Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar 3. mars 2025 13:32 Góðu fréttir helgarinnar eru líklega þær að Diljá Mist Einarsdóttir var ekki kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hef ég ekki gefið Diljá mikinn gaum, né hennar verkum í pólitík, þar sem ég á almennt litla samleið með flokknum hennar. En Diljá fangaði athygli mína í fyrsta skipti núna vegna fyrirsagnar þar sem vitnað er í framboðsræðu hennar þar sem hún sagði „woke-ið er búið“. Líklega var það markmið hennar að ná athygli fólks með þessum orðum. Ég hlustaði því á alla ræðuna (ræða hefst 4:14:30) og ég get ekki orða bundist. Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka. Heimur kjaftæðisins Talið er að uppruni orðsins „woke“ eigi sér rætur að rekja til réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar. Í dag er merkingin sú að woke-manneskja sé upplýst og meðvituð um félagslegt óréttlæti og kynþáttamisrétti. Að vera „woke“ þýðir því einfaldlega að láta sér annt um velferð annarra, með öðrum orðum að hafa samkennd með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Í samhengi allrar ræðunnar er áhugavert að Diljá hafni þessari hugmynd á sama tíma og hún talar um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn var í samstarfi með „römmum afturhaldsöflum“ í ríkisstjórn síðustu tvö tímabil. Þetta „afturhald“, sem Diljá Mist uppnefnir sem svo, var þó ekki meira en það að ríkisstjórnin kom í gegn gríðarlega mikilvægum mannréttindamálum, eins og lögum um kynrænt sjálfræði sem skiptu miklu máli fyrir lítinn en mjög jaðarsettan hóp af hinsegin fólki. Þessi lög gerðu það að verkum að Ísland komst í fararbrodd hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks á heimsvísu. Í ræðu sinni talaði Diljá einnig um hvernig hún heyrði á fundum um allt land með fólki úr Sjálfstæðisflokknum hvort „væri ekki komið nóg af öllum þessum konum, hvar myndi þetta enda?“ og að hún hafi þá svarað að „í flokknum er fólk metið út frá verðleikum, ekki út frá kyni eða einhverju öðru.“ Hún hlaut lófaklapp fyrir vikið. Undir lok ræðunnar segir Diljá: „Ég ætla að fá að tala hreina íslensku. Heimur kjaftæðisins, hann er að baki. Heimurinn þar sem að verðleikar skipta engu máli, hann er farinn. Heimurinn þar sem allt er lygi, hann er horfinn. Með öðrum orðum; woke-ið er búið“. Enn buldi lófaklapp í salnum. Heimur lyga Staðhæfingar Diljár halda engu vatni. Lof mér að tala hreina íslensku; Ef ekki væri fyrir woke-fólk byggju konur við mun meira félagslegt og lagalegt óréttlæti. Ef woke-ið væri búið fengju konur færri tækifæri því fólk væri metið út frá kyni eða einhverju öðru. Ef woke-ið væri búið fengi jaðarsett fólk enn færri tækifæri, óháð verðleikum sínum. Það er woke-fólki að þakka að enn er barist fyrir jöfnum rétti allra hópa í íslensku samfélagi. Ef ekki væri fyrir woke-fólk væri ekki möguleiki fyrir Diljá, sem konu, að bjóða þig fram í varaformann stjórnmálaflokks. Það er woke-fólki úr kvenréttindabaráttu Íslands og heimsins alls að þakka að hún fái að vera stjórnmálakona og hafi jöfn lagaleg réttindi á við karlmenn. Diljá segir að heimur lyga sé horfinn, en í ræðu sinni sýnir hún og sannar að hún sjálf vilji halda lygunum á lofti. Hún hyglir í raun heimi kjaftæðisins, sem hún segir að sé að baki, með því að og gera woke-fólk tortryggilegt. Þetta er orðræða sem kemur beint frá römmum afturhaldsöflum í Bandaríkjunum, en þar keppast Trump-istar og repúblikanar við að lýsa því yfir að woke-ið sé dautt til að gera Ameríku mikilfenglega á ný. Þar er orðið „woke“ notað sem skammaryrði. Þar er svona staðhæfingum fleygt fram til að skapa sundrung og tortryggni, til að skapa ótta gagnvart minnihlutahópum og þeim sem láta sig félagslegt réttlæti varða. Á sama tíma sjáum við réttindi minnihlutahópa dregin til baka, t.d. eru sjálfsögð mannréttindi trans fólks þegar orðin minni en þau voru áður en Trump tók við. Þar virðist woke-ið búið, a.m.k. í stjórnsýslunni. Heimur vonar Ég vona innilega að Diljá og Sjálfstæðisflokkurinn samsami sér ekki með þeirri vegferð sem Bandaríkin eru á. Ég skora á Diljá, sem og aðra, stjórnmálamenn og landsmenn alla, að láta sig félagslegt og lagalegt óréttlæti varða. Ég vona sérstaklega að Diljá, og hennar stóri og valdamikli flokkur, haldi áfram að vera, ef eitthvað er, meira „woke“, með því að hlúa að minnihlutahópum og, standa vörð um mannréttindi, íslenskri þjóð til heilla. Þannig getum við öll upplifað meira frelsi sem mér skilst að sé grunnstef flokksins. Síðast en ekki síst vona ég innilega að við hættum að apa eftir orðræðu römmu afturhaldsaflanna í Bandaríkjunum. Það vekur hjá mér mikinn ugg að verða vitni að svo óábyrgri og sundrandi opinberri orðræðu til þess eins að reyna að ná kjöri. Það gefur mér vonarglætu að Sjálfstæðisflokkurinn kaus hana ekki sem varaformann og hafnaði þar með glundroðanum sem hún virðist standa fyrir. Höfundur er leikari, höfundur, leiklistarkennari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Góðu fréttir helgarinnar eru líklega þær að Diljá Mist Einarsdóttir var ekki kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hef ég ekki gefið Diljá mikinn gaum, né hennar verkum í pólitík, þar sem ég á almennt litla samleið með flokknum hennar. En Diljá fangaði athygli mína í fyrsta skipti núna vegna fyrirsagnar þar sem vitnað er í framboðsræðu hennar þar sem hún sagði „woke-ið er búið“. Líklega var það markmið hennar að ná athygli fólks með þessum orðum. Ég hlustaði því á alla ræðuna (ræða hefst 4:14:30) og ég get ekki orða bundist. Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka. Heimur kjaftæðisins Talið er að uppruni orðsins „woke“ eigi sér rætur að rekja til réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar. Í dag er merkingin sú að woke-manneskja sé upplýst og meðvituð um félagslegt óréttlæti og kynþáttamisrétti. Að vera „woke“ þýðir því einfaldlega að láta sér annt um velferð annarra, með öðrum orðum að hafa samkennd með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Í samhengi allrar ræðunnar er áhugavert að Diljá hafni þessari hugmynd á sama tíma og hún talar um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn var í samstarfi með „römmum afturhaldsöflum“ í ríkisstjórn síðustu tvö tímabil. Þetta „afturhald“, sem Diljá Mist uppnefnir sem svo, var þó ekki meira en það að ríkisstjórnin kom í gegn gríðarlega mikilvægum mannréttindamálum, eins og lögum um kynrænt sjálfræði sem skiptu miklu máli fyrir lítinn en mjög jaðarsettan hóp af hinsegin fólki. Þessi lög gerðu það að verkum að Ísland komst í fararbrodd hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks á heimsvísu. Í ræðu sinni talaði Diljá einnig um hvernig hún heyrði á fundum um allt land með fólki úr Sjálfstæðisflokknum hvort „væri ekki komið nóg af öllum þessum konum, hvar myndi þetta enda?“ og að hún hafi þá svarað að „í flokknum er fólk metið út frá verðleikum, ekki út frá kyni eða einhverju öðru.“ Hún hlaut lófaklapp fyrir vikið. Undir lok ræðunnar segir Diljá: „Ég ætla að fá að tala hreina íslensku. Heimur kjaftæðisins, hann er að baki. Heimurinn þar sem að verðleikar skipta engu máli, hann er farinn. Heimurinn þar sem allt er lygi, hann er horfinn. Með öðrum orðum; woke-ið er búið“. Enn buldi lófaklapp í salnum. Heimur lyga Staðhæfingar Diljár halda engu vatni. Lof mér að tala hreina íslensku; Ef ekki væri fyrir woke-fólk byggju konur við mun meira félagslegt og lagalegt óréttlæti. Ef woke-ið væri búið fengju konur færri tækifæri því fólk væri metið út frá kyni eða einhverju öðru. Ef woke-ið væri búið fengi jaðarsett fólk enn færri tækifæri, óháð verðleikum sínum. Það er woke-fólki að þakka að enn er barist fyrir jöfnum rétti allra hópa í íslensku samfélagi. Ef ekki væri fyrir woke-fólk væri ekki möguleiki fyrir Diljá, sem konu, að bjóða þig fram í varaformann stjórnmálaflokks. Það er woke-fólki úr kvenréttindabaráttu Íslands og heimsins alls að þakka að hún fái að vera stjórnmálakona og hafi jöfn lagaleg réttindi á við karlmenn. Diljá segir að heimur lyga sé horfinn, en í ræðu sinni sýnir hún og sannar að hún sjálf vilji halda lygunum á lofti. Hún hyglir í raun heimi kjaftæðisins, sem hún segir að sé að baki, með því að og gera woke-fólk tortryggilegt. Þetta er orðræða sem kemur beint frá römmum afturhaldsöflum í Bandaríkjunum, en þar keppast Trump-istar og repúblikanar við að lýsa því yfir að woke-ið sé dautt til að gera Ameríku mikilfenglega á ný. Þar er orðið „woke“ notað sem skammaryrði. Þar er svona staðhæfingum fleygt fram til að skapa sundrung og tortryggni, til að skapa ótta gagnvart minnihlutahópum og þeim sem láta sig félagslegt réttlæti varða. Á sama tíma sjáum við réttindi minnihlutahópa dregin til baka, t.d. eru sjálfsögð mannréttindi trans fólks þegar orðin minni en þau voru áður en Trump tók við. Þar virðist woke-ið búið, a.m.k. í stjórnsýslunni. Heimur vonar Ég vona innilega að Diljá og Sjálfstæðisflokkurinn samsami sér ekki með þeirri vegferð sem Bandaríkin eru á. Ég skora á Diljá, sem og aðra, stjórnmálamenn og landsmenn alla, að láta sig félagslegt og lagalegt óréttlæti varða. Ég vona sérstaklega að Diljá, og hennar stóri og valdamikli flokkur, haldi áfram að vera, ef eitthvað er, meira „woke“, með því að hlúa að minnihlutahópum og, standa vörð um mannréttindi, íslenskri þjóð til heilla. Þannig getum við öll upplifað meira frelsi sem mér skilst að sé grunnstef flokksins. Síðast en ekki síst vona ég innilega að við hættum að apa eftir orðræðu römmu afturhaldsaflanna í Bandaríkjunum. Það vekur hjá mér mikinn ugg að verða vitni að svo óábyrgri og sundrandi opinberri orðræðu til þess eins að reyna að ná kjöri. Það gefur mér vonarglætu að Sjálfstæðisflokkurinn kaus hana ekki sem varaformann og hafnaði þar með glundroðanum sem hún virðist standa fyrir. Höfundur er leikari, höfundur, leiklistarkennari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun