þau gildi ráði för jafngildir uppgjöf. Þar með er friðarkröfunni kastað fyrir róða og boðið upp á valdbeitingu með fyrirsjáanlegri niðurstöðu fyrir þann sem lítið afl hefur.Það er engin tilviljun að allt ungviði ber utan á sér varnarleysi á fyrsta skeiði lífs. Í því er fólgin helsta vörn náttúrunnar andspænis hættum heimsins. Í samfélagi þjóða eiga lítil og vanmáttug ríki allt sitt undir góðu samkomulagi við nágrannaríki, samningum og friðsamlegum lausnum. Það er sú staða sem við Íslendingar erum í nú um stundir. Herleysi er styrkur varnarlausrar örþjóðar. Styrkur okkar og von felst í öðru en vopnaskaki. Davíð sigraði ekki Golíat með aflsmunum heldur vitsmunum. Höfundur er deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun