Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar 1. mars 2025 09:32 Eftir að ChatGPT spjallviðmótið var opnað almenningi fyrir rétt rúmum tveimur árum og önnur slík í kjölfarið hafa venjulegir tölvunotendur getað kynnt sér og prófað þessa öflugu tækni. Má segja að sprenging sé í notkun á gervigreind í hvers konar stórum og smáum verkefnum. Eitt magnaðasta dæmið um hagnýtingu á gervigreind var verðlaunað með Nóbelsverðlaunum á síðasta ári, þegar Demis Hassabis og John Jumper deildu Nóbelsverðlaunum í efnafræði fyrir gervigreindarkerfi sitt, Alphafold2, sem spáir rétt fyrir um þrívíddarbyggingu prótína út frá amínósýruröð þeirra. Þetta samband, það er að segja hvernig amínósýrur í prótíni ræður byggingu þess, er nokkuð sem vísindamenn höfðu rannsakað í áratugi án þess að komast til botns í því að geta spáð fyrir um nákvæma heildarbyggingu prótína. Það dæmi sýnir að gervigreind getur sannarlega leyst flókin alvöru viðfangsefni, jafnvel ráðgátur sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum hætti. Prótínbyggingar eru viðfangsefni sem hentar gervigreindinni sérdeilis vel. Um er að ræða samanburð á fjölda náskyldra mynstra og til er mikill fjölda dæma sem kerfið gat æft sig á og lært af. En getur gervigreind sýnt frjóa hugsun? Þetta er nokkuð sem einkaleyfayfirvöld hafa þurft að kljást við, en á undanförnum árum hefur verið reynt að sækja um einkaleyfi fyrir uppfinningar sem gervigreind er sögð hafa fundið upp. Einkaleyfi hafa almennt ekki fengist samþykkt fyrir slíkar meintar uppfinningar. Evrópska einkaleyfastofan, sem Ísland er aðili að, hefur kveðið upp á tveimur stjórnsýslustigum að á umsókn um einkaleyfi þurfi að tilgreina einstakling sem uppfinningamann og að vél geti ekki talist uppfinningamaður. En gervigreind getur vissulega gagnast sem verkfæri í höndum uppfinningamanns til að fullgera uppfinningu. Til að uppfinningin teljist einkaleyfishæf þarf að vera hægt að sýna fram á að uppfinning sé bæði ný og frumleg - ekki augljós fagmanni. Ef uppfinningin veltur á úrlausn gervigreindar á tilteknu vandamáli, án þess að sá sem leggur vandamálið fyrir gervigreindina þurfi að beita sérstöku og frumlegu hugviti, er líklega ekki um uppfinningu að ræða heldur einfaldlega beitingu á verkfæri sem stendur öllum til boða. Þannig getur reynst vandasamt að vernda hagnýtingu gervigreindar í praktískum verkefnum. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti sambærilegar og þegar reynt er að fá einkaleyfavernd á ýmiskonar úrlausnum með aðstoð tölvu, þegar tölvan sem slík er ekki að leysa tæknileg viðfangsefni með nýjum og frumlegum hætti. Slíkar lausnir eru almennt séð ekki einkaleyfishæfar, jafnvel þó svo það teljist nýtt og jafnvel frumlegt að nota tölvu til að leysa umrætt verkefni ef verkefnið telst ekki tæknilegt í skilningi einkaleyfalaga. Þannig er vinsælt í dag að þróa ný smáforrit (öpp) til að leysa ýmiskonar verkefni sem geta verið bráðsnjöll en teljast ekki tæknilegar uppfinningar í skilningi einkaleyfalaga heldur eru frekar viðskiptalegs eðlis. Segjum til dæmis að einhver væri fyrstur til að stinga uppá kerfi þar sem íbúðareigendur gætu skráð íbúðir sínar og leigt út í skammtímaleigu eða boðið í húsaskipti, þá er slík lausn talin viðskiptalegs eðlis og/eða miðlun eða framsetning upplýsinga, en ekki tæknileg uppfinning í skilningi einkaleyfalaga. Þetta þýðir samt ekki að það sé útilokað að verja með einkaleyfi ný forrit og öpp en til þess að það sé hægt þarf að sýna að forritið sé að gera eitthvað með tæknilega nýjum og frumlegum hætti. Íslensk fyrirtæki geta þannig varið með einkaleyfum nýja og frumlega notkun tölvutækni og mörg einkaleyfi hafa fengist á því sviði. Gervigreind er nú þegar komin inn með ýmsum hætti í lausnir íslenskra tölvufyrirtækja og á vafalítið eftir að spila enn stærri rullu. Það þarf að skoða vel í hverju tilviki hvernig best megi verja nýsköpun sem felst í slíkum lausnum og þar munu einkaleyfi áfram vera mikilvæg til að tryggja eignarétt á nýju og frumlegu hugviti. Höfundur er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi hjá Árnason Faktor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Eftir að ChatGPT spjallviðmótið var opnað almenningi fyrir rétt rúmum tveimur árum og önnur slík í kjölfarið hafa venjulegir tölvunotendur getað kynnt sér og prófað þessa öflugu tækni. Má segja að sprenging sé í notkun á gervigreind í hvers konar stórum og smáum verkefnum. Eitt magnaðasta dæmið um hagnýtingu á gervigreind var verðlaunað með Nóbelsverðlaunum á síðasta ári, þegar Demis Hassabis og John Jumper deildu Nóbelsverðlaunum í efnafræði fyrir gervigreindarkerfi sitt, Alphafold2, sem spáir rétt fyrir um þrívíddarbyggingu prótína út frá amínósýruröð þeirra. Þetta samband, það er að segja hvernig amínósýrur í prótíni ræður byggingu þess, er nokkuð sem vísindamenn höfðu rannsakað í áratugi án þess að komast til botns í því að geta spáð fyrir um nákvæma heildarbyggingu prótína. Það dæmi sýnir að gervigreind getur sannarlega leyst flókin alvöru viðfangsefni, jafnvel ráðgátur sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum hætti. Prótínbyggingar eru viðfangsefni sem hentar gervigreindinni sérdeilis vel. Um er að ræða samanburð á fjölda náskyldra mynstra og til er mikill fjölda dæma sem kerfið gat æft sig á og lært af. En getur gervigreind sýnt frjóa hugsun? Þetta er nokkuð sem einkaleyfayfirvöld hafa þurft að kljást við, en á undanförnum árum hefur verið reynt að sækja um einkaleyfi fyrir uppfinningar sem gervigreind er sögð hafa fundið upp. Einkaleyfi hafa almennt ekki fengist samþykkt fyrir slíkar meintar uppfinningar. Evrópska einkaleyfastofan, sem Ísland er aðili að, hefur kveðið upp á tveimur stjórnsýslustigum að á umsókn um einkaleyfi þurfi að tilgreina einstakling sem uppfinningamann og að vél geti ekki talist uppfinningamaður. En gervigreind getur vissulega gagnast sem verkfæri í höndum uppfinningamanns til að fullgera uppfinningu. Til að uppfinningin teljist einkaleyfishæf þarf að vera hægt að sýna fram á að uppfinning sé bæði ný og frumleg - ekki augljós fagmanni. Ef uppfinningin veltur á úrlausn gervigreindar á tilteknu vandamáli, án þess að sá sem leggur vandamálið fyrir gervigreindina þurfi að beita sérstöku og frumlegu hugviti, er líklega ekki um uppfinningu að ræða heldur einfaldlega beitingu á verkfæri sem stendur öllum til boða. Þannig getur reynst vandasamt að vernda hagnýtingu gervigreindar í praktískum verkefnum. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti sambærilegar og þegar reynt er að fá einkaleyfavernd á ýmiskonar úrlausnum með aðstoð tölvu, þegar tölvan sem slík er ekki að leysa tæknileg viðfangsefni með nýjum og frumlegum hætti. Slíkar lausnir eru almennt séð ekki einkaleyfishæfar, jafnvel þó svo það teljist nýtt og jafnvel frumlegt að nota tölvu til að leysa umrætt verkefni ef verkefnið telst ekki tæknilegt í skilningi einkaleyfalaga. Þannig er vinsælt í dag að þróa ný smáforrit (öpp) til að leysa ýmiskonar verkefni sem geta verið bráðsnjöll en teljast ekki tæknilegar uppfinningar í skilningi einkaleyfalaga heldur eru frekar viðskiptalegs eðlis. Segjum til dæmis að einhver væri fyrstur til að stinga uppá kerfi þar sem íbúðareigendur gætu skráð íbúðir sínar og leigt út í skammtímaleigu eða boðið í húsaskipti, þá er slík lausn talin viðskiptalegs eðlis og/eða miðlun eða framsetning upplýsinga, en ekki tæknileg uppfinning í skilningi einkaleyfalaga. Þetta þýðir samt ekki að það sé útilokað að verja með einkaleyfi ný forrit og öpp en til þess að það sé hægt þarf að sýna að forritið sé að gera eitthvað með tæknilega nýjum og frumlegum hætti. Íslensk fyrirtæki geta þannig varið með einkaleyfum nýja og frumlega notkun tölvutækni og mörg einkaleyfi hafa fengist á því sviði. Gervigreind er nú þegar komin inn með ýmsum hætti í lausnir íslenskra tölvufyrirtækja og á vafalítið eftir að spila enn stærri rullu. Það þarf að skoða vel í hverju tilviki hvernig best megi verja nýsköpun sem felst í slíkum lausnum og þar munu einkaleyfi áfram vera mikilvæg til að tryggja eignarétt á nýju og frumlegu hugviti. Höfundur er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi hjá Árnason Faktor.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar